Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Síða 59

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Síða 59
GAZZA GERIR GRÍN Fyrir skömmu var Paul Gasgoigne, leikmaður Tottenham, beðinn um að svara nokkrum laufléttum spurning- um fyrir tímaritið Shoot. Þar kom margt skondið fram. Gazza segist hafa skammast sín mest á ævinni þegar hann var eitt sinn úti að borða með vinkonu sinni og uppgötvaði smám saman sér til mikillar skelfing- ar að „vinur" hans hafði sett hitakrem í nærbuxurnar hans. Gazza var síðan spurður að því hver væri leiðinlegasti leikmaður Tottenham. Hann sagði að það væri Steve Sedgley — sérstaklega eftir að hannflutti inntil kærustunnar þvíet't- ir það væri hann hættur að fara út með íélögum sínum. Gazza bætti því líka við að Steve hefði hræðilegan fatasmekk, að fötin hans pössuðu honum engan veginn og að nærbux- urnar hans væru hreinn viðbjóður. „Ég er staðráðinn í því að kaupa handa honum snyrtilegar nærbuxur í ár," sagði hann að lokum. Paul Gasgoigne.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.