Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 63
JORDAN HAFNAÐI
BOÐI FORSETANS
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, er ansi dulegur við að heiðra
íþróttahópa og skapa sér þar með
ákveðnar vinsældir. Skömmu eftir að
Chicago Bulls varð meistari í NBA
deildinni bauð hann liðsmönnum
Bulls til samsætis þar sem þeir voru
heiðraðir. Öllum til mikilla von-
brigða sá aðalstjarna liðsins, Michael
Jordan, sér ekki fært að mæta því
hann sagðist vilja njóta þess að vera
með fjölskyldunni loksins þegar
hann ætti frí. Fjölmiðlar í Chigaco
sökuðu Jordan fyrir það að sýna for-
setanum lítilsvirðingu og tóku
ástæðu fjarvistar hans ekki trúanlega
því hann hafði verið að leika golf
deginum áður. Sumir leikmenn Bulls
urðu líka svekktir vegna fjarvistar
Jordans en þegar ákveðið tímarit
grennslaðist fyrir um það hjá forseta-
skrifstofunni hversu mörg lið væru
heiðruð á þennan hátt á ári hverju
kom annað hljóð í strokkinn. Stað-
reyndin er nefnilega sú að tugir liða
eru heiðruð árlega á þennan hátt og
daginn eftir að Chicago Bulls var í
samsæti með forsetanum mætti
Phil Jackson, þjálfari Chicago Bulls
og Michael Jordan.
bandaríska golflandsliðið til forset-
ans. Enginn amaðist út í þá þrjá frægu
kylfinga sem létu ekki sjá sig hjá for-
setanum. Skyldi forsetinn vera að
tryggja sér atkvæði með þessum
uppákomum? Að minnsta kosti var
Jordan ekki að snobba fyrir forsetan-
um ogfannst engin ástæða til þess að
taka í „spaðann" á honum.
KVIKMYNDA-
STJARNAN KARL
MALONE
Aðalstjarna körfuknattleiksliðsins
Utah Jazz í NBA deildinni, Karl Ma-
lone, hefurmjögákveðnarskoðanirá
kvikmyndum og kvikmyndaleik.
Sjálfur het'ur hann komist með stóru
tærnar í kvikmyndir því sumarið
1990 lék hann í kúrekamynd. Helstu
skilyrði sem Malone seturfyrir því að
leika í kvikmynd eru þau að hann fái
aðalhlutverkið og að hann leiki góða
gæjann. Þegar Malone var spurður
að því hverja hann vildi helst fá sem
mótleikara komu þrír leikarar upp í
huga hans; Mel Gibson, Danny Glo-
verog Arnold Schwarzenegger. „Mér
líkar við harða karla," segir Malone.
„Þær myndir sem ég horfi helst á
eru spennumyndir og stríðsmyndir.
Ég hefeinniggaman af dýralífsmynd-
um. Konan mín er alltaf að reyna að
fá mig til að horfa á rómantískar
myndiren henni hefurekki tekist það
ennþá." Eftirtaldar fimm myndir eru í
mestu uppáhaldi hjá Malone:
Leathal Weapon 1 og 2, Delta For-
ce, The Intruder og Predator 2.
VISSIR ÞÚ . ..
* að Einar, fyrrum landslið-
smarkvörður í handbolta, og Eiríkur
Þorvarðarsynir, markvörður I.
deildarliðs Breiðabliks í knatt-
spyrnu, eru bræður. Faðir þeirra,
Þorvarður Áki, var sömuleiðis
markvörðurog lék um nokkurra ára
skeið með KA.
* að Eiríkur Þorvarðarson fót-
brotnaði í sumar þegar hann var að
gera æfingu sem lan Ross notaði
mikið hjá Val. Þá var Hörður Hilm-
arsson aðstoðarmaður Ross og var
greinilega ekki búinn að gleyma
æfingunni. Málið var bara það að
Stefán Arnarson, markvörður, fót-
brotnaði með Val þegar hann gerði
sömu æfingu.
* að liðsstjórar Fram í knatt-
spyrnu, Vilhjálmur Hjörleifsson og
Astþór Óskarsson, hafa verið á
bekknum hjá Fram í 13 ár — eða
síðan 1979 og fara örugglega að
nálgast heimsmet hvaða varðar liðs-
stjórn í Evrópuleikjum. Fram hefur jú
tekið þátt í Evrópukeppninni þessi 13
ár að tveimur undanskildum.
* að Markús Örn Antonsson, borg-
arstjóri, æfði knattspyrnu með Vík-
ingi þegar hann var yngri —: eða
gerði að minnsta kosti heiðarlega til-
raun til þess. Markús mætti á þrjár
æfingar og alltaf í gúmmístígvélum.
Þá fannst þjálfaranum nóg um og
sagði að hann þyrfti ekki að mæta
oftar.
* að Guðmundur Guðmundsson,
þjálfari og leikmaður með Víkingi í
handbolta, sem er oft kallaður
Gummi „litli", bjó einu sinni í Litla-
gerði í Smáíbúðarhverfinu!
* að Lárus Sigurðsson, sem hefur
ákveðið að leika með Þór í 1. deild-
inni á aðeins einn leik að baki í 1.
deild — einmittgegn Þór. Hann hef-
ur hinsvegar setið á bekknum hjá
Val í rúm fjögur ár þrátt fyrir ungan
aldurogá því yfir 100 leiki á bekkn-
um. Til gamans má geta þess að
hann hefur stundum verið nefndur
Lárus M. Sigurðsson eftir að hann
fékk tvö M eftir glæsilega frammist-
öðu gegn Þór og hefur því hlutfails-
lega hlotið fleiri M en nokkur annar
leikmaður í deildinni!
* að Magic Johnson hefur átt
9921 stoðsendingu á ferli sínum í
NBA deiidinni. Þar er allt vandlega
skrásett.
* að BÍ á ísafirði stendur ekki
lengur fyrir Badmintonfélag ísa-
fjarðar. Núna heita nýliðar 2. deild-
ar í knattspyrnu, Boltafélag ísafjarð-
ar.
* að af þeim 165 liðum sem eru
innan vébanda FIFA hafa 136 lið
tilkynnt þátttöku í næstu undan-
keppni heimsmeistarakeppni. Ef
hin liðin hafagleymtað tilkynnasig
er það orðið of seint því „deadline"
var 15. september.
63