Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Side 15

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Side 15
Þetta voru Skíðasambandið, Lyft- ingasambandið og Sundsambandið en enginn mætti heldur frá því síðast- talda fyrir ári. Þessi framkoma er við- komandi sérsamböndum til lítils sóma og virðingarleysi þeirra við at- höfnina, íþróttamennina, sem þau völdu, og þá, sem mættu í hófið, er ámælisvert. En eftirtaldir íþrótta- menn voru valdir: BRODDI KRISTJÁNSSON, var valinn badmintonmaður ársins í 6. sinn. Hann varð íslandsmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik á árinu og vann svo til hvert mót hér á landinu í einliðaleik. Hann á 92 landsleiki að baki. ÞORVARÐUR SIGFÚSSON var valinn blakmaðurársinsen hann hef- ur undanfarin ár verið einn af máttar- stólpum íþróttafélags stúdenta og landsliðsins. Hann hófsinnferil áAk- ureyri, eins og svo margir blakmenn, og á að baki 22 leiki með lands- liðinu. KJARTAN BRIEM var valinn borð- tennismaður ársins þriðja árið í röð. Hann dvaldist við æfingar og keppni í Svíþjóð fyrri hluta keppnistímabils- ins en náði samt að verða annar í röðinni yfir stigahæstu menn lands- ins. LINDA STEINUNN PÉTURS- DÓTTIR var valin fimleikamaðurárs- ins annað árið í röð. Hún er aðeins 16 ára gömul en árangur hennar á ferlin- um hefur verið einkar glæsilegur. Linda Steinunn æfir með Björkunum og varð íslandsmeistari 1988, 1989 og 1990. PÉTUR GUÐMUNDSSON, nýbakaður íslandsmethafi í kúlu- varpi, var valinn frjálsíþróttamaður ársins. Hann kastaði kúlunni 21,26 metra á árinu, sem er 5.-6. besti árangurinn íheiminum. ÓLAFUR H. ÓLAFSSON úr KR var einróma kjörinn glímumaður ársins og var þetta í 6. sinn sem hann hlaut nafnbótina. Hann hefur borið höfuð og herðar yfir aðra glímumenn á ár- inu og náðu þeir aldrei að ógna veldi hans. ÚLFAR JÓNSSON, golfklúbbnum Keili, var valinn golfmaður ársins. Úlfar hefur dvalið við nám í Banda- ríkjunum í þrjú ár og tekið miklum framförum. Hann varð 10. í Opna Evrópumeistaramótinu og íslands- meistari og hlýtur nú nafnbótina golf- maður ársins í 5. sinn. GUÐMUNDUR HRAFNKELS- SON, handknattleiksmaður úr FH, var valinn handknattleiksmaður árs- ins. Hann varð Islandsmeistari með liði sínu, hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1984 og var valinn besti markvörður síðasta íslands- móts. ÓLAFUR EIRÍKSSON var valinn íþróttamaður ársins úr röðum fatl- aðra. Ólafur, sem er aðeins 17 ára gamall, náði glæsilegum árangri á heimsleikum fatlaðra á síðasta ári. Hann setti 3 heimsmetog vann mörg önnur góð afrek á árinu. BJARNI FRIÐRIKSSON var valinn júdómaður ársins í 12. sinn og hefur enginn einstaklingur í neinni íþrótta- grein hlotið slíkan heiður eins oft. Bjarni er glæsilegur fulltrúi íþrótta á íslandi og hann var valinn íþrótta- maður ársins af íþróttafréttamönn- um. ÓMAR ÍVARSSON, sem er 33 ára, var kjörinn karatemaður ársins. Óm- ar hóf að stunda karate árið 1977 en hann varðtvöfaldur íslandsmeistari á árinu. SIGURBJÖRN BÁRÐARSON var valinn knapi ársins, annað árið í röð. Sigurbjörn hefur keppt í hestaíþrótt- um í hátt á þriðja áratug og unnið til Evrópu- og heimsmeistaratitla í keppni á íslenskum hestum. BJARNI SIGURÐSSON, mark- vörður Vals, var valinn knattspyrnu- maður ársins. Bjarni varð bikarmeist- ari í eftirminnilegum leikjum með Val og lék einstaklega vel með ís- lenska landsliðinu. Hann hlýtur þennan titil í annað sinn. Broddi Kristjánsson, badminton- maður ársins. PÁLL KOLBEINSSON, leikmaður KR, var valinn körfuknattleiksmaður ársins. Páll varð íslandsmeistari með liði sínu í fyrra, var valinn leikmaður ársins af andstæðingum sínum í úr- valsdeildinni og kjörinn íþróttamað- ur KR 1990. GUÐMUNDUR HELGASON KR var einróma valinn lyftingamaður ársins. Hann varð íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki og jafnframt sigurvegari í stigakeppni Islands- mótsins. Þetta er í annað sinn sem hann er valinn lyftingamaður ársins. SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Sigl- ingafélaginu Ými í Kópavogi, var val- in siglingamaður ársins. Árangur Sig- ríðar á árinu var einkar glæsilegur en hún er aðeins 16 ára gömul. VALDEMAR VALDEMARSSON var valinn skíðamaður ársins. Hann er frá Akureyri og varð bikarmeistari í flokki fullorðinna á árinu. Hann er íslandsmeistari karla í stórsvigi og alpatvíkeppni. ÓLAFUR VIÐAR BIRGISSON var útnefndur skotmaður ársins. Hann sigraði á íslandsmótinu þar sem keppt var með stöðluðum skamm- byssum. RAGNHEIÐUR RUNÓLFSDÓTT- IR var valin sundmaður ársins í ann- að sinn. Hún stundar nám í Alabama í Bandaríkjunum en á árinu komst hún á lista yfir 25 bestu sundmenn heims í sinni grein. EINAR SIGGEIRSSON var valinn tennismaður ársins. Einar varð ís- landsmeistari í einliðaleik karla á ís- landsmótinu og sigraði jafnframt í þremur öðrum tennismótum. Þorvarður Sigfússon, blakmaður árs- ins. 15

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.