Morgunblaðið - 10.01.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 10.01.2020, Síða 27
ég veit að það var Magnúsi mikils virði. Þeir feðgar voru mikið hjá okk- ur enda Grétar staðráðinn í því að drengurinn hans fengi að kynnast sveitalífinu eins og hann gerði sjálfur sem ungur drengur og maður. Það fór svo að stundum var skólinn ekki alveg kominn í sumar- eða vetrafrí þegar okkar maður var mættur í sveitina til að gera það sem honum þótti skemmtilegast. Það kom mjög snemma í ljós hver voru áhugamál Leif Magn- úsar, það voru dýr þá aðallega hestar, vélar og faratæki af öllum gerðum og hvað var í matinn. Rétt fyrir hádegi kíkti hann í eldhúsið til mín til að athuga hvað væri í pottunum. Ef það var eitthvað sem honum líkaði ekki fékk hann sér Eldfjallasúpu eða Sveitaborg- ara án sósu og tómata í Gamla fjósinu. En ef maturinn var góður hrósaði hann mér fyrir hann og jafnvel gaf mér leiðbeiningar um hvernig ég gæti bætt hann næst þegar ég eldaði. Hann hreinlega elskaði það að keyra traktora, tala um þá og skoða allt um þá á net- inu. Svo kom hann með myndir til mín og fræddi mig um hestöfl, ventla, dekkjastærðir og annað álíka. Þó hann væri enn svo lítill að hann sá vart yfir stýrið á vélunum og að auki allt of ungur til að aka þeim þá komst ekkert annað að en að vera með. Hann var því afar ungur þegar hann var orðinn full- gildur vinnumaður hjá okkur á Hvassafelli. Keyrði áburð á túnin heilu og hálfu sólarhringana, pakkaði heyrúllum og keyrði þær heim í stæður. En Leif Magnús fór sínar eigin leiðir, ef honum lík- aði verkefnin sem honum voru fal- in þá var hann hörkuduglegur, ef honum líkaði ekki við þau þá tók hann þau ekki að sér. Þannig var hann, elsku drengurinn minn. Magnús minn og fóstri Leif Magnúsar kvaddi Hótel jörð skyndilega í sumar og ég veit að það var unga vinnumanninum okkar þungbært. Síðasta samtal okkar Leif Magnúsar fór fram í símanum daginn sem hann dó. Hann sendi mér mynd af derhúfu og undir henni stóð „þessi er uppi á vegg í minningu Magnúsar okkar“. Nokkrum tímum síðar var hann kominn til nafna síns og til mömmu sinnar í sumarlandið. Elsku Grétar Már, Elísabet Erla, Alexandra Árný og aðrir ástvinir, megi æðri máttur styrkja ykkur á erfiðum tímum. Heiða Björg Scheving, Hvassafelli. Mig langar að minnast vinar míns, Leifs Magnúsar. Einn erf- iðasti dagur lífs míns var þegar mamma sagði mér að Leif Magn- ús vinur minn væri týndur og sennilega dáinn. Ég hélt alltaf í vonina að hann fyndist á lífi en ör- lögin urðu því miður þessi. Við kynntumst þegar hann flutti til Eyja sem lítill strákur og byrjaði í bekknum mínum. Við urðum strax miklir vinir og hefur sú vin- átta alltaf verið traust. Það var aldrei leiðinlegt í kringum Leif, honum datt ýmislegt sniðugt í hug og þá vildi hann helst fram- kvæma það strax. Það var alltaf auðvelt að biðja hann um greiða, hann sagði aldrei nei. Hann svar- aði oftast þannig: Jón, við gerum þetta þá bara saman. Leif sagði alltaf að hann ætlaði að verða bóndi. Hann elskaði dýr og þau elskuðu hann. Hann var duglegur að senda mér og mömmu „snapp“ úr fjósinu, af refnum, beljunum og öllum þeim dýrum sem þar voru. Hann vissi allt um traktora og gat talað endalaust um þá og ég bara hlustaði. Hann var líka stríðinn og fannst alltaf jafn fynd- ið þegar mamma kom og sótti okkur í skólann, og þá sagði hann við hana þegar við vorum lögð af stað: Þú skutlar mér svo bara heim, og hló eins og honum einum var lagið, en hann bjó við hliðina á skólanum. Árið 2015 hafði hann fengið móðurlausan kettling sem