Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 30

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Qupperneq 30
ATLI EÐVALDSSON, LANDSLIÐSFYRIRLIÐI í FÓTBOLTA OG KÖRFUBOLTAMAÐUR MEÐ VÍKVERJA Ætlar þú að leika í úrvalsdeildinni í körfubolta næsta vetur, Atli? (Víkverji er í efsta sæti 1. deildar í körfubolta) „Það er stóra spurningin. Ef svo færi væri það mjög gaman en við erum með svo harðan þjálfara, sem er Torfi Magnússon, að hann myndi varla láta mig spila. Þeir sem gera ein mistök í leik eru umsvifalaust teknir út af. Ég er t.d. frægur fyrir 3 stiga körfurnar mínar en ef eitt skot geigar fer ég umsvifalaust á bekkinn. Ef það myndi gerast að við sigruðum í 1. deild yrðum við hreinlega að byrja að taka þetta alvarlega. Núna æfum við bara einu sinni í viku og er nógu erfitt fyrir menn að mæta á þá æfingu þannig að ég býð ekki í það ef við komumst upp. Þá eru leikirnir svo margir að enginn tími gefst til að æfa. Stundum þarf að skrapa saman mannskap til þess að eiga í lið." Þessa má geta að auk Atla í Vík- verja leika þar margir gamalreyndir refir. Má þar nefna Torfa Magnússon, Atli Eðvaldsson. Jón Sigurðsson, Einar Ólafsson, Carðar Jóhannesson, Jakob Péturs- son, Samúel Örn Erlingsson, Lárent- ínus Ágústsson, Kristján Ágústsson, Ólaf Gottskálksson og Sigurð Indr- iðason svo einhverjir séu nefndir. Þetta er því sambland af fótbolta-, körfubolta- og blakmönnum. „Ef við færum upp kostaði það mikil útgjöld fyrir „sponsorinn" okk- ar Jakob Pétursson formann. Annars er ég áveðinn í því að hætta ekki að æfa körfubolta fyrr en ég get troðið." SIGURÐUR MAGNÚSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSÍ Sigurður Magnússon, Ætlar ÍSÍ að hlaupa undir bagga með HSÍ? (Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum skuldar HSÍ um 8 milljónir króna) „Það hefur þegar verið gert upp að vissu marki en sá stuðningur er mjög takmarkaður. Hann felst ekki í bein- um fjárframlögum heldur ábyrgðum. Um framhaldið hefur engin ákvörð- un verið tekin." 30 ATLI HILMARSSON, HANDKNATTLEIKS- MAÐUR MEÐ GRANOLLERS Á SPÁNI Ertu á heimleið, Atli? : „Já, ég held að það sé nokkuð Ijóst. Ég er búinn að vera samtals 8 ára í atvinnumennsku, 5 í Þýskalandi og 3 hér á Spáni, þannig að hugurinn er farinn að leita heim. Það má segja að ég sé búinn að fá allt út úr handboltan- um sem ég gat hugsað mér. Núna er ég búinn að æfa 2 daga í röð og eru það mikil viðbrigði eftir að hafa verið meiddur í tæpa þrjá mánuði. Ég var skorinn upp í öxf- inni í nóvember og núna vinn ég að því hörðum höndum að fá mig góðan. Jú, það hafa nokkur iið heima haft samband við mig en ég tek engar ákvarðanir strax hvað ég geri. Þjálfun heima kemur líka til greina en skemmtilegast væri að taka eitt gott ár heima í J. deild áður en maður hættir þessu. En þetta veltur allt á heilsunni. Það sem er mikilvægast er að ég fái góða vinnu þegar ég kem heim en auðvitað væri gaman að geta tek- ið þátt handboltanum heima af fullum krafti."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.