Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Side 21

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Side 21
úr landsliðinu. Upp úr því fór ég að leggja meiri áherslu á handboltann þó að ég væri á fullu í báðum grein- um. Okkur gekk vel í handboltanum og við fórum strax að vinna titla. Þetta var og er sterkur og góður kjarni í Stjörnunni en sami hópurinn hefur leikið saman undanfarin ár. Við höf- um unnið titla í öllum yngri flokkun- um í handbolta og í 3. og 2. flokki í fótbolta. Ég var þó eini af þessum harða kjarna í fótboltanum sem valdi handboltann fram yfir fótboltann." — Sérðu eftir því? „Nei, alls ekki. Fyrir utan hvað handboltinn er skemmtilegur þá eru fleiri tækifæri fyrir mig til að ferðast um í handboltanum frekar en í fót- boltanum. Eftir að ég komst í lands- liðið þá hef ég náð aðflakka heilmik- ið." „ÉG ER EKKI SKAPHUNDUR EN ER FREKAR ÁKVEÐINN" Sigurður er búinn að leika um 30 landsleiki þegar þetta er skrifað. „Fyrsti landsleikurinn? Já, ég man hann mjög vel. Hann var í október 1989 á móti Rússum og við töpuðum með fjórum mörkum. Rússar voru með mjög sterkt lið svo tapið var ekki svo sárt." — Það orð fer af þér að þú sért hálfgerður skaphundur. Er það rétt? „Ja, kannski ekki skaphundur en ég er ákveðinn." — Þú hefur tvisvar verið dæmdur í leikbann, ekki satt? „Jú, einu sinni í handbolta og einu sinni í fótbolta. Ég er fljótur að æsa mig upp ef mér finnst t.d dómur ósanngjarn eða ef við erum að tapa. Mér leiðist að tapa, ég er ekki alinn upp við það. Þegar við erum undir í leik þá á ég það til að æsa mig uppog missi því oft stjórn á mér." — Heldurðu að skapið hjálpi þér við að ná áfram í handbolta? „Já, ég held það. Ég hef rétta skapið en kannski bara aðeins of mikið af því. Það kemur allt of oft fyrir að ég hugsa eftir á: „Hvað var ég að gera núna?" En ég læri af þessu. Aftur á móti gef ég yfi rleitt ekki eftirefégerá Nýliðarnir í landsliðinu Patrekur Jóhannesson og Sigurður Bjarnason, leik- menn Stjörnunnar, hafa staðið sig vel. Þeir eru báðir framtíðarleikmenn með landsliðinu. öndverðum meiði við einhvern. Það má kannski segja að ég komist áfram á frekjunni. Auðvitað er égekki alltaf sanngjarn en ég stend á mínu fram í rauðan dauðann. Það má væntan- lega kenna skapinu um að samband mitt við þjálfarana hefur ekki verið sem skyldi. Ég á það til að segja mína meiningu við þjálfarana, t.d. ef mér finnst að eitthvað mætti beturfara, og lendi þá kannski í rifrildi við þá. Auð- vitað á þetta ekki að eiga sér stað og ég meina ekkert illt með þessu en því er oft tekið þannig. Fólk á kannski auðvelt með að misskilja mig því ég erekki nógu „diplómatískur". Mérog núverandi þjálfara Stjörnunnar, Eyj- ólfi Bragasyni, semur þokkalega. Ég hef lent í útistöðum við hann en það er langt því frá að ég sé að bjóða honum birginn eins og hann hélt — mér dytti það ekki í hug." — Hvað með landsl iðsþjálfarana — hefurðu lent í útistöðum við þá? „Nei, aldrei. Það er gott að vinna með þeim Þorbergi og Einari. Þeir halda uppi góðum aga og góðum móral. Þess vegna hefur gengið svona vel með liðið. Við erum allir mjög ánægðir með þá báða. Ég hef lært ótrúlega mikið af þeim á stuttum tíma og þá aðallega í vörninni. Það að æfa og leika með landsliðshópn- „Mér leiðist að tapa. Ég er ekki alinn upp við það." — . . • 21

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.