var í fóstri hjá langafa hans og vildi hann endilega að ég fengi að eiga hann. Mamma var ekki til í það, en hann plataði hana í heim- sókn að skoða kisuna og auðvitað kom Perla með henni heim. Hann var mjög mikið hjá okkur fjöl- skyldunni og fékk að gista hjá okkur þegar hann vildi. Við höfð- um oft um helgar „maraþon“, horfðum á þætti og myndir alla helgina og þóttumst svo vera sof- andi þegar mamma kom niður og kíkti á okkur. Við borðum snakk, pizzur sem hann elskaði og höfð- um gaman. Hann var alltaf að gefa mér hluti og dót sem mér þykir óendanlega vænt um í dag, og geymi ég það eins og fjársjóð. Hann vildi aldrei þiggja neitt í staðinn nema vináttuna. Leif var vinur vina sinna og ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að vera vinur hans. Eftir að hann flutti í sveitina vorum við mikið í síma- sambandi og mikið er ég þakk- látur fyrir að hafa talað við hann í síma daginn sem hann týndist, um áhugamál okkar beggja, ofur- hetjur, bíómyndir og ýmislegt annað. Ég mun minnast þessa samtals alla ævi og vil ég þakka þér, Leif Magnús, fyrir okkar frá- bæru og einlægu vináttu. Takk fyrir það sem þú kenndir mér og takk fyrir allt og allt. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Þinn vinur að eilífu, Jón Ævar Hólmgeirsson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 héldu vináttusambandi við hana langt fram á fullorðinsár eins og þau væru enn í fóstri hjá henni. Það er mikil gæfa að fara í gegnum lífið með svona miklu jafnaðargeði, þolgæði og þraut- seigju eins og móðir mín gerði þar sem vandamálin verða þá alltaf að engu, gleymast og hverfa, en gleðin og hamingjan springa út eins og flugeldar. Árangur og af- rakstur af svona lífi er líka mikill og verðmætin lifa í hjarta vina og ættingja um ókominn tíma. Varla er hægt að rita svona fá- tækleg minningarorð nema minn- ast á hin nánu tengsl sem voru milli móður minnar og Steinunnar systur hennar en Steinunn lést ár- ið 1976 í blóma lífsins. Einnig bjó Jórunn móðuramma mín hjá okkur í um tuttugu ár þannig að andi Efsta-Dalsins sveif yfir vötnunum þegar þær hittust og tóku spjall saman. Þær systur héldu einstöku og nánu sambandi alla tíð sem var með þeim hætti að maður var eins og heima hjá sér hvort sem maður var hjá systur mömmu eða bara heima. Þær hitt- ust oft og áttu saman ógleyman- legar stundir og órjúfanlega vin- áttu þar sem einna eftirminnilegastar eru allar veisl- urnar sem þær héldu fjölskyldum sínum og einnig fjölskyldum systkina sinna og úr varð heljar- ins partí eins og þau gerðust best í sveitinni. Síðustu æviárin bjó móðir mín í Mörkinni í Reykjavík og undi hag sínum vel. Hún var fyrsti íbúinn í þeim íbúðum sem Mörkin-Grund keypti og leigði út til eldri borgara og flutti móðir mín inn hjá þeim árið 2010. Það var vel tekið á móti henni og forstjórinn Gísli varð sérstakur vinur hennar og í hvert skipti sem þau hittust á göngunum í Mörk- inni heilsaði hann henni innilega með nafni og hún ljómaði út að eyrum. Hún var alltaf einstaklega þakklát fyrir dvölina í Mörkinni enda mjög vel staðið að öllu. Þeg- ar aldurinn færðist yfir hjá henni flutti hún yfir í hjúkrunarheimilið í Mörkinni og fékk þar einstaka umönnun enda allt starfsfólkið þar einstaklega ljúft, mjög hjálp- legt og mjög góðir fagmenn. Ég minnist móður minnar með mikilli virðingu og þakklæti. Sigurður Sigurðsson. Í dag kveðjum við elskulegu tengdamóðir mína hana Magn- hildi eða Möggu eins og hún var oftast kölluð. Margar og ljúfar eru minningarnar um hana og hugurinn reikar aftur til ársins 2005. Þá