Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 26
 Hinir ungu herramenn, dömurnar sem stíga með þeim dansinn og Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari. FÓTAFIMI í DANSI Á VETURNA OG FÓTBOLTA Á SUMRIN Texti: Atli Hilmarsson Þrír af Islandsmeisturum Fram í 5. flokki í fótbolta, þeir Egill Skúlason, Sigurður Óli Sigurðsson og Daníel Traustason, hafa einnig getið sér gott orð sem dansarar. Þeir æfa fótbolt- ann á sumrin, og einu sinni í viku innanhúss yfir vetrarmánuðina, en í september taka þeir svo til við dans- inn og æfa hann þrisvar í viku fram í lokmaí. Þeirhafastaðiðsigmjögvel í báðum greinunum og okkur lék for- vitni á að vita, hjá Hermanni Ragnari Stefánssyni danskennara, hvort fót- boltinn og dansinn færi vel saman. „Já, alveg tvímælalaust. Ég hafði nú svolitlar áhyggjur af þessu til að byrja meðen affenginni reynslu með þessa þrjá stráka og fleiri, sem eru í dansinum hér hjá mér, getég hiklaust mælt með þessu saman. Þetta byrjaði eiginlega fyrir tveimur árum. Fót- boltaþjálfarinn þeirra tekur eftir því að þrír strákanna sinna halda mikið hópinn, sem er auðvitað ekkert óvenjulegt, og heldur að þeir séu í sama skóla eða eitthvað þvíumlíkt. Það kemur síðan í Ijós að þeir eru saman í dansi. Hann fer nú að taka eftir því, úti á velli á æfingum, að þessir þrír hafa áberandi mestu mýkt- ina í fótunum, þeir hafa mjög góð hné og eru yfirleitt mjög sveigjanlegir í fótunum. Þetta fannst þjáltaranum mjög áhugavert og kom hann hingað í dansskólann til að fylgjast með dansæfingum og sjá hvað við erum að gera hér. Hann sannfærðist um að dansinn væri mjög góð undirstaða fyrir fótboltann. Þaðermikil hreyfing í dansinum og hér stoppa krakkarnir ekki í þær 50 mínútur sem dansæf- ingin tekur þannig að þau eru í mjög góðu formi. Éggettekið sem dæmi að konan mín og ég höfum kennt dans síðan 1947 og höfum aldrei fundið fyrir neinu í fótunum sem jafnaldrar okkar kvarta mjög yfir. Ef ég fer t.d. á völlinn með félögum mínum þá er það ekkert mál fyrir mig að standa og horfa á einn fótboltaleik en þeir kvarta mikið." Nú í næstu viku koma 20 strákar úr 4. flokki ÍR í knattspyrnu og byrja í dansæfingum hjá Her- manni, gagngert til að fá meiri mýkt í fæturna. Hermann sagði að ef það gengi vel yrði örugglega framhald á jaessu samstarfi fótboltans og dans- ins. — Eru einhverjir dansar betri en aðrir fyrir fótboltamenn? „Ég myndi segja að suður-amerísk- ir dansar hentuðu mjög vel, þeir eru svo mjúkir og þægilegir," sagði Her- mann. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.