Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
inni uppfærslu á eldri frumdrögum
frá árinu 2012. Skoðaðir voru þrír
kostir:
Kostur I. Fjögurra akreina veg-
ur í nýju vegstæði (5,9 kílómetrar að
lengd). Gert ráð fyrir einum mis-
lægum vegamótum. Gert er ráð fyrir
einum undirgöngum undir Reykja-
nesbraut fyrir bílaumferð og sömu-
leiðis einum undirgöngum undir
Reykjanesbraut fyrir gangandi og
hjólandi umferð.
Kostur II. Tveggja akreina veg-
ur meðfram núverandi vegi (5,6 km).
Gert er ráð fyrir lagfæringum á
römpum og nýju hringtorgi norðan
við núverandi mislæg vegamót við
Straumsvík. Einnig er gert ráð fyrir
einum undirgöngum undir Reykja-
nesbraut fyrir gangandi og hjólandi
umferð. Kostnaður vegna breytinga
á núverandi vegi er ekki meðtalinn.
Kostur III. Um er að ræða áætl-
aðan kostnað vegna tímabundinnar
lausnar og því ekki um að ræða heild-
arkostnað líkt og fyrir Kost I og Kost
II. Tveggja akreina vegur í nýju veg-
stæði fyrir umferð til austurs.
Kostnaður við Kost I er áætlaður
um 4,6 milljarðar króna, við Kost II
um 2,1 milljarður króna og við Kost
III (tímabundin lausn) um 2,9 millj-
arðar króna. Arðsemismat hefur ekki
farið fram, en líklega má telja að
Kostur II verði arðsamari en hinir
kostirnir þar sem hann er bæði ódýr-
ari og styttri, segir Mannvit.
Stækkun álversins felld 2007
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi
Hafnarfjarðar á Reykjanesbrautin
að liggja í nýju vegstæði fjær ál-
verinu í Straumsvík. Þessi færsla var
gerð vegna áforma um stækkun ál-
versins. Íbúakosning fór fram í apríl
2007 og urðu úrslitin þau að Hafn-
firðingar höfnuðu stækkun með 88
atkvæða mun, 6.382 atkvæðum gegn
6.294. Kosningaþátttaka var mjög
mikil, eða tæp 77%.
Lúðvík Geirsson, þáverandi bæjar-
stjóri, benti á að í aðalskipulagi Hafn-
arfjarðar væri gert ráð fyrir tilfærslu
Reykjanesbrautarinnar, hvað sem
liði stækkun álversins því ný lega
brautarinnar félli betur að heild-
arskipulagi á svæðinu.
Í apríl 2008 var haft eftir tals-
manni Vegagerðarinnar að tvöföld-
unin gæti farið fram á árabilinu 2010
til 2012. Ekkert varð af þeim áform-
um. „Þetta var fyrir hrun. Það liðu
ansi mörg ár eftir hrun áður en sett
var fé í aðrar stórar framkvæmdir en
þær sem þegar voru byrjaðar. Síðan
hafa einfaldlega ekki verið meiri fjár-
veitingar en raun ber vitni, þar til nú
að það var sett fé í tvöföldun frá
Kaldárselsvegi og að Krýsuvíkur-
vegi, fyrst með mislægum vegamót-
um og síðan tvöföldunin sem nú er í
gangi. Þetta er áfangaskiptingin og
þá er kaflinn fram hjá álverinu næst-
ur,“ segir G. Pétur Matthíasson, upp-
lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
Viðræður um tvöföldun hafnar
Breikkun Reykjanesbrautar við Álverið í Straumsvík í núverandi legu er metin besti og ódýrasti
kosturinn Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir vegstæði fjær álverinu Kallar á breytingu
Ný veglína Þannig var nýtt vegstæði Reykjanesbrautar í Straumsvík kynnt
í aðdraganda íbúakosningarinnar sem fram fór í bænum árið 2007.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Straumsvík Reykjanesbrautin liggur núna þétt við hlið álversins. Þegar stækkun verksmiðjunnar var á dagskrá ár-
ið 2007 stóð til að færa veginn fjær. Nú er aftur komið á dagskrá að hafa veginn áfram í núverandi vegstæði.
