Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Side 43

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Side 43
A LINUNNI STEFANÍA GUÐJÓNSDÓTTIR, HANDKNATTLEIKSKONA í ÍBV Ertu of eigingjörn, Stefanía? (Stefanía hefur ekki verið valin til þess að leika með unglingalands- liði fslands í handbolta þótt hún sé markahæst í 1. deild. Hún er sögð of eigingjörn) „Ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt það að ég sé talin eigingjörn. Ég vil meina það að ég hafi ekki fengið þann tíma, sem ég þurfti á æfingum, með unglingalandsliðinu til þess að sína hvað í mér býr. Ég mætti á 3 æfingar ásamt fjölda annarra stúlkna en hópurinn var síðan skorinn niður. Landsliðsþjálfarínn hefur vitanlega sínar skoðanir á hlutunum en ég er þeirrar skoðunar að ég sé ekki eig- ingjörn. Jú, auðvitað er ég vongóð um að fá tækifæri með landsliðinu þótt síðar verði." Stefanía Guðjónsdóttir. GEIR SVEINSSON, HANDKNATTLEIKSMAÐUR MEÐ GRANOLLERS Á SPÁNI Ert þú ekki á leið heim eins og allir aðrir? Kristján Arason, Alfreð Gíslason, Sigurður Gunnarsson og Atli Hilmarsson leika væntanlega all- ir á íslandi næsta vetur. „í hreinskilni sagt get ég ekki svar- að því að svo stöddu. Það er svo of- boðslega margt sem spilar inn í. En það er jafn mikið inni i myndinni að koma heim og spila eins og hvað annað. Ég er að velta ýmsu fyrir mér um þessar mundir." Geir Sveinsson. ANTON BJÖRN MARKÚSSON, LEIKMAÐUR FRAM í FÓTBOLTA Heldurðu að sumarið sé fokið út í veður og vind? (Anton sleit hásin á íslands- mótinu í innanhússknatt- spyrnu á dögunum) „Nei, sumarið er ekki fokið. Reyndar hafa margir verið að segja mér að þeir, sem slíta hásin, nái sér aldrei aftur á strik en ég hlusta ekki á slíkar glósur. Það er búið að skera mig og ég er byrjað- ur að hjóla. Síðan ætla ég að synda og hlaupa ofaní lauginni. Ég hef líka verið að lyfta en mest á efri líkamann. Annars er þetta spurning um að fara ekki of geyst af stað. Ég hef aldrei meiðst fyrr á ævinni þannig að þetta er nýtt hlutskipti fyrir mig. Læknar segja að ég megi fara að hlaupa með félögum mínum í lok apríl þannig að ég ætla mér að verða í topp- formi næsta sumar." 43

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.