Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 54

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 54
Magic hefur ávallt verið „konungur" glæsilegra sendinga. ákvað hann að fara í Michigan State háskólann. Þar leiddi hann lið skól- ans í úrslitaleik NCAA (íþróttasam- band bandarískra háskóla) þar sem hann og hans lið mættu Indiana State sem hafði engan annan en Larry Bird í broddi fylkingar. Þar varð upphafið að samkeppninni á milli Larry Bird og Magic sem hélt svo áfram í at- vinnumennskunni. Umfjöllun um þennan leik, sem Michigan State vann á endanum, varð svo mikil að þegar Larry Bird og Magic Johnson fóru í NBA deildina varð mikil upp- sveifla ídeildinni en áður var hún svo illa stödd að allt stefndi í gjaldþrot. Ferill Magic í NBA deildinni hófst þegar hann var valinn fyrstur allra í háskólavalinu, hann varvalinn af Los Angeles Lakers. Magic spilaði stór- kostlega sem nýliði og var annar í kjöri um besta nýliða ársins en það var ekki það merkilegasta sem átti eftir að gerast á árinu. Los Angeles Lakers komust í úrslit — unnu 3 af fyrstu 5 leikjunum gegn Philadelphiu en þeirþurftu aðvinna4.1 6. leiknum gátu Lakers tryggt sér meistaratitilinn en það var aðeins eitt sem virtist geta stöðvað sigurgöngu liðsins, aðal- stjarna Lakers á þeim tíma, sjálfur Kareem Abdul-Jabbar var meiddur og gat ekki spilað. Þá ákvað Paul Westhead að láta Magic Johnson spila stöðu Jabbar á vellinum, stöðu miðherja. Það var á þessu kvöldi sem hann varð stjarna, hann skoraði 42 stig, tók15 fráköst, átti 7 stoðsending- ar, stal boltanum þrisvar og varði hann einu sinni. Eftir þetta kvöld þekktu allir þennan broshýra og frá- bæra körfuknattleiksmann. En þetta var aðeins upphafið því Earvin John- son átti heldurbetureftirað látatil sín taka í körfuboltanum. Næsta ár var honum þó erfitt því hann átti við meiðsli að stríða og missti af 45 leikj- um. En Magic hefði verið sama um það ef ekki hefði komið til að Lakers töpuðu fyrir Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það sumar gerði Lakers liðið einn ótrúlegasta samning við Magic sem nokkur íþróttamaður hefurfengið; Lakers samningsbundu Magic í 25 ár og fyrir það fengi hann $1.000.000 á ári — 60 milljónir ís- lenskra króna. Þriðja tímabil hans í deildinni var frábært hjá honum, hann varð efstur í deildinni í stolnum boltum og annar í stoðsendingum. í úrslitakeppninni komust Lakers nokkuð auðveldlega í úrslit og unnu þar Philadelphia 76ers. Magic var útnefndur besti leikmaður úrslita- keppninnar í annað sinn á ferlinum. Lakers komust aftur í úrslit 1983 en töpuðu þá fyrir Dr.J, Moses Malone, Mo Cheeks og félögum í Philadelp- hiu. Lakers komust enn í úrslit 1984 en töpuðu þá fyrir Boston Celtics. Ár- ið 1985 mættust svo liðin aftur. Lak- ers, með Magic í broddi fylkingar, voru þyrstir í hefndir. Lakers unnu og það árið var Magic með 15,2 stoð- sendingar að meðaltali í allri úrslita- keppninni. Los Angeles Lakers tókst ekki að komast í úrslit árið 1986 en á tímabil- inu 1986-87 unnu Lakers 65 leiki en töpuðu aðeins 17. Magic var ótrúleg- ur á tímabilinu, hann varð tíundi í deildinni í stigaskorun, skoraði að meðaltali 23,9 stig. Þrátt fyrir að hann hefði aldrei skorað eins mikið þá tókst honum að verða efstur í deildinni í stoðsendingum með 12,2. Eftir þetta ótrúlega tímabil var hann útnefndur besti leikmaður deildar- innar í fyrsta skiptið á ferlinum. Ekki var Magic síðri f úrslitakeppninni. Eftir að Lakers höfðu komist í úrslit ætlaði Magic svo sannarlega ekki að láta þá tapa. Hann skoraði þegar lið- ið þurfti, hrifsaði til sín fráköst að vild TITLAR OG VIÐURKENNINGAR MAGIC JOHNSON * Valinn besti leikmaðurinn í NBA-deildinni árin 1987, '89 og '90. * Valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar frá 1983 til 1991. * Valinn besti leikmaður All Star leiksins árið 1990. * Valinn besti leikmaður í úrslitaleikjum í NBA-deildinni árin 1980, '82 og '87. * Valinn sá leikmaður sem átti bestu sendingarnar r NBA árin 1983, '84, '86 og '87. * Stal bolta oftast á keppnistímabilinu '81 og '82. * Sigurvegari í NBA-deildinni með Los Angeles Lakers árin 1980, '82, '85, 87 og '88. * Á met í stoðsendingum í leik í NBA-deildinni — samtals 24 sendingar sem gáfu stig. *Ámet ístoðsendingumíundanúrslitum í NBA-deildinni — samtals 15 sendingar. * Á met í stoðsendingum í úrslitaleik í NBA-deildinni'j- samtals 21 sendingar. * Á met í stoðsendingum í All Star leik — samtals 22 sendingar. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.