Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 52

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 52
Þegar Magic tilkynnti það á blaða- mannafundi, þann 7. nóvember síð- astliðinn, að hann myndi hætta að spila körfuknattleik brá fólki svo sannariega í brún. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun hans var þó enn átakanlegri. Hún var nefnilega sú að í Ijós hafði komið að hann er haldinn HIV veirunni, þeirri sem í fyllingu tímans mun koma til með að þróa eyðni í líkama þessa ótrúlega körfu- knattleiksmanns. Magic mætti á blaðamannafund- inn, brosandi þessu fræga brosi sínu eins og venjulega. Þegar hann til- kynnti um ákvörðun sína fór fréttin eins og eldur í sinu um allan heim. Allir fréttatímar útvarps- og sjón- varpsstöðva Bandaríkjanna höfðu þessa frétt fyrsta og öll dagblöð landsins voru með myndiraf Magic á forsíðunni. Fréttin þótti svo ótrúleg að fæstir trúðu henni í fyrstu enda hefur Magic alltaf verið fyrirmynd milljóna ungmenna í Bandaríkjunum og víðar. Hvern hefði grunað að þessi ógnvænlegi sjúkdómur myndi neyða hann til að hætta? Að vísu hafði fólk vitað að Magic lifði lífi sem oft ein- kennir eftirsótta piparsveina, þ.e. hann var í sambandi við margar kon- ur. Hann var þó nýbúin að gifta sigen það gerði hann þann 14. september. Þá gekk hann að eiga Cookie Kelly. Kelly þessi er þó ekki smituð og er Earvin „Magic" lohnson, einn stórkostlegasti körfuknattleiksmaður heims, er hættur að keppa því hann er með HIV veiruna í blóðinu Texti: Þórlindur Kjartansson það ótrúleg heppni þar sem hún er nefnilega komin þrjá mánuði á leið. Magic hefur afrekað ýmislegt á ævi sinni. Hann fæddist þann 14. ágúst 1959 í Lansing, Michigan. Faðir hans Earvin Sr. gegndi tveimur störfum svo Earvin yngri lærði fljótt að til þess að framfleyta sér þyrfti að leggja hart að sér. Fljótlega var tekið eftir hæfileik- um Earvins. Hann var hávaxinn, hafði mjög góða knattmeðferð og þegar hann var í menntaskóla leiddi hann lið sitt til sigurs í fylkiskeppni menntaskóla íMichigan. Það varein- mitt í menntaskóla sem Earvin fékk viðurnefnið Magic. íþróttaritari dagblaðsins í borginni fylgdist með Earvin skora 36 stig, taka 18 fráköst, eiga 16 stoðsendingar og stela 20 boltum íeinum leik. Blaðamaðurinn gekk til unga mannsins eftir leikinn og sagði að hann þyrfti að fá eitthvert viðurnefni. Blaðamaðurinn stakk upp á nafninu Magic sem á íslensku útlegst sem Galdur. Earvin sagði bara „já allt í fína" og síðan hefur hann ekki verið þekktur undir öðru nafni en Magic af körfuboltaáhugamönn- um. Það er oft sagt að ein mynd segi meira en þúsund orð en það orð, sem Magic hefur sem gælunafn, segir ef- laust meira en þúsund myndir um hvernig hann spilar körfuknattleik. Eftir að Magic hafði lokið námi við Everett menntaskólann í Lansing 52 GALDRAMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.