Morgunblaðið - 10.01.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
Heyrnarhlíf með Bluetooth® tengimöguleika við 2 síma,
útvarpi og umhverfishljóðnema. Hægt er að hlusta á tónlist
sem og taka handfrjáls símtöl í mjög hávaðasömu umhverfi
þar semmíkrafónnin útilokar allan umhverfishávaða.
Tengist við smáforrit í síma.
Heyrnarhlíf
PeltorWS Alert XPI Bluetooth ®
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Óhætt er að áætla að tjón í desem-
beróveðrinu og kostnaður við það sé
að minnsta kosti vel á annan milljarð
króna, samkvæmt athugun blaðsins.
Gæti orðið mun meiri þegar öll kurl
eru komin til grafar og þá skipt millj-
örðum.
Stofnanir, sveitarfélög, trygginga-
félög og fleiri eru að safna saman
upplýsingum um tjón í veðurhamför-
unum í desember. Þá er starfshópur
forsætisráðherra að safna saman
upplýsingum og funda með fulltrúum
fyrirtækja og sveitarfélaga.
Mesta tjónið varð á Norðurlandi,
eins og kunnugt er og eins og sést á
meðfylgjandi grafi eru stærstu töl-
urnar þar skemmdir á flutningskerfi
og dreifikerfi raforku og afleiðingar
þess fyrir einstaklinga og fyrirtæki,
ekki síst bændur.
Vilja flýta framkvæmdum
Landsnet áætlar að kostnaður við
viðgerðir á flutningskerfinu verði
rúmar 300 milljónir kr. Inni í þeirri
tölu er áætlaður kostnaður við við-
gerðir á Laxárlínu og Fljótsdalslínu
4 sem enn hefur ekki verið ráðist í.
Rarik áætlar að heildarkostnaður
vegna viðgerða á dreifikerfinu á
Norðurlandi geti numið um 200 millj-
ónum króna. Tryggvi Þór Haralds-
son forstjóri tekur fram að ekki sé
búið að ákveða hvernig staðið verði
að síðustu viðgerðunum. Verið sé að
meta hvort hagkvæmara sé að flýta
framkvæmdum við að leggja tiltekn-
ar línu í jörð, frekar en að ljúka fulln-
aðarviðgerðum á loftlínum. Þetta á
meðal annars við um línur í Hörg-
árdal og Svarfaðardal.
Náttúruhamfaratrygging hefur
fengið um 20 tjónstilkynningar og er
áætlað að heildartjón sem fellur inn-
an vátryggingaverndar hennar nemi
á bilinu 20 til 40 milljónum króna.
Einkum er um að ræða tjón á hafn-
armannvirkjun og tjón á fasteignum
á nokkrum stöðum vegna sjávar-
flóða.
Almennu tryggingafélögin hafa
fengið á fjórða hundrað tilkynningar
um tjón. Í flestum tilvikum er til-
kynnt um skemmdir á húsum og bíl-
um, að því er fram kom í frétt Rík-
isútvarpsins í fyrrakvöld, og er
áætlað að heildartjónið hlaupi á
hundruðum milljóna króna.
Dýr snjómokstur
Sveitarfélögin hafa orðið fyrir
tjóni og þurft að leggja í aukinn
kostnað. Nefna má sem dæmi að í
Húnaþingi vestra urðu skemmdir á
sjóvörnum, olíukostnaður vegna bil-
unar veitna stórjókst, dælur vatns-
veitu biluðu vegna rafmagnstruflana
og skemmdir urðu á slökkvibíl og
fleiri tækjum. Þá hefur orðið mikill
aukakostnaður við snjómokstur og
kostnaður vegna aukavinnu starfs-
manna veitna og sveitarfélagsins til
að halda samfélaginu gangandi.
Áætlað er að kostnaður vegna snjó-
moksturs í Sveitarfélaginu Skaga-
firði hafi að lágmarki verið 20 millj-
ónir kr. í desember, mun meiri en í
venjulegu ári.
Áætlað er að viðbótarkostnaður
Vegagerðarinnar vegna snjómokst-
urs hafi verið um 180 milljónir. Að
auki er tjón á hafnarmannvirkjum og
sjóvörnum um 190 til 210 milljónir
kr., gróft áætlað.
Tjón varð í fyrirtækjum og hjá ein-
staklingum, vegna rafmagnsleysis og
erfiðleika með samgöngur. Nefna má
áhrif á flugfélögin vegna röskunar á
flugi og ferðaþjónustuna. Icelandair
gefur ekki upp aukakostnað sinn.
Afurðatjón er að koma fram
Mesta tjónið hjá einstaklingum er
þó vafalaust í sveitunum, hjá bænd-
um. Talið er að liðlega 100 hross hafi
drepist á Norðurlandi vestra. Einnig
varð afurðatjón hjá kúabændum.
Þeir þurftu að hella niður mjólk sem
ekki var hægt að kæla í rafmagns-
leysinu. Samkvæmt upplýsingu Auð-
humlu, samvinnufélags mjólkur-
framleiðenda, minnkaði innvegin
mjólk í samlög í óveðursvikunni um
43 þúsund lítra. Kom það aðallega
fram í Húnaþingi og Eyjafjarðar- og
Þingeyjarsýslu. Garðar Eiríksson
framkvæmdastjóri segir að þegar
ekki sé hægt að mjólka kýrnar um
tíma tapi þær nyt og hætta á júg-
urbólgu aukist. Þetta afurðatap komi
fram á lengri tíma. Erfitt sé að sjá
það á tölum um innvegna mjólk því
mjólkurframleiðslan sé að aukast á
þessum tíma árs.
