Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 26
Hinir ungu herramenn, dömurnar sem stíga með þeim dansinn og Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari.
FÓTAFIMI
í DANSI Á VETURNA OG FÓTBOLTA Á SUMRIN Texti: Atli Hilmarsson
Þrír af Islandsmeisturum Fram í 5.
flokki í fótbolta, þeir Egill Skúlason,
Sigurður Óli Sigurðsson og Daníel
Traustason, hafa einnig getið sér gott
orð sem dansarar. Þeir æfa fótbolt-
ann á sumrin, og einu sinni í viku
innanhúss yfir vetrarmánuðina, en í
september taka þeir svo til við dans-
inn og æfa hann þrisvar í viku fram í
lokmaí. Þeirhafastaðiðsigmjögvel í
báðum greinunum og okkur lék for-
vitni á að vita, hjá Hermanni Ragnari
Stefánssyni danskennara, hvort fót-
boltinn og dansinn færi vel saman.
„Já, alveg tvímælalaust. Ég hafði
nú svolitlar áhyggjur af þessu til að
byrja meðen affenginni reynslu með
þessa þrjá stráka og fleiri, sem eru í
dansinum hér hjá mér, getég hiklaust
mælt með þessu saman. Þetta byrjaði
eiginlega fyrir tveimur árum. Fót-
boltaþjálfarinn þeirra tekur eftir því
að þrír strákanna sinna halda mikið
hópinn, sem er auðvitað ekkert
óvenjulegt, og heldur að þeir séu í
sama skóla eða eitthvað þvíumlíkt.
Það kemur síðan í Ijós að þeir eru
saman í dansi. Hann fer nú að taka
eftir því, úti á velli á æfingum, að
þessir þrír hafa áberandi mestu mýkt-
ina í fótunum, þeir hafa mjög góð
hné og eru yfirleitt mjög sveigjanlegir
í fótunum. Þetta fannst þjáltaranum
mjög áhugavert og kom hann hingað
í dansskólann til að fylgjast með
dansæfingum og sjá hvað við erum
að gera hér. Hann sannfærðist um að
dansinn væri mjög góð undirstaða
fyrir fótboltann. Þaðermikil hreyfing
í dansinum og hér stoppa krakkarnir
ekki í þær 50 mínútur sem dansæf-
ingin tekur þannig að þau eru í mjög
góðu formi. Éggettekið sem dæmi að
konan mín og ég höfum kennt dans
síðan 1947 og höfum aldrei fundið
fyrir neinu í fótunum sem jafnaldrar
okkar kvarta mjög yfir. Ef ég fer t.d. á
völlinn með félögum mínum þá er
það ekkert mál fyrir mig að standa og
horfa á einn fótboltaleik en þeir
kvarta mikið." Nú í næstu viku koma
20 strákar úr 4. flokki ÍR í knattspyrnu
og byrja í dansæfingum hjá Her-
manni, gagngert til að fá meiri mýkt í
fæturna. Hermann sagði að ef það
gengi vel yrði örugglega framhald á
jaessu samstarfi fótboltans og dans-
ins.
— Eru einhverjir dansar betri en
aðrir fyrir fótboltamenn?
„Ég myndi segja að suður-amerísk-
ir dansar hentuðu mjög vel, þeir eru
svo mjúkir og þægilegir," sagði Her-
mann.
26