Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 11
Smith. James Worhty og Sam Perkins eru frábærir framherjar og mun Worthy nú verða leiðtogi liðsins inni á vellinum. Lakers án Magic eru eins og jólin án jólasveinsins. Liðið mun verða lengi að bæta upp missinn en kemst þó í úrslitakeppnina og verður í 3. eða 4. sæti síns riðils. Phoenix Suns ÞJÁLFARI: Cotton Fitzsimmons. FHEIMAVÖLLUR: Veterans Mem- orial Coliseum (14.519) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: Kevin Johnson ogjeff Horna- cek. Framherjar: Tom Chambers og Dan Majerle. Miðherji: Andrew Lang. UMSÖGN: Liðið hefur á að skipa mörgum ungum og hæfileikaríkum leikmönnum sem ættu að geta náð langt. Það hefur verið búistvið miklu af liðinu síðan þaðsigraði LA Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar 1990. Tom Chambers og Kevin John- son hafa verið aðalmenn liðsins und- anfarið en nú munu Dan Majerle og Jeff Hornacek bætast í kjarnann. Tom Chambers má muna sinn fífil fegri eftir að hafa verið í stjörnuleiknum nánast á hverju ári. Hann náði sér ekki á strik í fyrra — lenti í meiðslum og í basli með að finna körfuna. Phoenix liðið verður samt sterkt í vet- ur. Það ætti að ná öðru sæti í Kyrra- hafsriðli og verður skemmtilegt í úr- slitakeppninni. Portland TrailBlazers ÞJÁLFARI: Rick Adelman HEIMAVÖLLUR: Portland Mem- orial Coliseum (12,880) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: Terry PorterogClyde Drexler. Framherjar: Jerome Kersey og Buck Williams. Miðherji: Kevin Duckworth. UMSÖGN: Flestir bjuggust við að Portland myndi hampa bikarnum í fyrra. Liðið spilaði frábærlega á tíma- bilinu en svo tók að halla undan fæti þegar í úrslitakeppnina kom. Port- land datt úr keppni gegn Lakers í úr- slitum vesturdeildarinnar. Byrjunar- liðið er frábært og varamennirnir góðir. Clyde Drexler er einn besti leikmaður deildarinnar og Terry Por- ter í hópi bestu leikstjórnenda. Liðið á að geta unnið titilinn í vor en þá verður Duckworth að sýna að hann geti spilað af 100% krafti alla leiki. Portland mun vinna flesta leiki í vest- urdeildinni og verður þar af leiðandi efst í Kyrrahafsriðlinum Sacramento Kings ÞJÁLFARI: Dick Motta HEIMAVÖLLUR: Arco Arena (16.750) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: Spud Webb og Mitch Richm- ond. Framherjar: Lionel Simmons og Wayman Tisdale. Miðherji: Duane Causwell. UMSÖGN: Sacramento vann 24 leiki ogtapaði aðeins 17 á heimavelli í fyrra — ansi gotteða hvað? Það sem skyggir þó á þennan glæsilega árang- ur á heimavelli er að Kóngarnir unnu aðeins 1 leik á útivelli, töpuðu 40 — ansi lélegt eða hvað? Það er þó margt gott við liðið. Lionel Simmons var valinn annar besti nýliðinn í fyrra, Tisdale og Antione Carr eru líka ágætir framherjar. Spud Webb er kominn frá Atlanta, Sacramento fékk Mitch Richmond frá Golden State og lét Billy Owens ístaðinn. Aðalvanda- mál liðsins í vetur verður að það hef- ur engan almennilegan miðherja. Vegna þessa vandamáls mun liðið lenda í neðsta sæti síns riðils eins og í fyrra. Seattle Supersonics ÞJÁLFARI: K.C Jones HEIMAVÖLLUR: Seattle Center Coliseum (14.200) Jordan í ham! LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: Gary Payton og Ricky Pierce. Framherjar: Shawn Kemp og Derrick McKey. Miðherji: Benoit Benjamin. UMSÖGN: Liðið er yfirfullt af stjörnuleikmönnum. Ricky Pierce, Benoit Benjamin, Eddie Johnson, Shawn Kemp og Derrick McKey geta allir skorað 30 stig í leik. Þrátt fyrir þennan frábæra mannskap skreið liðið rétt yfir það mark að vinna helming leikja sinna á síðasta tíma- bili, vann 41 en tapaði 41. Shawn Kemp er talinn eiga ótrúlega mikla möguleika fyrir sér í deildinni. Ef hann nærað blómstra ívetur þá verð- ur liðið ógnvænlegt. Samt sem áður verður liðið að láta sér lynda 5. sæti riðilsins en ef allt gengur að óskum á það möguleika á því 4. Miðvesturriðill Dallas Mavericks ÞJÁLFARI: Richie Adubato HEIMAVÖLLUR: Reunion Arena (17.007) LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ: Bak- verðir: Derek Harper og Rolando Blackman. Framherjar: Rodney McCrey og Terry Davis. Miðherji: James Donaldson. UMSÖGN: ífyrra bjóstfjöldi fólks við að Dallas kæmist alla leið íúrslit- in. Aðalmaður þeirra, Roy Tarpley, meiddist eftir 5 leiki og er nú í ævi- Magic verður fjarri góðu gamni í vet- ur og mikill sjónarsviptir af honum. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.