Morgunblaðið - 10.01.2020, Side 11

Morgunblaðið - 10.01.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is ALLAR VÖRUR 50% AFSLÁTTUR Úlpukápa kr. 14.990 kr. 7.490 Gerið verðsamanburð með 50% afsl. DÚNDUR ÚTSALA! Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafnar því að lífskjarasamning- arnir eigi þátt í auknu atvinnuleysi. Skýringarnar á því séu fjölþættari og liggi m.a. í gjaldþroti WOW air og samdrætti í ferðaþjónustu. Þeir þættir séu ótengdir samningunum. „Það er ábyrgðarlaust að ætla að skella skuldinni á kjarasamninginn sem slíkan þegar við vitum að ástæð- urnar eru allt allt aðrar,“ segir Ragnar Þór um stöðuna. Tilefnið er samtal við Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóra SA, í Morgunblaðinu í gær um horfur í efnahagslífinu. Taldi Halldór Benjamín vísbend- ingar um að náttúrulegt atvinnuleysi kynni að verða meira til frambúðar á Íslandi. Þó væri of snemmt að full- yrða nokkuð í því efni. „Það birtist í að aðlögun að lakari efnahagsaðstæðum fari fram í gegn- um raunstærðir í stað verðbólgu og gengislækkunar, sem í þessu tilviki felur í sér aukið atvinnuleysi. Bæði Samtök atvinnulífsins og Seðlabank- inn vöruðu við því í aðdraganda kjarasamninga, með mjög skilmerki- legum hætti, að aðlögun hagkerf- isins myndi fara fram í gegnum raunstærðir, fyrst og fremst í gegn- um atvinnuleysi, og það er að ganga eftir,“ sagði Halldór Benjamín. Fjölgaði um 3.000 milli ára Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar voru um 4.600 manns að jafnaði án vinnu í nóvember 2018. WOW air sagði svo upp hundruðum starfsmanna í desember 2018 vegna endurskipulagningar félagsins. Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir í aprílbyrjun í fyrra, nokkrum dögum eftir fall WOW air. Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar voru að jafnaði 5.962 á at- vinnuleysisskrá í mars 2019. Þeir voru 7.600 í nóvember sl. en það var fjölgun um 3.000 milli ára. Ragnar Þór segir fall WOW air og samdrátt í ferðaþjónustu hafa kostað nokkur þúsund störf. Sú þróun sé óháð kjarasamningunum. Koma til móts við fyrirtækin „Það má færa rök fyrir því að margt í þessum lífskjarasamningi hafi komið til móts við aukinn kostn- að fyrirtækja við samninginn sem slíkan. Mælingar sýna að með smá- vægilegum breytingum á trygginga- gjaldi, kjarabótum í gegnum skatt- kerfisbreytingar og lægri vexti af íbúðalánum heimila og fyrirtækja, sem skulda meira en almenningur, séum við að koma til móts við at- vinnulífið. Sömuleiðis ættu auknar ráðstöfunartekjur þeirra sem hafa minnst úr að spila að leiða af sér ein- hvers konar innspýtingu í verslun og neyslu. Sömuleiðis ætti lægri fram- færslukostnaður að auka kaupgetu fólks,“ segir Ragnar Þór. Þá hafi það markmið gengið eftir að auka ráðstöfunartekjur lág- tekjufólks. Launaskrið hafi ekki gengið upp allan stigann eins og í undanförnum kjarasamningum. „Verðbólga er að sama skapi mjög lág og þrýstingur á vaxtalækkun er meiri en hækkun, þannig að ég held að okkur hafi að mörgu leyti tekist mjög vel að verja samninginn. Ég get ekki tekið undir að hann ýti und- ir aukið atvinnuleysi þótt hægt sé að benda á nokkur dæmi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, taldi ekki tilefni til að bregðast við ummælum Halldórs Benjamíns. Þau væru sem véfrétt. Morgunblaðið/Hari Vorið 2019 Halldór, Ragnar Þór og fleiri undirrita lífskjarasamninginn. Lífskjarasamn- ingar hafa ekki aukið atvinnuleysi  Formaður VR hafnar kenningu SA Ragnar Þór Ingólfsson Sólveig Anna Jónsdóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Atvinnuleysi meðal erlendra ríkis- borgara jókst mun meira í fyrra en meðal íslenskra ríkisborgara. Jafn- framt jókst það fyrr meðal erlendra ríkisborgara. Er atvinnuleysi í pró- sentustigum meðal erlendra ríkis- borgara nú álíka mikið og 2013. Þetta má lesa úr greiningu Analytica á tölum VMST og Hagstofunnar. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir athyglisvert að atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara hafi aukist meira í prósentustigum talið en meðal íslenskra ríkisborgara. Ein skýringin kunni að vera brottflutn- ingur íslenskra ríkisborgara. Eykst jafnan á undan Athyglisvert sé að atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara virðist hafa tilhneigingu til að aukast áður en það eykst meðal Íslendinga. „Þannig gæti verið unnt að álykta um ókomið atvinnuleysi meðal Ís- lendinga á grunni upplýsinga um breytingar á atvinnuleysi erlendra ríkisborgara,“ segir Yngvi. Þá hafi atvinnuleysi erlendra ríkisborgara verið meira en meðal íslenskra ríkisborgara í uppsveifl- unni. Munurinn hafi hins vegar verið orðinn lítill í ársbyrjun 2017 þegar erlent verkafólk missti vinnu í sjó- mannaverkfallinu. Síðan hafi fleiri erlendir ríkisborgarar en íslenskir misst vinnu í niðursveiflunni. Um 7.600 manns voru án vinnu í nóv. sl., þar af 3.300 erlendir ríkisborgarar. Missa störf í niðursveiflunni  Atvinnuleysi erlendra ríkisborgara svipað og árið 2013 Atvinnuleysi eftir ríkisfangi Erlendir ríkisborgarar og Íslendingar, frá janúar 2005 til nóvember 2019 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Heimild: Vinnumálastofnun, Hagstofa Íslands, Analytica 1,7% 2,6% 7,7% 3,1% 13,8% 9,2% Erlendir ríkisborgarar Íslenskir ríkisborgarar Tölur eru árstíðaleiðréttar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.