Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 47

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 47
er hafi verið aðal leikmaðurinn í und- ir 21 árs landsliðinu, þegar Vogts stjórnaði því, og uppáhaldið lands- liðsþjálfarans, neyddist Vogts til að taka hann út úr landsliðshópnum. Hið sama neyddist Vogts til að gera við annan leikmann og þátttakanda í Ítalíusirkusnum, sem einnig mátti þola margt mótlætið síðasta vetur. Thomas litia Hássler, þáverandi leik- mann Juventus og nú AS Roma. Hann vildi aldrei fara til Juventus í upphafi en varð að sætta sig við það, þar sem tilboð Juve var 5 milljónum marka hærra en tilboð Roma. Og þá hafði Hássler litli lítið að segja. Svo kom í Ijós að hann passaði alls ekkert inn íliðiðogengan veginn inn ífram- tíðaráform þjálfarans. Hassler, sem þykir jafn viðkvæmur og Klinsmann er umhverfissinnaður eða Littbarski fyndinn, brá alvarlega við þessi tíð- indi og leið kvalir það sem eftir lifði vetrar, svo miklar að hann missti að lokum alveg taktinn í leik sínum. Berti Vogts fullyrðir hins vegar alltaf að það sé aðeins tímabundið og sam- kvæmt frásögn Hásslers sjálfs hringj- ast þeir Vogts alltaf á vikulega. Vogts segist vilja minna Hássler stöðugt á að þýska landsliðið sé heimili hans. Og Hássler saknar Köln og grætur daga sína þar og Kölnarar gráta Háss- ler... En nú er Hássler kominn til Rómar þar sem félagi hans og vinur, Rudi Völler, bíður eftir honum og þar gengur honum áreiðanlega betur. HVER ER SJÁLFUM SÉR NÆSTUR Mesta peningagalleríið fór fram í kringum fyrirliða þýska landsliðsins, Lothar Mattháus, og þar komu fram allir þeir klækir og allar þær flækjur sem fram geta komið í kringum einn knattspyrnumann. Lothar þykir vera gott dæmi um leikmann sem hefur náð svo sterkri stöðu að hann getur látið hina valdamiklu forseta félags- liða víða um heim sitja og standa eins og honum sýnist hverju sinni. Þessa stöðu er fullyrt að Lothar hafi nýtt sér til fulls síðastliðið vor. Eftir óskaplega gott gengi leikmannsins á síðasta keppnistímabili fannst honum að nú væri tími til kominn að fá einhverja umbun alls síns erfiðis. Hann hefur nefnilega ekki verið með jafn háar tekjuroghonum þykir hann eiga skil- Thomas Hássler: Ekki pláss fyrir þennan litla viðkvæma mann í hörð- um heimi peningafótboltans. Háss- ler var ávítaður fyrir að gefa alltaf allt sitt í leiki Juventus, hvernig sem á stóð; „Hvers virði ertu okkur meidd- ur," var hreytt í hann. Hér ásamt forseta Köln, þegar hann kvaddi fé- lagið. ið. Á síðasta keppnistímabili hafði hann t.d. aðeins helminginn af því sem hollensku stjörnurnar Gullit og Van Basten höfðu, eftir því sem þýsk- ir fjölmiðlar fullyrða. Við þetta gat hann ekki sætt sig og hafði samband viðforsvarsmenn spænska stórliðsins Real Madrid og sagði sínar farir ekki sléttar af dvölinni hjá InterMilan. Bar fyrir sig að þjálfarinn væri illþolandi og hann hlustaði ekkert á hvað Lot- har hefði að segja um leikskipulag liðsins og annað þess háttar. Síðan lýsti Lothar yfir óskaplega miklum áhuga á að leika með Real Madrid og bætti við hversu mikið hann langaði að læra spönsku, kynnast Spáni og „takast á við ný verkefni". Lothar lét alls þessa getið við fjölmiðla en gleymdi því alveg að tilboð Spánverj- anna, sem strax voru áhugasamir, hljóðaði upp á hækkun árslauna hansúraumum2,5 milljónum marka í 15 milljónir. AÐ EIGA TRYGGA FRAMTÍÐ Pellegrini, hinn moldríki forseti Inter Milan, bauðst á móti til að hækka nettóárstekjur Mattháus um 1 milljón og stórmannlega þakkaði stjarnan boð Spánverja og ákvað að leika áfram með Inter. Enda hafði sjálfur Beckenbauer látið í sér heyra gegnum blöð þar sem hann ráðlagði leikmanninum að fara alls ekki til Spánar, þangað hefði hann ekkertað sækja. „Ég hef þegar haft samband við Mattháus," sagði Beckenbauer áhyggjufullur við fréttamenn, eins og hann væri að leiðbeina skólastrák sem seint ætlaði að læra. Mattháus var ófeiminn að láta fjölmiðla fylgjast með samningum sínum og lokavið- ræðurnar við Pellegrini fóru fram í síma þar sem allir þeir blaðamenn gátu hlustað sem vildu, en stjarnan var þá í Þýskalandi við landsliðsæf- ingar. Menn fundu þessum samn- ingaferli Mattháus ýmis orð en flestir virtust sammála um að hann hefði hreinlega kúgað forseta Inter til að hækka við sig launin. Aldrei hefði nokkur alvara verið að baki viðræð- um hans við Real Madrid. ímynd hans meðal almennings beið hnekki vegna þess arna, hann var í mörgum lesendabréfum sakaður um óstjórn- lega peningagræðgi og um þverbak þótti mörgum keyra þegar landsliðs- fyrirliðinn skýrði málið á þann hátt að hann hefði þurft að tryggja fjár- hagslega framtíð sína. Og talaði rétt eins og hann hefði fram að þessu skrimt á lágmarkslaunum. Svo voru minnugir blaðamenn fljótir að rifja upp að rökin sem Mattháus notaði, um áhuga sinn á spönskunni og nýj- um verkefnum, hafði hann áðurgefið lítið fyrir. Árið 1986, þegar þáverandi Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen héldu lokahóftil að fagna sigrinum, lýsti danski leikmaðurinn Sören Lerby þvíyfirfyrirframan sjón- varpsvélarnar að hann ætlaði að skipta yfirtil Frakklandsog leika með AS Monaco. Hann notaði einmitt klisjuna um tungumálið og nýju verkefnin sem rök fyrir félagsskiptun- um og þá hristust axlir Lothar Matt- háus svo mikið af vanþóknun og hlátri að kampavínið hans skvettist yfir nærstadda. Og fleiri sögur komu upp á yfirborðið. Rifjuð voru upp ummæli frá sama ári, 1986, en þá sagði Lothar í viðtali að konan hans sæi um öll peningamálin á heimil- inu, hún væri meira að segja fjandi klár, gæti jafnvel margfaldað sparifé. Hún hefði gert eitthvað með kana- díska dollara nýverið, hann vissi ekki nákvæmlega hvað en árangurinn væri eftirtektarverður, 16,8% hagn- aður... Svo lengi lærir sem lifir. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.