Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Side 32

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Side 32
Tina Lillak, „drottning" finnskra spjótkastara. fylgi að byggja sig vel upp. Þessi há- vaxni kastari, 1.90 m, varð síðar vin- sælasti dægurlagasöngvari Finnlands og lék ennfremur í yfir þrjátíu kvik- myndum. Besti árangur Rautavara var 75.74 m sem hann náði árið 1945. * TOIVO HYYTIAINEN (f. 1925 d. 1978) var í fremstu röð í heiminum í nærri áratug. Vakti fyrst athygli árið 1945, þá tvítugur, með því að kasta 74.55 m. Þótti ekki hafa góða kast- tækni en bætti það upp með keppnis- hörkunni. Hyytiainen varð Evrópu- meistari árið 1950 og náði í brons- verðlaun á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952. Árið 1954 tókst honum loks að slá hið lífsseiga heimsmet Nikkanen frá 1938 með því að kasta 78.98 m. Hyytiainen keppti í mörg ár eftir þetta og kastaði enn yfir 70 m árið 1961. * SOINI NIKKINEN (f. 1923) átti langan en æði skrykkjóttan feril og stóð sjaldnast undir væntingum á stærstu mótunum. Mistókstt.d. herfi- lega á Ólympíuleikunum árin 1948 og 1952 en tókst að ná í bronsverð- laun á Evrópumeistaramótinu árið 1954. Það varfyrstárið1956 að Nikk- inen „sprakk" almennilega útog setti heimsmet, 83.56 m, en hélt því ekki nema í sex daga því Pólverjinn Sidlo bætti það og síðan Egil Danielsen frá Noregi enn betur um haustið á Ól- ympíuleikunum í Melbourne með 85.71 m. Af Nikkinen er það að segja að hann hrundi algjörlega úr æfingu eftir metkastið og komst ekki í Ól- ympíulið Finna þetta ár og náði reyndar aldrei að kasta yfir 75 m eftir þetta. * PAULI NEVALA (f. 1940). Nevala bætti landsmet Nikkinen árið 1961 aðeins tvítugur, með því að kasta 84.23 m. Þótti allan sinn feril yfir- lýsingaglaður og sérlunda. Kom öll- um á óvart með þvíað sigra á Ólymp- íuleikunum í Tokyo árið 1964 með 86.33 m kasti eftir að hafa átt fremur lélegt keppnistímabil. Árið áður hafði hann hins vegar verið skammt frá heimsmeti. Nevala tókst ekki að rjúfa 90 m múrinn fyrr en árið 1969 og hlaut silfurverðlaun á Evrópu- meistaramóti í Aþenu það ár. Hans besta keppnisár var 1970. Þá náði hann sínu besta með 92.64 m og vantaði aðeins 6 sm upp á heimsmet landa síns Kinnunens. Á 30 mótum þetta ár kastaði hann lengra en 85 m. Slæm meiðsl vorið 1971 bundu endi á feril hans. * JORMA KINNUNEN (f. 1942). Þessi smávaxni spjótkastari var eng- um líkur. Aðeins 1.75 m á hæðogum 80 kg, handleggjastuttur en bætti það upp með ótrúlegri snerpu og keppn- ishörku. Kinnunen setti heimsmet í júní 1969 með 92.70 m. Áferli sínum komst hann sex sinnum í úrslit á stór- mótum, þ.e. Ólympíuleikum og Evrópumeistaramótum, þar sem hann náði lengst með silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Mexíco 1968 með 88.58 m kasti. „Litli risinn", eins og hann var oft kallaður, kastaði lengra en 80 m á meira en tvö hundr- uð mótum á fimmtán ára ferli, á árun- um 1964-1978. Sonur Kinnunens, Kimmo, er nýkrýndur heimsmeistari eins og síðar verður vikið að. * HANNU SIITONEN (f. 1949) þótti undrabarn í greininni. Aðeins 16 ára kastaði hann karlaspjótinu 68.40 m. Var mjög stöðugur kastari en óheppinn að slá ekki almennilega í gegn. Vantaði t.d. 18 sm upp á heimsmetið árið 1973 er hann kast- aði 93.90 m og ekki bara einu sinni heldur á tveimur mótum þetta sama ár. Siitonen varð Evrópumeistari árið 1974 en varð í 4. sæti á Evrópumeist- aramótinu árið 1971. Hann náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972 en hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1976. Ferli Siitonens lauk árið 1977 en þá hafði hann kastað átta ár í röð lengra en 88 m á hverju ári. * ARTO HÁRKÖNEN (f. 1959) varð kornungur undragóður. Hlaut 18 ára gamall silfurverðlaun á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1977 með 82.98 m kasti. Tvítugur kastaði hann yfir 90 m, þ.e. 90.18 m. Hárkönen varð í 5. sæti á Evrópum- eistaramótinu 1982 en sigraði síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Á báðum þessum mótum kast- aði hann nákvæmlega sömu vega- lengd eða 86.76 m. Versti óvinur Hárkönen var áfengið og átti hann í miklum erfiðleikum með sjálfan sig á keppnisferlinum en 27 ára hætti hann í spjótkasti og drykkju, frelsað- ist og gerðist predikari í kristilegum söfnuði. * TAPIO KORJUS (f. 1960). Þessi hávaxni Finni, 1.96 sm, hóf ekki að leggja stund á spjótkastfyrren tvítug- ur. Korjus hafði fram að því verið einn allra efnilegasti skíðagöngu- maður Finnlands. Kastaði fyrst yfir 80 m árið 1983, ári síðar náði hann 87.24 m og þá 89.30 m árið 1985. Eftir breytinguna á spjótinu 1986 tókst honum best upp árið 1988 með 86.50 m. Sigraði á Ólympíuleikum í Seoul með 84.28 m. Korjus hætti þátttöku í spjótkasti skömmu síðarog sneri sér að þjálfun. * SEPPO RÁTY (f. 1962). Ráty (1.88 m hæð, 105 kg) sló fyrst rækilega í gegn áöðru Heimsmeistaramóti sínu í Róm 1987 er hann setti tvö finnsk met og stóð að lokum uppi sem heimsmeistari í greininni. Fram að þeim tíma hafði hann átt í miklu basli 32

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.