Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 30

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 30
4. DEILD Hjalti Kristjánsson, læknir í Vestmannaeyjum, er sérfróður um 4. deildina og íþróttablaðið bað hann um að spá um framhaldið í deildinni Er eitthvað sem hefur komið á óvart í sumar? „Já, Léttir í A-riðli hefur komið mörgum á óvart en þó bjóst ég við liðinu svona sterku. Það er áberandi hve liðin í 4. deild eru jafnari og sterkari í ár." Ef þú spáir í framhaldið, hvaða lið koma til með að fara í úrslitakeppn- ina? „í A-riðli þá munu Léttir, Aftureld- ingogÁrmann berjast um tvö úrslita- sæti. Léttismenn hafa óneitanlega verið heppnir í mörgum leikjum sín- um í sumar og það viðurkenna þeir sjálfir. Ármann er með harðasta hóp- inn og Afturelding með sterkustu vörnina. í B-riðli sýnist mér að Reynir og Grótta fari pottþétt í úrslitin. Njarð- víkurliðið er að styrkjast en ég held að það og önnur lið í riðlinum nái ekki hinum tveimur liðunum. í C-riðli fer KS áfram en aftur á móti er hnífjöfn barátta á milli Magna og Tindastóls. Önnur lið koma ekki til greina. í D-riðli fer Sindri upp og KVA og KBS koma til með að berjast um ann- að sætið." Frá leik Ármanns og TBR í A-riðli 4. deildar. Ármenn- ingar komast líklega í úrslit.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.