Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 56
Slagur miðheria við matarborðið
Þessi föngulegi hópur krakkar úr V-Húnavatnssýslu var Landsliðsmenn framtíðarinnar? Þeir voru á séræfingu en
á fótboltaæfingu við Reykjaskóla þegar Ijósmyndari þóttu of ungir til að vera með hinum eldri.
íþróttablaðsins átti þar leið um.
Fyrir nokkru birtist heilsíðuauglýsing í bandarísku stórblöðunum, The New
York Times og USA Today, þar sem Shaquille O’Neal, miðherji Orlando Magic,
skorar á Hakeem Olajuwon, miðherja Houston Rockets, í leik einn á móti einum.
Það er ekki langt síðan Houston vann Orlando auðveldlega í úrslitum NBA
deildarinnar þannig að hér héldu sumir að „Shaq“ hygði á hefndir.
Auglýsingin hljóðaði þannig: „Hakeem. Það getur vel verið að betra liðið hafi
unnið en stríði okkar er ekki lokið. Þú ert í góðum málum með lið þitt á bak við
þig en ég skora samt á þig augliti til auglitis. Shaq.“
Shaq skoraði ekki á Hakeem í körfuboltaleik heldur átkeppni. Skyndibitakeðj-
an Taco Bell, sem sérhæfir sig í mexíkóskum mat, stóð að þessari auglýsingu.
Hakeem auglýsir Taco Bell og „Shaq“ Pepsí sem er einmitt eigandi skyndibita-
keðjunnar.
Talsmaður Taco Bell, Jonathan Blum, vildi ekkert segja um þetta mál nema að
hann mundi kaupa sér sæti á fremsta bekk.
Nú er bara að bíða og sjá hvort Hakeem Olajuwon svelti sig ekki heilu hungri til
að sigra O’Neal á ný.
Skyldu Olajuwon og Shaq
mætast við matarborðið
og takas á í kappáti? Hver
veit!
56