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegagerðin og verkfræðistofan
Mannvit leggja til að tvöföldun
Reykjanesbrautar við Álverið í
Straumsvík verði í núverandi legu
vegarins. Sá kostur verði valinn til
frekari úrvinnslu enda ódýrastur.
Umræddur kafli liggur milli Hvassa-
hrauns og gatnamóta við Krýsuvík-
urveg. Þarna hafa orðið nokkur al-
varleg umferðarslys á undanförnum
árum. Nú síðast
lét pólskur maður
lífið þegar fólks-
bifreið og snjó-
ruðningstæki
skullu saman 12.
janúar sl. í
Straumsvík.
Í samgöngu-
áætlun er gert
ráð fyrir því að fé
verði sett í verk-
efnið Krýsuvík-
urvegur-Hvassahraun á öðru tíma-
bili, þ.e. árin 2025-2029. Í viðtali við
Morgunblaðið 17. janúar sl. sagði
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra að hagkvæmast væri
að breikka Reykjanesbraut í núver-
andi vegstæði og mætti þá hugs-
anlega flýta framkvæmdum, þannig
að þær gætu hafist eftir tvö ár í stað
sex.
„Við höfum verið í góðu samtali við
samgönguráðherra vegna þessa
máls og verið er að leita leiða til að
geta flýtt framkvæmdinni sem er
mjög brýnt eins og allir eru meðvit-
aðir um,“ segir Rósa Guðbjarts-
dóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar
funduðu með Vegagerðinni á föstu-
dag vegna málsins. Var það fyrsti
fundurinn um þessa framkvæmd.
Frekari fundahöld eru framundan að
sögn Rósu. Stefnt er að því að Hafn-
arfjarðarbær eigi fund með fulltrú-
um álversins í Straumsvík á morgun,
föstudag.
Mannvit hefur skilað Vegagerð-
Rósa
Guðbjartsdóttir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er sorglegt hvað það hefur
verið mikil fækkun,“ segir Theodór
Bjarnason, leiðbeinandi hjá Leitar-
hundum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.
Aðeins einn leitarhundur var til-
tækur á svæðinu þegar snjóflóðin
féllu á Vestfjörðum í síðustu viku.
Að sögn Theodórs var hundurinn
sendur með varðskipi frá Ísafirði en
ekki reyndist þörf fyrir hann þegar
á staðinn var komið. Ekki þarf þó að
spyrja að þörfinni hefðu snjóflóða-
varnargarðar ekki verið til staðar.
Sem kunnugt er nýttust snjó-
flóðaleitarhundar vel þegar snjó-
flóðin féllu fyrir vestan árið 1995.
Segir Theodór að ef þörf sé á nú sé
hægt að flytja leitarhunda með
þyrlu þangað sem þarf. Staðreyndin
sé hins vegar sú að leitarhundum
hafi fækkað mikið síðustu ár og
flestir sem eftir eru séu á suðvest-
urhorninu. Leitarhunda er þó að
finna um allt land.
„Árið 2008 þegar við tókum snjó-
flóðapróf þá voru um 70 útkalls-
hundar á landinu öllu. Í dag eru þeir
kannski 30-35,“ segir Theodór sem
kveðst telja að skýringar fækkunar-
innar séu samfélagslegar. Mikil
vinna fari í að þjálfa leitarhunda og
fólk sé einfaldlega að hugsa um aðra
hluti en þessa í dag. „Það er mikið
álag á björgunarsveitarfólki yfirhöf-
uð og það er ekki fyrir alla að bæta
við þjálfun á hundum í ofanálag.
Þetta er gríðarleg vinna. Ég hef
hins vegar heyrt af því innan
Landsbjargar að áhugi sé á því að
koma þessu í samt lag. Við höfum
líka fengið fyrirspurnir frá áhuga-
sömu fólki eftir að snjóflóðin féllu
nú.“
Aðeins einn leitar-
hundur fyrir vestan
Mikil fækkun leitarhunda síðustu ár
Morgunblaðið/RAX
Flateyri Íbúar takast á við afleið-
ingar snjóflóða og vetrarhörku.
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 365.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-