Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Síða 50

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Síða 50
Gunde hefur margsinnis unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og HM. Hann segir að það sé slæmt að láta sigur komast upp í vana. íþróttamenntaskólum. Hefur þetta haft mikla þýðingu fyrir íþróttaferil þinn? „Með því að vera í skíðamennta- skóla er mögulegt að sameina íþróttaiðkun og menntun. Að öðrum kosti hefði ég verið nauðbeygður til að velja á milli þess að læra eða að fara á fullum krafti út í íþróttirnar, mun fyrr en ég gerði. Eg hafði mjög gott af þessum árum í skíðamennta- skólanum. Ég þroskaðist mikið og öðlaðist dýrmæta þekkingu á skíða- íþróttinni. Maður gat stundað æfing- ar af kostgæfni og ég hafði góða kennara og frábæra þjálfara. Þarna voru líka allir efnilegustu skíðamenn- irnir saman komnir og við æfðum mikið saman." — Lagðir þú stund á einhverjar aðrar íþróttagreinar áður en skfða- ganga varð fyrir valinu? „Ég stundaði ratleik og dútlaði aðeins í fótbolta þegar ég var smá polli. Annars byrjaði ég að æfa skíða- göngu skipulega þegar ég var 15 ára og af þei m söku m gafst I íti 11 tím i ti I að hugsa um aðrar íþróttagreinar." ÆFT TVISVAR Á DAG Í10ÁR — Nú het'urþúæftgeysilega mikið og vel í rúmlega 10 ár og margir eru 50 þeirrar skoðunar að nú hafir þú náð hámarki hvað varðar líkamlegar æf- ingar. Ef svo er hvað getur þú gert til að bæta þig í framtíðinni? „Það er að vissu leyti rétt að ég hafi náð ákveðnu hámarki hvað varðar líkamlegar æfingar og það er lítið að græða á því að æfa mei ra, því þá verð ég bara ofþjálfaður. En ég veit að ég á heilmikið inni og þá sérstaklega tæknilega séð. Það eru fjölmargir skíðagöngumenn sem eru betri að „skauta", á skíðunum eins og sagt er, en ég. Einnig er alltaf hægt að bæta önnur smáatriði, eins og mataræði, réttan skíðaáburð o.s.frv. Það eru oft og tíðum þessi „smáatriði" sem vega þyngst þegar allt kemur til alls." Afreksmenn í skíðaíþróttum eru oft mánuðum saman í burtu frá fjöl- skyldu og vinum. Undirbúningstíma- bilinu fylgja margar vikur í æfinga- búðum og síðan eru ótal keppnis- ferðalög í nokkra mánuði. Er þetta óreglubundna líf ekki frekar erfitt þegar til lengdar lætur? „Jú, vissulega getur það verið ert'itt. Það tekur stundum á taugarnar að þurfa að búa í ferðatösku, stóran hluta vetrar. En einsogflestannað þá kemst þetta upp í vana. Hvað mig varðar þá er ég svo heppinn að unn- usta mín, Marie Johansson, er einnig í skíðalandsliðinu og þess vegna er- um við oftast saman á þessum ferða- lögum. Það gerir lífið mun auðveld- ara. Hún skilur mig mjög vel og er alltaf meðá nótunum og þaðermikill kostur." — Hefur þú einhvern þjálfara eða aðstoðarmann? „Ég hef hvorki þjálfara né aðstoð- armann. Ég sé algjörlega sjálfur um mína þjálfun og skipulegg allt sjálfur. Það er jú minn líkami sem verið er að þjálfa og ætlast til að verði betri. Ég veit manna best hvað ég þoli og ég þekki líkama minn vel og veit hvernig á að túlka þau skilaboð sem hann gefur. Af þessum sökum á ég auðveldast með að stjórna æfingará- laginu." NOTAST VIÐ TÖLVU — Því var einu sinni slegið upp í fjölmiðlum að þú notaðirtölvu í sam- bandi við æfingarnar. Hvaða hlut- verki gegnir tölvan hvað varðar æf- ingar þínar? „Þetta er í meginatriðum rétt, en samt er hér orðum aukið eins og oft vill verða í fjölmiðlum. Annars er þetta sára einfalt. Ég geng með púls- klukku sem ég festi á mig með því að binda hana á brjóstkassann. Þessi klukka, sem er tengd við tölvu, skráir tíðni hjartsláttar. Þegar ég kem heim eftir æfingu get ég prentað þetta útog fengið línurit yfir tíðni hjartsláttar. Þar með get ég séð hversu hraður púlsinn hefur verið á æfingunni. Þetta er sérlega hagkvæmt þegar ég er úti og geng í 2 til 3 tíma því þá er auðveldara að fylgjast með því að rétt ákefð sé í æfingunum." MJÖG REGLUSAMUR — Þú ert þekktur fyrir að hafa mik- inn sjálfsaga og hugsa mikið um mataræði. Þú reykir ekki, drekkur ekki áfenga drykki og borðar ekki sætindi. Er nauðsynlegt að vera svo „fanatískur" til að ná árangri í íþrótt- um? „Það er ekki einungis æskilegt að æfa vel því atriði eins og t.d. matar- æði og nægileg hvíld eru einnigákaf- lega mikilvæg ef tilætlaður árangur á að nást. Ég er þannig að eðlisfari að ég vil fylgjast vel með öllu sem ég geri. Ég leitastvið að veraöruggur um að ég geri mitt allra besta hverju sinni og að það sé ekkert sem geti komið í

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.