Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 31
sóttar og rætt við starfsmenn um fjöl- þætt starf sambandsins. Hver ástæðan er fyrir því að spjótkast stendur svo upp úr varðandi stöðugleika er hins vegar erfitt að skýra og alls ekki einvörðungu með áðurgreindum velvilja og stuðningi almennings og yfirvalda. Eins og líkindi eru til er sífellt reiknað með finnskum spjótköstur- um í fremstu röð á stórmótum, þ.e. Ólympíuleikum, Evrópumeistara- mótum og Heimsmeistaramótum og ótrúlega oft hafa þeir staðið undir væntingum. Hér á eftir munu talin upp nöfn í tímaröð og árangur helstu verðlauna- hafa Finna. Áður skal þess þó getið að eini sanngjarni samanburðurinn er sá að bera viðkomandi íþróttamenn saman við samtíðarmenn og keppinauta en bera ekki saman t.d. árangur frá 1930 og 1990. Einnig verður að hafa í huga þróun spjótsins með tilliti til svif- hæfni. Nú síðast á þingi IAAF (Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins) er var haldið í Tokyo í ágúst, var sam- þykkt að banna þau spjót sem verið hafa í notkun síðustu misserin og m.a. var keppt með í Tokyo. Mun bannið taka gildi frá og með 21. sept- ember og kastlengd i r styttast væntan- lega eitthvað í kjölfarið. Allar þessar tilfærslur hafa þó ekki breytt einni staðreynd varðandi spjótkastið - Finnarnir eru alltaf í fremstu röð. * JULIUS „JUHO" SAARISTO (f. 1891 d. 1969) sigurvegari í spjótkasti beggja handa á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912, aðeins 21 árs að aldri, með 61.00 + 48.42 (vinstri h.) = 109.42 m. Þetta var í eina skiptið sem keppt var í spjótkasti beggja handa. Um vorið 1912 varð hann fyrstur til að kasta spjóti yfir 60 m, eða 61.45 m, en það fékkst aldrei staðfest vegna „meðvinds", svo fáránlegt sem það kann að virðast í dag. Besti árangur hans var 62.39 m. * JONNI MYYRA (f. 1892 d. 1955) sigraði tvisvar á Ólympíuleikum, 1920 og 1924, og í sögu nútíma Ól- ympíuleika hafa aðeins tveir menn unnið þetta afrek í spjótkastinu. Sví- inn Erik Lemming sigraði 1908 og 1912. Myyra kastaði 65.78 m á Ól- ympíuleikunum 1920 í Antwerpen og 62.96 m á Ólympíuleikunum í París 1924, þá meiddur. Myyra setti fyrst heimsmet árið 1919 með því að kasta 66.10 m. Árið 1925 flutti hann til Bandaríkjanna og kastaði þar sitt lengsta kast í Richmond, 68.55 m, en það fékkst aldrei staðfest sem heims- met. * EINA PENTTILLA (f. 1906 d. 1982) setti heimsmet árið 1927 með 69.88 m kasti. VarmeidduráÓlymp- íuárinu 1928 en náði bronsverðlaun- um á Ólympíuleikunum í Los Angel- es 1932. Náði sínum besta árangri það ár með 70.64 m. * MATTI JÁRVINEN (f. 1909 d. 1985) af mörgum talinn „konungur" spjótkastaranna. Járvinen var fæddur inn íeinhverja mestu frjálsíþróttafjöl- skyldu sem um getur í Finnlandi. Faðir hans, Verner, var fyrsti Ólymp- íusigurvegari Finna, sigraði íkringlu- kasti (grískri aðferð) árið 1906. Eldri bræður Járvinens voru í fremstu röð í heiminum í sínum greinum. Yrjö í spjótkasti, Kalleátti um tíma Evrópu- metið í kúluvarpi og Akilles var í fremstu röð í tugþraut og hlaut verð- laun bæði á Ólympíuleikunum í Am- sterdam 1928 og Los Angeles 1932. Matti Járvinen setti tíu sinnum heimsmet á ferlinum, bætti metið úr 71.57 m árið 1930 upp í 77.23 m árið 1936. Matti sigraði á Ölympíuleikun- um 1932 með 72.71 m en Finnarnir Matti Sippala (silfur) og Eino Penttilla (brons) fylgdu á eftir. Matti varð Evrópumeistari 1934 og 1938 en á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 varð hann að sætta sig við 5. sæti, þá plag- aður af meiðslum. Matti kastaði fimmtíu og sjö sinnum lengra en 73 m í keppni og árið 1951, þá 42 ára gamall, kastaði hann 63.84 m. Þess má geta að hann var ágætur lang- stökkvari, náði best 7.26 m. * YRJÖ NIKKANEN (f. 1914 d. 1985) kastaði 71.30 m tvítugur, eftir skamman æfingarundirbúning. Hans besta keppnisár var 1938, þar sem honum tókst á sex mótum að kasta lengra en 75 m. Þar af tvisvar heims- met, fyrst 77.87 m í ágúst og síðan 78.70 m í október en það met stóð í 15 ár. Ekkert heimsmet í spjótkasti hefur staðið jafn lengi. Nikkanen varð að gera sér silfurverðlaun að góðu á þeim stórmótum sem hann tók þátt í, þ.e. Ólympíuleikunum 1936 í Berlín og Evrópumeistaramót- um árin 1938 og 1946. * TAPIO RAUTAVARA (f. 1915 d. 1979) Ólympíusigurvegari á Ólymp- íuleikunum í London árið 1948. Átti í æsku við ýmis veikindi að stríða, þ.á.m. beinkröm, en tókst með harð- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.