Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 48

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 48
Á LÍIMUIMIMI ÁRNI SAMÚELSSON, BÍÓSTJÓRI Er það rétt að þú eigir A-landsleik í handbolta? (Árni lék á árum áður handbolta, körfubolta og fótbolta með góð- um árangri). „Já, það er rétt. Þessi eini A-lands- leikur minn var á móti Svíum 1964 eða 1965 og var leikinn að Háloga- landi. Eg var einnig í fyrsta unglinga- landsliði Islands í handbolta sem var sentá Norðurlandamót til Danmerk- ur 1962. Við vorum með gott lið og unnum Finna, gerðum jafntefli við Norðmenn en töpuðum naumlega fyrir Dönum og Svíum. í þessu liði voru m.a.: Hörður Kristinsson, Lúð- vík Lúðvíksson, Þorsteinn Björnsson, Hans Cuðmundsson, Kristján Stef- ánsson, Rósmundur Jónsson, Sigurð- ur Einarsson og fleiri góðir menn." — Með hvaða félagsliði lékst þú? „Ég lék alltaf með Ármanni í hand- bolta og körfubolta en svo var ég í Val í fótboltanum. Ég hætti ífótboltanum í 2. flokki og var þá orðinn nokkuð góður og má eiginlega segja að ég hafi hætt á toppnum! Á þessum tíma fór mér að leiðast í fótboltanum og fannst nóg að vera í handboltanum og körfunni. Með mér í fótboltanum léku menn eins og t.d. Bergur Guðnason, Þorsteinn Sívertsen og Friðrik Sophusson." — Hvenær hættir þú í handboltan- um? „Þaðvar1968. Eftir dauðsfall ífjöl- skyldu konunnar varð ég að taka við fyrirtæki í Keflavík og hafði þess vegna ekki tíma fyrir íþróttirnar." — Eitthvert skemmtilegt atvik sem þú manst eftir úr handboltanum? „Já, ég man mjög vel eftir því enn- þá. Það var í Reykjavíkurmóti á móti Val fyrsta árið sem að keppt var í Laugardalshöllinni. Mér gekk mjög vel í leiknum og var búinn að skora 4 mörk á fyrstu 8 mínútunum. Svo á ég skot á markið, höndin lendir óvart í höfðinu á Stefáni Sandholt, boltinn fór í slána og yfir völlinn og þannig lauk þessum leik fyrir mig og Stefán því að hann rotaðist og ég handar- brotnaði." — Stundar þú einhverjar íþróttir núna? „Já, ég syndi 500 metra á hverjum degi og geri æfingar á eftir. Þetta hef ég gert síðustu 4 árin og ég finn að þetta gerir mér mjög gott." KARL ÞÓRÐARSON, KNATTSPYRNU- MAÐUR Hvað ætlar þú að gera næsta sumar, Kalli? (Karl hefur ákveðið að hætta að leika með meistaraflokki eftir 20 ár í eldlínunni). „Ég ætla að eyða því með fjöl- skyldunni, það er kominn tími til að maður taki sumarfrí eins og annað fólk. Það er ekki seinna vænna að vera með börnunum eitt sumar áður en þau fara að heiman."(Börnin eru 7 og 13 ára). — Verður þú til taks ef illa fer að ganga Í1. deildinni hjá Akranesliðinu næsta sumar? „Nei, ég efast nú um það. Ég fékk líka viðurkenningu frá KSÍ á dögun- um þar sem stendur: 20 áraferill öðr- um til eftirbreytni þannig að það er búið að samþykkja það að ég hætti. Ég er byrjaður að leika mér með Old Boys og á eftir að spila með þeim í sumar vegna þess að það er ekki hægt að hætta svona einn, tveir og þrír." — Ætlar þú að fara út í þjálfun? „Ég hef nú fengið nokkur tilboð en hef beðið alla að bíða í a.m.k. 1 ár vegna þess að ég ætla alveg örugg- lega að taka mér frí í 1 ár." — Hvernig heldur þú að Skagalið- ið eigi eftir að spjara sig í 1 .deildinni næsta sumar? „Mér líst mjög vel á liðið og spái því hiklaust í einu af þremur efstu sætunum strax næsta sumar," sagði Karl að lokum. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.