vorum við Nonni nýbúin að kynnast og hann vildi mjög fljótlega kynna mig fyrir konunni sem skipaði svo stóran sess í lífi hans, móður sinni. Ég hikaði en lét tilleiðast og aldrei gleymi ég því augnabliki þegar ég hitti tengdamóður mína fyrst, mér leið strax vel í návist þessarar fallegu konu. Hlýjan, brosið, glaðværðin og góðmennskan geislaði af henni. Þannig var það líka alla tíð, hún tók ávallt á móti mér opnum örm- um, eins og dóttur, og fannst mér ég eiga greiðan aðgang að hjarta hennar. Tengdamóður minni lýsir eng- inn í nokkrum orðum, svo einstök og yndisleg kona var hún. Hún var heimakær og heimilið hennar fallegt og hlýlegt. Svo var hún mikil dama og ávallt vel til höfð og smekklega klædd. Allt sitt líf lifði hún fyrir fjölskylduna og faðmur hennar stór og hlýr og aldrei fór neinn svangur eða þyrstur frá henni. Hún hafði svo margt að gefa, ást hennar og umhyggja var skilyrð- islaus. Magga var í miklu uppáhaldi hjá öllum þeim sem voru svo lán- samir að kynnast henni, þannig persóna var hún, brosmild, hlát- urmild og hafði einstaklega góða nærveru. Kærleikann hafði hún að leiðarljósi. Það var dýrmætt þegar móðir mín og tengdamóðir kynntust og urðu góðar vinkonur. Margar ógleymanlegar samverustund- irnar áttu þær saman og með okkur. Þær voru oft kallaðar „tengdamömmurnar“, báðar lífs- glaðar og hressar og gerðu ým- islegt skemmtilegt, sóttu fundi í Valhöll, tóku saman slátur og buðu okkur að sjálfsögðu í mat. Á þeim árum þegar móðir mín keyrði komu þær oft til okkar þegar við dvöldum í sumarbústað, gistu og komu með bakkelsi með kaffinu. Yndisleg er minningin þegar þær voru svaramenn í brúðkaup- inu okkar árið 2010. Svo eru það allar góðu samverustundirnar á jólum, páskum, afmælum og mat- arboðum, þær tvær sitjandi við eldhúsborðið okkar heima að hlæja og spjalla, ég að stússast í matnum og svo var skálað í púrt- víni. Já, óteljandi góðar minningar og tengdamamma alltaf búin að baka býsnin öll af sínum heims- frægu pönnukökum sem hún kom með færandi hendi. Í veikindum sínum undanfarið sýndi tengdamóðir mín ótrúlega mikinn styrk, yfirvegun og lífs- vilja. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því í gegnum árin hversu börnin hennar öll sýndu móður sinni mikla ást og um- hyggju og hugsuðu vel um hana. Það sýnir hversu mikið hún átti inni af góðvild og kærleik sem þau vildu svo gjarnan fá að endur- gjalda. Með söknuði og þakklæti fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við áttum saman kveð ég elskulegu tengdamóður mína. Minninguna geymi ég í hjarta mínu. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ. Það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund. Þá hressti og nærði þín samverustund. (ÁJ) Guð blessi þig og varðveiti elsku Magga Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Magnhildi Sigurðar- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Bjarney Sig-urðardóttir fæddist á Seyð- isfirði 28. sept- ember 1926. Hún lést á LSH Foss- vogi 19. desember 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Jón Halldórsson frá Nýjabæ á Húsavík, f. 28. maí 1898, d. 18. febr. 1995, og Rannveig Bjarnadóttir, f. 13. júlí 1906 á Seyðisfirði, d. 14. apríl 1995. Systkini Bjarneyjar: Guðrún, f. 14. október 1924, d. 6. maí 2018; Halldór, f. 29. janúar 1928, d. 30. janúar 2000; Svan- hildur, f. 28. apríl 1929, d. 5. mars 2002; Ólöf Anna (Stella), f. 7. júlí 1932; Eyþór Ingi, f. 28. ágúst 1934. Bjarney giftist 16. október 1948 Ásbirni Björnssyni frá börn þeirra eru Egill, f. 1980, Hildur, f. 1985, og Atli, f. 1989. Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn eru orðin 40. Bjarney ólst upp á Seyðis- firði til 16 ára aldurs, en þá flutti hún til Reykjavíkur. Fyrstu tvö árin vann hún sem vinnukona (au pair), en eftir að Guðrún elsta systir hennar flutti til Reykjavíkur leigðu þær herbergi saman og fór hún þá að vinna á tveimur stöðum; á daginn í skóversluninni Hvannbergsbræðrum í Hafn- arstræti og sem sætavísa í Gamla bíói á kvöldin. Bjarney var að mestu heima- vinnandi húsmóðir, en hún saumaði oft á kvöldin fyrir fataframleiðslufyrirtækið Sol- ido, sem þau áttu ásamt hjón- unum Þórhalli Arasyni og Katrínu Ármann. Seinna meir, þegar börnin stækkuðu og fluttu að heiman, vann hún verslunarstörf, bæði í Teddy- búðinni, sem var barnafata- verslun, og um tíma í tísku- vöruverslun. Útför Bjarneyjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 10. janúar 2020, klukkan 13. Vestmannaeyjum, f. 22. júlí 1924, d. 22. mars 2009. Börn þeirra eru: 1) Rannveig Jónína, f. 1949, maki Stefán Carlsson, f. 1949, börn þeirra eru Hrönn, f. 1975, og Ásbjörn, f. 1979. 2) Björn Eyberg, f. 1951, maki Val- gerður Sveinsdótt- ir, f. 1951, börn þeirra eru Bjarney, f. 1978, Birna, f. 1982, og Ásbjörn, f. 1993. Dóttir Val- gerðar, uppeldisdóttir Björns, er Helga Björk, f. 1972. Börn Björns eru Dagmar, f. 1972, Þorfinnur, f. 1974, og Atli Freyr, f. 1975. 3) Fanney Björk, f. 1956, maki Tómas Jóhann- esson, f. 1956, börn þeirra eru Tinna, f. 1979, Thelma Ýr, f. 1983, Tanja, f. 1989, og Tómas Orri, f. 1994. 4) Ester, f. 1957, maki Einar Egilsson, f. 1954, Elskulega mamma mín. Hvað ég á eftir að sakna þín, við vorum svo nánar. Þú varst ekki bara mamma mín heldur líka besta vinkona mín. Við gátum rætt um allt og aldrei varð okkur sundurorða. Þú varst svo góð amma og reyndist mér svo vel þegar börnin mín voru ung. Í mínum veikindum fékk ég alltaf styrk, stuðning og góð ráð frá þér sem hjálpuðu mér mikið. Í lok október þegar þú fórst á Hrafnistu og hlakkaðir svo mikið til að vera þar í fjórar vikur grun- aði mig ekki að þú myndir veikj- ast og koma ekki aftur heim. En þú áttir góða ævi og nú tekur pabbi á móti þér, elsku mamma mín. Farðu í guðs friði. Þín Ester. Í dag kveðjum við Baddý Sigga Hall eins Seyðfirðingar nefndu hana stundum. 16 ára tók hún sig til og fór til höfuðborg- arinnar og kynntist þar Eyja- peyjanum Ásta frá Heiðarhóli eins og Eyjamenn nefndu Ás- björn. Það var svo þegar dóttir þeirra Fanney Björk fór til Eyja að hún hitti annan Eyjapeyja. Hún ákvað að að kynna hann fyr- ir foreldrum sínum. Ég man þeg- ar ég hitti Baddý fyrsta sinni, að hún horfði rannsakandi augum og velti eflaust fyrir sér hvort það væri annar Eyjapeyja grallari á leið í fjölskylduna. Það varð nú svo. Alla tíð síðan fór vel á með okk- ur öllum og margar góðar stundir áttum við saman, börn og barna- börn, í Grundargerðinu, bústað í Skorradal, ferðalögum um Ísland og ekki síst í Eyjum. Hún kom í sína síðustu ferð til Eyja núna í haust. Það var farið víða um bæ- inn, á söfn, heimsóknir, sleppa lundapysjum og svo var endað á „pöbb“ með dóttur og dótturdótt- ur og frænkum. Já, ekkert kyn- slóðabil í Eyjum, sagði hún. Sam- band móður og dóttur, Bjarnaeyjar og Fanneyjar Bjarkar, var einstaklega fallegt, bar aldrei skugga á. Mörg símtöl- in sem þær áttu saman, ekki síst seinni árin. Bjarney var með allt á hreinu alveg fram á það síðasta, 93 ára gömul en ern. Það er skrít- ið að kveðja eftir langa samveru, kæra tengdamóðir mín. Takk fyr- ir allt. Tómas Jóhannesson. Það er margt sem