Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 8
Larry Johnson og Larry Bird kljást á vellinum. Eackles. Framherjar: Harvey Grant og Bernard King. Miðherji: Pervis Ellison. UMSÖGN: Nú ætti aðalvandamál liðsins, þ.e.a.s. að skora, að vera úr sögunni því liðið fékk Michael Adams frá Denver Nuggets en hann skoraði 27 stig að meðaltali í fyrra. Fyrir er annar frábær skorari, Bernard King. Harvey Grant og Pervis Ellison eru efnilegir leikmenn. Liðið vantar stærri menn og tilfinnilega betri frá- kastara. Lítil breidd er einnig mikill höfuðverkur í herbúðum liðsins. Það kemstekki í úrslitakeppnina og lend- ir í fjórða sæti síns riðils. ^m^mmmm^^mmmmmm Miðriðill Atlanta Hawks ÞJÁLFARI: Bob Weiss HEIMAVÖLLUR: The Omni (16,451) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Ba- kverðir: Rumeal Robinson og Rodn- ey Monroe. Framherjar: Kevin Willis og Dominique Wilkins. Miðherji: Blair Rassmussen. UMSÖGN: Dominique Wilkins átti sitt besta tímabil í fyrra og er eng- inn ástæða til annars en að hann muni spila eins vel nú í vetur. Liðið vantar góðar langskyttur til að taka pressu af Dominique og ákváð því að fá 3ja stiga skyttuna Travis Mays frá Sacramento og nýliðann Rodney Monroe úr háskólavalinu. Liðið missti fjóra lykilleikmenn til annarra liða síðastliðið sumar en fékk í stað- inn unga og efnilega leikmenn. Þeir eiga eftir að koma skemmtilega á óvart og lenda í 5. sæti riðilsins og komast í úrslitakeppnina. Charlotte Hornets ÞJÁLFARI: Allan Bristow HEIMAVÖLLUR: Charlotte Colis- eum (23,388) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: Kendall Gill og Rex Chapm- an. Framherjar: J.R. Reid og Larry Johnson. Miðherji: Mike Gminski. UMSÖGN: Loksins fór Rex Chapman að sýna eitthvað af viti á síðasta tímabili. Kendall Gill stóð sig einnig vel og var valinn í fyrsta ný- liðaliðið. Fylgist vel með Larry John- son sem Hornets fékk fyrstan í há- skólavalinu nú ísumar. Þaðsem liðið vantar er góður frákastari og ætti Johnson að hjálpa Hornets með það. Það er kominn tími til að losa sig við J.R. Reid, sem gerir, fátt rétt, ogeinnig er kominn tími til að spila örlitla vörn. Liðið getur ekki vonast til neins annars en að lenda í síðasta sæti miðriðilsins og kemst aldrei í úrslita- keppnina með þessum mannskap. Chicago Bulls ÞJÁLFARI: Phil Jackson HEIMAVÖLLUR: Chicago Stad- ium (17.339) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: john Paxson og Michael Jord- an. Framherjar: Scottie Pippen og Horace Grant. Miðherji: Bill Cartwr- ight. UMSÖGN: Chicago Bulls, sem varð, sem kunnugt er, heimsmeistari ífyrra, hefurfrábæra körfuboltamenn á sínum snærum. Öllum sem fylgjast með íþróttinni, er snilli Michael Jord- an og Scottie Pippen að góðu kunn. Varamenn liðsins hafa bætt sig mikið á síðustu tímabilum og eru B.J Arm- strong (8,8 stig) og Stacey King báðir ungir og upprennandi. Helsti styrk- leiki liðsins í vetur kemur til með að vera hraðinn en liðið er án efa það „fljótasta" í deildinni. Nautahjörðin frá Chicago mun koma til með að keyra yfir flesta andstæðinga sína í vetur eins og siðast og verður ill- stöðvanleg. Cleveland Cavaliers ÞJÁLFARI: Lenny Wilkins HEIMAVÖLLUR: Richfield Colis- eum (20,273) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: Mark Price og John Battle. Framherjar: Larry Nanceog Winston Bennett. Miðherji: Brad Daugherty UMSÖGN: Brad Daugherty og Larry Nance urðu að halda uppi liði sem átti við mikil meiðsli að stríða í fyrra og það tókst þeim auðvitað ekki. Cleveland má ekki við því að vera leikstjórnandalaust annað árið í röð svo að Mark Price verður að ná sér af meiðslum þeim er hann á við að stríða. Liðið vantaði góða skot- menn og fékk því John Battle frá At- lanta Hawks en það er ekki nóg. Fyrir aðeins þremur árum vann liðið 57 leiki en hefur ekki náð að fylgja því eftir vegna mikilla meiðsla lykil- manna. Meiðslin eiga eflaust eftir að halda áfram að hrjá leikmenn og lið- ið endar í 6. sæti riðilsins og kemst ekki í úrslitakeppnina. Detroit Pistons. ÞJÁLFARI: Chuck Daly. HEIMAVÖLLUR: The Palace of Auburn Hills (21,454) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: IsiahThomas ogjoe Dumars. Framherjar: John Salley og Dennis Rodman. Miðherji: Bill Laimbeer UMSÖGN: Það eru flestir sam- mála um að veturinn verður erfiður hjá Detroit liðinu. I fyrra var það banamein liðsins að Isiah Thomas meiddist og var lengi frá keppni. Leikmenn liðsins eru farhir að eldast en það hefur lítið verið gert til að yngja upp í herbúðum liðsins. Orlan- do Woolridge kom frá Denver og 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.