Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 51

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 51
MUre absöhjle.performmce Keppnin í 3. deiidinni het'ur verið jöfn og spennandi í sumar. Til þess að meta stöðuna aðeins nánar bað íþróttablaðið þá Sigurð Lárus- son, þjálfara Völsungs, og Bjarna Sveinbjörnsson, þjálfara og leik- mann Dalvíkur, að spá í framhald- Siguróur Lárusson:____________ Sigurður sagði að keppnin í sumar hefði verið nokkuð jöfn. Hann sagði reyndar að 3 efstu liðin væru í nokk- uð öruggum sætum. „Ég hef trú á að önnur lið séu að koma upp. Annars hafa liðin oft sýnt mjög góð tilþrif, enda hefur deildin spilast nokkuð vel." Hvað með framhaldið? „Ég er bjartsýnn fyrir hönd míns liðs. Við höfum spilað mjög vel að undanförnu. Þetta er búið að vera spennandi og skemmtileg keppni. Það verður mik- I slagur um sætin í 2. deild og auð- vitað ætlum við okkur alla leið upp." Bjarni Sveinbjörnsson: Hvernig finnst þér deildin hafa verið í sumar? „Mér finnst hún hafa verið mjög jöfn og reikna með svo verði áfram. Það er öruggt að það mun ekki ráðast fyrr en í síðustu umferðunum hvaða lið fara upp. Völsungur hefur spilað mjög vel í sumar og það er helst það sem veldur því að þeir eru að stinga hin liðin af. Dalvík, Leiknir, Þróttur Neskaupstað, Ægir og Selfoss eiga eftir að berjast um hitt sætið. En ég býst við að hin liðin verði í fallbarátt- unni." Þetta er fyrsta ár þitt í 3. deildinni og því er rétt að spyrja hvað þér finnst um styrkleikaihennar? „Deildin er þokkaleg erfið, ég hefði varla getað trúað því að hún væri svona erfið." Frá leik Hauka og Leiknis. 3.deildin Texti: Eggert Þór Aðalsteinsson ULTIMAX PKEMIf R LEAGUE 51

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.