Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Side 34

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Side 34
metra há þétt girðing umlykur stað- inn og við hliðið stendur vígalegur vörður sem varnar því að blaðasnáp- ar eða aðdáendur trufli æfingar. Það virtist vera borin von að koma verð- inum í skilning um að ég yrði að komast inn. Honum virtist þykja allt fyndið; það að Schillaci ætti von á mér, að ég væri blaðamaður t'rá ís- landi og hefði að auki fengið sérstakt leyfi hjá Juventus til að koma í æf- ingabúðirnar. Hann bara hló þar til Francesco Morini, íþróttafram- kvæmdastjóri Juventus, kom að og fyrirskipaði að mér yrði hleypt inn. Eg kann Morini mínar bestu þakkir því ekki veit ég hvernig samskiptum mín og varðarins hefði lyktað hefði mér ekki verið hleypt inn, þvíég var orðin hin argasta og ekki er von á góðu Toto Schillaci fagnar einu af sex mörkum sínum á HM á eftirminni- legan hátt. þegar íslenskar valkyrjur verða reiðar á Ítalíu. Ég hitti Schillaci nokkrum sinnum utan fundarins í æfingabúðunum og smám saman tókst að púsla viðtalinu saman. Það er nefnilega ekki auðvelt að skilja allt sem Schillaci segir. Hann á það til að halda annari hönd- inni fyrir munninum í langan tíma þannig að það er nánast ógerningur að heyra orð af því sem hann segir. Auk þess talar hann ítölsku með sterkum sikileyskum hreim milli þess sem hann bregður fyrir sig sikileyskri mállýsku. Til að bæta gráu ofan á svart liggur honum lágt rómur! HANN Á HEIMAÁ VELLINUM Það var gaman að fylgjast með Schillaci á æfingum. Þegar hann er á vellinum, hvort sem það er á æfingu eða í leik, er augljóst að þar á hann heima. Ef mönnum finnst gaman að fylgjast með honum leika í sjónvarpi ættu þeir að sjá hann í nágvígi! Hann er svipbrigðamikill og það fer ekki á milli mála að hann er blóðheitur ítali. Hann öskrar mikið, bæði á félaga sína og andstæðinga, og notar tákn- mál með höndunum eins og ítölum einum er lagið. „Égerfrá Sikiley oger stoltur af því!" segir Schillaci þegar hann er spurður um uppruna sinn. „Ég veit að þaðfara misjafnarsöguraf Palermo, heimaborg minni, og marg- ir nefna hanaog mafíuna í sömu and- ránni, en þetta er yndislegur staður og fólkið þar er gott, þótt auðvitað séu svartir sauðir innan um. Ég finn oft fyrir heimþrá og þegar ég hætti að leika knattspyrnu langar mig að stofna íþróttaskóla fyrir krakka og unglinga í Palermo." LITLAR LÍFSLÍKUR Schillaci fæddist 1. desember 1964, tveimur mánuðum fyrir tím- ann. Hann segir: „Ég var ekki nema 1,3 kg. að þyngd og Ijósmóðirin, sem aðstoðaði mömmu við fæðinguna, undirbjó foreldra mína undir það að ég mundi ekki lifa lengi. Þegar ég kom heim af spítalanum tóku ömmur mínar, þær Rosalia og Giuseppina til sinna ráða. Þær vöfðu mig inní mörg Toto er annt um fjölskyldu sína. Þessi mynd var tekin fyrir ári af hjón- unum Toto oj» Ritu ásamt Jessicu dóttur þeirra. I sumar fæddist sonur- inn Matteo.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.