fer gegnum huga minn í dag þegar við kveðj- um Baddý tengdamóður mína eftir rúmlega hálfrar aldar kynni. Hún flutti ung til Reykjavíkur frá Seyðisfirði til að vinna og kynnt- ist þar eiginmanni sínum er síðar varð, Ásbirni Björnssyni. Hann var frá Vestmanneyjum og hafði flust til borgarinnar til að stunda nám í Verslunarskólanum. Þau giftu sig á látlausan hátt og ég man að Baddý sagði mér að brúð- kaupsferðin hefði verið farin upp á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi í leigubíl. Þau stofnuðu heimili og eignuðust sitt fyrsta barn 1949, Rannveigu, sem varð síðar eigin- kona mín, 1970. Við hjónin bjugg- um í Svíþjóð um nokkurra ára skeið er ég stundaði þar fram- haldsnám. Þau hjónin heimsóttu okkur þangað nokkrum sinnum og fórum við meðal annars saman til Álandseyja og Finnlands á stórri ferju. Á þessum dögum sem hafa liðið frá andláti Baddýj- ar hefur farið í gegnum hugann ýmislegt sem við gerðum með þeim Baddý og Ásbirni, við fórum í veiðiferðir og ferðir til útlanda og í Skorradalinn en þar byggðu þau sér sumarhús og dvöldu lang- dvölum og við einnig nokkrum ár- um seinna og þar áttum við góðar stundir saman. Við Ásbjörn gengum til rjúpna í Skorradaln- um en hann hafði gaman af skot- veiði. Ásbjörn lést heima hjá sér eftir skamma legu snemmvors 2009 og var þá Baddý ein eftir í íbúð sinni í Hæðargarðinum. Fljótlega eftir að Ásbjörn lést fórum við þrjú saman til Tenerife og hafði hún mjög gaman af því. Hún sá um sig sjálf og eldaði en börnin hjálpuðu til við innkaup. Baddý sótti félagsmiðstöðina í Hæðargarði sér til upplyftingar og dægrastyttingar og þar átti hún góðar vinkonur. Barnabörn- in og langömmubörnin sóttu mik- ið til langömmu og var oft glatt á hjalla og gaman að koma til henn- ar. Baddý las mikið og þótti okk- ur nánast ótrúlegt hvað hún komst yfir mikið af bókum. Baddý var stálminnug alveg fram til hins síðasta. Við kveðjum í dag góða konu sem eftir liggur svo mikið af góð- um minningum sem geymast í huga barna, tengdabarna, barna- barna og langömmubarna. Bless- uð sé minning Bjarneyjar Sigurð- ardóttur. Stefán Carlsson. Í dag kveðjum við elskulega vinkonu okkar, Bjarneyju hans Ásbjörns heitins, blessuð sé minning hans. Okkur var tamt að nefna bæði nöfnin, þau voru svo náin hjón og samrýnd. Við áttum margar góðar stundir með þeim, eiginmenn okkar voru góðir vinir og gleðin ein ávallt ríkjandi. Minningar frá liðnum árum leita á hugann. Góðar minningar frá ferðalög- um og samverustundum, sem vekja upp bæði gleði og bros. Við vinkonurnar héldum góðum vin- skap öll árin, fórum í ferðalög saman og hittumst reglulega í kaffiboðum. Fyrir fáum vikum áttum við vinkonuhópurinn gleði- stund í kaffiboði þar sem Bjarney var glæsileg og geislandi að vanda, við nutum þess að vera saman þessa skemmtilegu stund. Ekki hefði okkur órað fyrir að þetta væri síðasta samvera okkar með henni. Við vottum börnum hennar og þeirra fjölskyldum okkar innileg- ustu samúð með Guðs blessun. Megi okkar kæra vinkona hvíla í friði. Sesselja Ásgeirsdóttir og Sigríður Sveinbjarnardóttir. Bjarney Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Við söknum þín rosalega mikið og það var best að vera hjá þér því þá leið okk- ur vel. Þetta voru bestu ár með þér. Alltaf þegar við komum í boð varstu með súkkulaði og ís og kex. Við vildum að þú værir með okkur um jólin og knúsa þig rosa mikið. Við elskum þig með öllu hjartanu. Rebekka, Emilía og Andrea.  Fleiri minningargreinar um Bjarneyu Sigurðar- dóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.