Gripa- og afurðatjón hleypur
væntanlega á tveimur eða fleiri tug-
um milljóna. Bændur geta ekki
tryggt sig gegn því. Til dæmis tekur
sameiginleg rekstrarstöðvunar-
trygging Auðhumlu og bænda ekki
til tapaðrar framleiðslu vegna raf-
magnsleysis.
Bjargráðasjóði er ætlað að bæta
tjón á girðingum sem talið er mikið.
Það kemur hins vegar ekki í ljós fyrr
en snjóa leysir. Til að gefa hugmynd
um stærðargráðu tjónsins má nefna
að Bjargráðasjóður greiddi 120 millj-
ónir vegna tjóns í veðurhamförunum
á Norðausturlandi 2012.
Kostnaður vel á annan milljarð
Mesta tjónið í veðurhamförunum í desember varð á raforkukerfinu og af afleiðingum þess Sveitar-
félög og stofnanir eru að taka saman tjón og kostnað Mesta tjónið hjá einstaklingum varð í sveitum
Dæmi um tjón og kostnað í desemberveðrinu
Landsnet
Flutningskerfi raforku
300 milljónir króna
Vegagerðin
Tjón á hafnarmann-
virkjum og sjóvörnum
200 milljónir króna
Rarik Dreifi kerfi raforku
200 milljónir króna
Náttúruhamfaratrygging Íslands
Hafnarmannvirki o.fl .
20-40 milljónir króna
Vegagerðin
Aukinn kostnaður við
snjómokstur
180 milljónir króna
Bændur
Gripir, afurðir, girðingar
100 milljónir króna
325 tilkynn-ingar um
skemmdir á eignum
hjá tryggingafélögum
22.560
klst. vinna hjá
björgunarsveitunum
Bændasamtök Íslands óskuðu eftir því við forsætisráð-
herra að átakshópur sem skipaður var til tiltekinna
verkefna í kjölfar óveðursins fjalli einnig um leiðir til að
mæta því tjóni sem bændur urðu fyrir í óveðrinu.
Einkum er átt við tjón sem varð vegna afurðataps hjá
kúabændum af völdum rafmagnsleysis. Einnig þurfi að
taka tillit til gripatjóns í óveðrinu og tjóns á girðingum.
Tekið er fram að bændur geti ekki tryggt sig á al-
mennum markaði fyrir þessu tjóni. Bent er á í bréfinu
að við sambærilegar aðstæður hafi stjórnvöld jafnan
brugðist sérstaklega við, til dæmis með sérstökum fjár-
veitingum til Bjargráðasjóðs. Getið er um tjón vegna eldgosanna á
Suðurlandi á árunum 2010 og 2011, fjárskaða vegna óvenjulegs tíðarfars
árið 2012 og stórfellt tjón vegna kals í túnum á árinu 2016.
BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS
Guðrún
Tryggvadóttir
Átakshópur stjórnvalda fjalli
einnig um tjón hjá bændum
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta hefur gengið betur en bjart-
sýnustu menn þorðu að vona,“ segir
Kjartan M. Kjartansson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar.
Í gær var tilkynnt að Reykjanes-
bær væri laus undan sérstöku eftir-
liti eftirlits-
nefndar með
fjármálum sveit-
arfélaga, tveimur
árum fyrr en
upphaflega var
stefnt að.
„Við þurfum
áfram að sýna að-
hald í rekstri og
láta áætlanir
standast en þetta
sparar okkur
tíma, skriffinnsku og fleira,“ segir
Kjartan í samtali við Morgunblaðið.
Í framhaldi af þessum tíðindum
mun bæjarstjórn leggjast yfir fram-
tíðaráætlanir bæjarfélagsins að
sögn Kjartans. Hann segir að ýmis
stór verkefni hafi mátt sitja á hak-
anum og íbúar hafi þurft að taka á
sig auknar álögur.
„Nú geta bæjarfulltrúar farið að
horfa á þætti sem áður voru negldir
mjög fast niður. Við vorum til dæmis
bundin af því að skila ákveðinni upp-
hæð í formi fasteignaskatts. Nú ætti
að vera tækifæri til að lækka álögur
á íbúa ef árferðið versnar ekki mik-
ið,“ segir Kjartan.
Íbúar Reykjanesbæjar hafa síð-
ustu ár mátt bera þyngri byrðar en
flestir aðrir vegna fjárhagsörðug-
leika sveitarfélagsins. Umræddur
fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði
var þegar mest lét 0,5% en var svo
lækkaður í þrepum. Samkvæmt fjár-
hagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár
var skatturinn lækkaður úr 0,36% í
0,32%. Sveitarfélagið fékk auk þess
heimild til að setja aukaálag á útsvar
um hríð. Í stað 14,52% hámarks-
útvars eins og víða er máttu íbúar
sætta sig við 15,05% útsvar. Þessar
auka álögur voru dregnar til baka
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
árið 2018.
„Við erum mest að horfa til fast-
eignaskattsins enda hefur fasteigna-
verð og fasteignamat hækkað svo
mikið hér. Ég er sannfærður um að
fasteignaskatturinn verður lækkað-
ur á næsta ári,“ segir Kjartan.
Vonast til að geta
lækkað skattana
Reykjanesbær laus undan eftirliti
Kjartan Már
Kjartansson