Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 56

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 56
Enginn leikmaður fyrr eða síðar het'ur skynjað hvað er að gerast inni á vell- inum eins vel og Magic gerir. Hann er stór og sterkur en samt nógu leik- inn og fljótur til að geta spilað stöðu leikstjórnanda. Það þarf eitthvað mikiðaðgangaátil þess aðég komist á þá skoðun að Magic johnson sé ekki besti leikmaðurallratíma. Hann hefur unnið of marga titla til þess að hægt sé að halda öðru fram. Julius Erving sagði eitt sinn um Magic: „Magic er eini leikmaðurinn sem get- ur spilað eins og hann eigi leikinn þrátt fyrir að hann skori aðeins 2 stig." Nú er aðeins hægt að fylgjast með Magic á gömlum vídeóspólum og er ólíklegtað hann muni taka afturfram skóna. Þó hefur hann gefið í skyn að ef hann verði hraustur þá muni hann spila á Ólympíuleikunum. Það væri svo sannarlega góður endir á frábær- um ferli. ÞETTA SÖGÐU ÞEIR... þegar þeir fréttu að Magic Johnson ætlaði að hætta að leika körfubolta. MICHAEL JORDAN (Chicago Bulls): „Eg var í bílnum mínum þegar Magic hringdi í mig og sagði mér tíðindin. Ég varð að aka út í kant og stöðva bílinn, svo mikið áfall var þetta. Hann var mjög yfirvegaður í símanum. Magic er ótrúlega hug- Michael Jordan. rakkur maður. Þegar hann sagði mér hvernig málum væri háttað spurði ég samstundis hvort ég gæti ekki gert eitthvað fyrir hann. Hann svaraði strax: „Haltu áfram að lifa eðlilega!! Magic er mjög sterkur persónu- leiki sem veit hvað hann vill og hvernig á að bregðast við. Ég er ekki viss um að ég gæti brugðist við á svipaðan hátt og hann ef þetta henti mig. Sem vinur og leikmaður í NBA- deildinni mun ég leggja honum lið hvenær sem honum þóknast." ISIAH THOMAS (Detroit Pist- ons): „Magic hefur ekkert breyst. Hans mottó í lífinu er að hjálpa öðrum eftir fremsta megni. Það verður seint full- þakkað og ég met hann mikils sem leikmann og félaga." GEORGE BUSH (Forseti Bandaríkjanna): „I mínum augum, í augum allra þeirra, sem dá og hrífast af körfukn- attleik, og í augum allra Bandaríkja- manna er Magic hetja. Ég er mjög sorgmæddur. Magic er einstakur persónuleiki. I raun á ég erfitt, á þessu stigi, með að tjá mig um það hversu mikils ég met hann. í dag er öll þjóðin miður sín því þetta eru sorgarfréttir." KAREEM ABDUL JABBAR (vin- ur og fyrrum leikmaður Lak- ers): „Ég elska Earvin. Það er með ólík- indum hvernig hann tekur á þessum málum. Magic er goðsögn og hann mun berjast fyrir lífi sínu af sama krafti og hann barðist í körfuboltan- um. Ég er viss um að hann fer með sigur af hólmi." PAT RILEY (fyrrum þjálfari Lakers): „Þetta er sorgardagur í lífi körfu- boltaunnenda. Ég votta Earvin og fjölskyldu hans samúð mína og sömuleiðis þeim milljónum einstakl- inga sem hafa þörf fyrir samúðar- kveðjur á þessari stundu." DAN MAJERLE (Phoenix Suns): „Þetta er líklega mesti sorgardagur í lífi mínu." Alltaf cKKSi^.. . allsstaðar 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.