Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 32

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 32
Tina Lillak, „drottning" finnskra spjótkastara. fylgi að byggja sig vel upp. Þessi há- vaxni kastari, 1.90 m, varð síðar vin- sælasti dægurlagasöngvari Finnlands og lék ennfremur í yfir þrjátíu kvik- myndum. Besti árangur Rautavara var 75.74 m sem hann náði árið 1945. * TOIVO HYYTIAINEN (f. 1925 d. 1978) var í fremstu röð í heiminum í nærri áratug. Vakti fyrst athygli árið 1945, þá tvítugur, með því að kasta 74.55 m. Þótti ekki hafa góða kast- tækni en bætti það upp með keppnis- hörkunni. Hyytiainen varð Evrópu- meistari árið 1950 og náði í brons- verðlaun á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952. Árið 1954 tókst honum loks að slá hið lífsseiga heimsmet Nikkanen frá 1938 með því að kasta 78.98 m. Hyytiainen keppti í mörg ár eftir þetta og kastaði enn yfir 70 m árið 1961. * SOINI NIKKINEN (f. 1923) átti langan en æði skrykkjóttan feril og stóð sjaldnast undir væntingum á stærstu mótunum. Mistókstt.d. herfi- lega á Ólympíuleikunum árin 1948 og 1952 en tókst að ná í bronsverð- laun á Evrópumeistaramótinu árið 1954. Það varfyrstárið1956 að Nikk- inen „sprakk" almennilega útog setti heimsmet, 83.56 m, en hélt því ekki nema í sex daga því Pólverjinn Sidlo bætti það og síðan Egil Danielsen frá Noregi enn betur um haustið á Ól- ympíuleikunum í Melbourne með 85.71 m. Af Nikkinen er það að segja að hann hrundi algjörlega úr æfingu eftir metkastið og komst ekki í Ól- ympíulið Finna þetta ár og náði reyndar aldrei að kasta yfir 75 m eftir þetta. * PAULI NEVALA (f. 1940). Nevala bætti landsmet Nikkinen árið 1961 aðeins tvítugur, með því að kasta 84.23 m. Þótti allan sinn feril yfir- lýsingaglaður og sérlunda. Kom öll- um á óvart með þvíað sigra á Ólymp- íuleikunum í Tokyo árið 1964 með 86.33 m kasti eftir að hafa átt fremur lélegt keppnistímabil. Árið áður hafði hann hins vegar verið skammt frá heimsmeti. Nevala tókst ekki að rjúfa 90 m múrinn fyrr en árið 1969 og hlaut silfurverðlaun á Evrópu- meistaramóti í Aþenu það ár. Hans besta keppnisár var 1970. Þá náði hann sínu besta með 92.64 m og vantaði aðeins 6 sm upp á heimsmet landa síns Kinnunens. Á 30 mótum þetta ár kastaði hann lengra en 85 m. Slæm meiðsl vorið 1971 bundu endi á feril hans. * JORMA KINNUNEN (f. 1942). Þessi smávaxni spjótkastari var eng- um líkur. Aðeins 1.75 m á hæðogum 80 kg, handleggjastuttur en bætti það upp með ótrúlegri snerpu og keppn- ishörku. Kinnunen setti heimsmet í júní 1969 með 92.70 m. Áferli sínum komst hann sex sinnum í úrslit á stór- mótum, þ.e. Ólympíuleikum og Evrópumeistaramótum, þar sem hann náði lengst með silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Mexíco 1968 með 88.58 m kasti. „Litli risinn", eins og hann var oft kallaður, kastaði lengra en 80 m á meira en tvö hundr- uð mótum á fimmtán ára ferli, á árun- um 1964-1978. Sonur Kinnunens, Kimmo, er nýkrýndur heimsmeistari eins og síðar verður vikið að. * HANNU SIITONEN (f. 1949) þótti undrabarn í greininni. Aðeins 16 ára kastaði hann karlaspjótinu 68.40 m. Var mjög stöðugur kastari en óheppinn að slá ekki almennilega í gegn. Vantaði t.d. 18 sm upp á heimsmetið árið 1973 er hann kast- aði 93.90 m og ekki bara einu sinni heldur á tveimur mótum þetta sama ár. Siitonen varð Evrópumeistari árið 1974 en varð í 4. sæti á Evrópumeist- aramótinu árið 1971. Hann náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972 en hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1976. Ferli Siitonens lauk árið 1977 en þá hafði hann kastað átta ár í röð lengra en 88 m á hverju ári. * ARTO HÁRKÖNEN (f. 1959) varð kornungur undragóður. Hlaut 18 ára gamall silfurverðlaun á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1977 með 82.98 m kasti. Tvítugur kastaði hann yfir 90 m, þ.e. 90.18 m. Hárkönen varð í 5. sæti á Evrópum- eistaramótinu 1982 en sigraði síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Á báðum þessum mótum kast- aði hann nákvæmlega sömu vega- lengd eða 86.76 m. Versti óvinur Hárkönen var áfengið og átti hann í miklum erfiðleikum með sjálfan sig á keppnisferlinum en 27 ára hætti hann í spjótkasti og drykkju, frelsað- ist og gerðist predikari í kristilegum söfnuði. * TAPIO KORJUS (f. 1960). Þessi hávaxni Finni, 1.96 sm, hóf ekki að leggja stund á spjótkastfyrren tvítug- ur. Korjus hafði fram að því verið einn allra efnilegasti skíðagöngu- maður Finnlands. Kastaði fyrst yfir 80 m árið 1983, ári síðar náði hann 87.24 m og þá 89.30 m árið 1985. Eftir breytinguna á spjótinu 1986 tókst honum best upp árið 1988 með 86.50 m. Sigraði á Ólympíuleikum í Seoul með 84.28 m. Korjus hætti þátttöku í spjótkasti skömmu síðarog sneri sér að þjálfun. * SEPPO RÁTY (f. 1962). Ráty (1.88 m hæð, 105 kg) sló fyrst rækilega í gegn áöðru Heimsmeistaramóti sínu í Róm 1987 er hann setti tvö finnsk met og stóð að lokum uppi sem heimsmeistari í greininni. Fram að þeim tíma hafði hann átt í miklu basli 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.