Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Page 28

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Page 28
GULLIT Ruud Gullit er ástæða þess að Frank Rijkaard er hættur að leika með hollenska landsliðinu Ruud Gullit hefur orðið óþyrmilega fyrir barðinu á ítölsku pressunni Ruud Gullit kemst að því hverjir eru raunverulegir vinir hans Þýtt og endursagt úr World Soccer Loksins! Eftir 30 mánaða bið er Ruud Gullit loksins að komast í sitt gamla form. Það munaði minnstu að Gullit hefði eyðilagt knattspyrnuferil sinn með því að fórna sér gjörsam- lega fyrir land og þjóð. Hann lék meiddur gegn Steaua Bucharest í Evrópukeppni meistaraliða og skor- aði tvö mörk. Síðan lék hann aðeins í 20 mínútur með Hollandi gegn Finnlandi í undankeppni heims- meistarakeppninnaroglagði uppsig- urmarkið sem tryggði Hollandi þátt- tökurétt í úrslitakeppninni. Þessar ör- fáu mínútur höfðu næstum því gert út af við Gullit en þær gerðu það að verkum að hann var meiddur í heilt ár ti I viðbótar. En hann var stöðugt að reyna. Leikmaðurinn í treyju númer 10 leit út eins og Gullit, talaði eins og Gullit en eins og hann lék fyrir AC Milan þá hefði þjálfarinn allteinsget- að sett rútubílstjóra liðsins inn á völl- inn. í úrslitakeppninni á Ítalíu síðast- liðið sumar var Gullit aðeins svipur hjá sjón en núna er hann að ná sér á strik. Auk þess að vera meiddur í nánast tvö ár reyndust þau ár honum mjög erfið á margan hátt. í júní 1989 létust margir nánir vinir hans frá Vestur- Indíum í flugslysi. Hann stóð í erfið- um skilnaði á sama tíma og um það leyti hættu blaðamenn að sleikja á honum fæturna en reyndu þess í stað 28

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.