Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 43
Thomas Doll: Hafði uppi mörg orð
um dásemdir þess að búa í Ham-
borg, framlengdi samning sinn við
HSV um fimm ár. Viku síðar var
hann floginn til Ítalíu.
miklu fremur í þykkt launaumslags-
insog þvíhversu mikið leikmennirnir
sjálfir hafa að segja um eigin framtíð,
um liðið sem þeir ætla sér að leika
með, um landið sem þær ætla að búa
í. Og síðast en ekki síst í því hversu
mikið pláss menn fá á síðum blað-
anna og hversu mikinn tíma í sjón-
varpi og útvarpi. Togstreitan er aug-
Ijós, knattspyrnumennirnir vilja
gjarnan — og þurfa þess líka — vera í
sviðsljósinu en aðeins því sviðsljósi
sem þeim sjálfum hentar og það er
oftast ekki það sem frétta- og blaða-
mennirnir vilja að skíni. Þannig verð-
ur til einhverskonar samræða í gegn-
um fjölmiðla þar sem annar aðilinn
birtir fréttir, hinn ber þær til baka og
svo er beðið þangað til að einhvern
tímann, einhvern veginn, hið sanna
kemur í Ijós. Og áhorfendur, þeir sem
borga brúsann, þeir sem gera stjörn-
um kleift að vera stjörnur og kaupa
fréttir fréttamannanna, vita ekki orð-
ið hvaðan á þá stendur veðrið. Tvö
dæmi: Jurgen Kohler, leikmaður
Bayern Munchen, kom fram grafal-
varlegur í sjónvarpinu, horfði ein-
beittur í linsu kvikmyndatökuvélar-
innar og sagði hægt og skýrt að ekki
nokkur maður með sambönd eða í
tengslum við ítölsk knattspyrnufélög
hefði nokkurn tíma sett sig í samband
við hann. Þremur dögum síðar lagði
Juventus 10 milljónir marka inn á
bankareikning Bayern. Félagi
Kohlers, hinn málglaði Stefan Effen-
berg, lýsti því hinsvegar að hann væri
á leið til Italíu, það færi ekkert á milli
mála. Það reyndist óttalegt bull eins
og svo margt sem Effenberg lætur
hafa eftir sér. Var það nema von að í
lesendabréfum dagblaðanna mætti
finna fleiri og fleiri bréf þar sem
hneykslaðir lesendur kvörtuðu und-
an því að ekki væri lengur nokkuð að
marka það sem atvinnumennirnir
segðu.
ÞRÍR AUSTUR-
ÞJÓÐVERJAR OG FARIR
ÞEIRRA EKKI SLÉTTAR
Thomas Doll var án nokkurs vafa
stærsta stjarnan f Bundesligunni á
síðasta keppnistímabili. Hann átti
stærstan þátt í að lið hans, HSV, náði
á endanum fjórða sæti deildarinnar
eftir magra byrjun. Auðvitað var strax
byrjað að ræða um það að Doll færi
til Italíu og þá fyrr en seinna. Doll
sjálfur var aldeiIisekki á þeim buxun-
um. Fyrst þyrfti hann að aðlagast Iff-
inu vestan við járntjaldið áður en
hann færi að fara til annarra landa.
Matthias Sammer: Mátti bíta í það
súra epli að sitja eftir í Stuttgart þar
sem honum líkaði ekki of vel eftir því
sem hann sjálfur sagði. Sammer varð
fyrstur til lýsa áhuga á ítalska eldhús-
inu.
Til þess að undirstrika þessa skoðun
sína skrifaði hann undir fimm ára
samning við HSV. Viku síðar voru
félagaskipti hans til Lazio Rom full-
frágengin. Tveir fyrrum félagar hans
úr austrinu, þeir Matthias Sammer og
Ulf Kirsten voru reyndar ekki jafn
heppnir. Þeir voru báðir komnir með
samning við ítölsk lið og — að sjálf-
sögðu farnir að læra ítölsku með
Stefan Reuter: Var hann með samn-
ing eða var hann ekki með samning?
Sú spurning gekk allan síðastliðinn
vetur og fékkst ekki svarað fyrr en
undir vor.
lingaphone og borða núðlur í öll mál
— þegar eitthvað óskiljanlegt klikk-
aði og þeir urðu strandaglópar heima
hjá sér með töskurnar hálffullar af
stuttermaskyrtum. Sammer flýtti sér
þá að gera langtímasamning við
Stuttgart svo allir myndu græða nóg
þegar hann færi loks til Italíu sem
enginn efaðist um að yrði bráðlega.
Sammer varð að bíta í það súra epli
að þurfa að reiða sig á að félagaskipti
annarra leikmanna gengju upp.
Hann átti nefnilega að koma í stað
Lothar Matthaus hjá Inter Milan en
Mattháus fór bara ekki neitt og
Sammer varð svo sjálfur að sitja
heima. Halda áfram að leika með
miðlungsliði og miðlungsleikmönn-
um í stað þess að spila innan um
heimsstjörnurnar. Ulf Kirsten var
hins vegar löngu búinn að ganga frá
öllum sínum málum og félag hans,
Bayer Leverkusen, ætlaði sér að
hagnast um 3 milljónir marka á hon-
um þrátt fyrir að hann hafi verið
meiddur og leikið illa mest allt
keppnistímabilið. Hann kom nefni-
legatil Leverkusen fyrir 3 milljónirfrá
Austur-Þýskalandi en Italirnir voru
tilbúnir að borga 6 milljónir eins og
ekkert væri. En málið snerist í hönd-
unum á þeim. Italirnir gátu fengið
Stoikovich á útsöluprís og Kirsten tók
upp úr töskunum með fýlusvip. Öf-
ugtvið Kirsten hafði Stoikovich lækk-
að í verði við að vera meiddur sem
kannski verður að teljast eðlilegra.
43