Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 62

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 62
Arndís Ólafsdóttir. ARNDÍS SKORAR FYRIR ARSENAL í leikskrá Arsenal, sem gefin var út fyrir leik liðsins gegn West Ham 3. nóvember síðastliðinn, er mynd af Arndísi Ólafsdóttur, leikmanni KA á Akureyri. í fyrirsögn segir að Arndísi hafi notið sín vel þegar stúlkurnar skoruðu átta mörk. Arndís, sem er „au pair" í London, skrifaði undir samning við Arsenal og lék með varaliði liðsins samkvæmt heimild- um leikskrárinnar. í leikskránni stendur: „Nýi liðsmaður Arsenal hóf ferilinn með nýja liðinu sínu með því að skora þrjú mörk eða „hat-trick" fyrir varaliðið. Framkvæmdastjóri aðal-liðsins fylgdist með leiknum og hver veit nema Arndís fái brátt tæki- færi með því liði." MATTHÁUS SKILINN Svo virðist sem fleira en það sem viðkemur knattspyrnu brjótist innra með þýskum knattspyrnustjörnum þegar þær flytja sig um set og hefja að leika með ítölskum knattspyrnulið- um. Dýrlingur þýskra knattspyrnu- áhugamanna, Rudi Völler, gerði mörgum aðdáenda sinna grikk er hann tilkynnti fyrir nokkru síðan að hann hefði skilið við konu sína og hafið sambúð með ungri ítalskri blómarós. Sparkfræðingarnir þóttust reyndar merkja konuskiptin á leik Völlers en hann þverneitaði að það væri fótur fyrir þeim athugunum. Fyrir um það bil þremur mánuðum fylgdi svo Lothar Mattháus, fyrirliði landsliðsins, í kjölfarið og tilkynnti skilnað við konuna sem hann hafði svo stoltur kynnt fyrir heiminum í miklu verðlaunahófi sjónvarpsstöðv- ar síðastliðið vor. Sú fékk að fjúka eftir 10 ára hjónaband og með henni tvær ungar dætur þeirra. Lothar skipti yfir í yngri konu og annarskonar að eigin sögn. Jurgen Klinsmann lifir á hinn bóginn sínu piparsveinslífi Lothar Matthaus. áframefeinhverhefuráhugaen hann er, samkvæmt fjölmiðlum, alvarlega þenkjandi ungur maður, umhverfis- verndarsinni og náttúrudýrkandi. Klinsmann, fyrst á hann er minnst, er hættur við að hætta að leika knatt- spyrnu 1992 eins og hann var búinn að lýsa yfir. Hann er búinn að gera samning við Inter Milan til 1996. „MAGIC" EKKI SÁ FYRSTI Það vakti heimsathygli þegar Earv- in „Magic" Johnson kom fram á blaðamannafundi og tilkynnti að hann hefði, við læknisskoðun, greinst með HIV veiruna í blóðinu. Fólk hrökk við enda geysilega vin- sæll íþróttamaður sem hlut átti að máli — íþróttamaður sem enn var í fremstu röð. Kjarni málsins hjá John- son, á áðurnefndum blaðamanna- fundi, var sá að allir gætu átt það á hættu að fá þennan illræmda sjúk- dóm ef ekki væri viðhöfð aðgæsla í kynferðismálum. Þetta gilti jú vita- skuld fyrir íþróttafólk eins og aðra (íþróttafólk er nefnilega fólk eins og aðrir — með kosti sína og galla). I umræðunni sem áeftir fylgdi kom fram að Johnson væri „fyrsti" íþrótta- maðurinn sem greinst hefði með HIV veiruna. Þetta er ofmælt en hann er áreiðanlega sá þekktasti. Dr. Thomas Waddell sem fyrir um 20 árum var einn fremsti tugþrautar- maður heims (6. sæti á Ólympíuleik- unum í Mexíkó 1968) fékk þennan sjúkdóm og lést úr honum árið 1987. Eftir að Waddell hætti sjálfur að keppa beitti hann sér fyrir því að komið var á sérstökum íþróttaleikj- um fyrir samkynhneigða (Gay Gam- es) — sem haldnir hafa verið í Banda- ríkjunum. IÞROTTATÆKI Til notkunar í íþróttahúsum. Bernharðs Hannessonar s/f. Suðurlandabraut 12 • sími 91-35810 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.