Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 inni uppfærslu á eldri frumdrögum frá árinu 2012. Skoðaðir voru þrír kostir:  Kostur I. Fjögurra akreina veg- ur í nýju vegstæði (5,9 kílómetrar að lengd). Gert ráð fyrir einum mis- lægum vegamótum. Gert er ráð fyrir einum undirgöngum undir Reykja- nesbraut fyrir bílaumferð og sömu- leiðis einum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir gangandi og hjólandi umferð.  Kostur II. Tveggja akreina veg- ur meðfram núverandi vegi (5,6 km). Gert er ráð fyrir lagfæringum á römpum og nýju hringtorgi norðan við núverandi mislæg vegamót við Straumsvík. Einnig er gert ráð fyrir einum undirgöngum undir Reykja- nesbraut fyrir gangandi og hjólandi umferð. Kostnaður vegna breytinga á núverandi vegi er ekki meðtalinn.  Kostur III. Um er að ræða áætl- aðan kostnað vegna tímabundinnar lausnar og því ekki um að ræða heild- arkostnað líkt og fyrir Kost I og Kost II. Tveggja akreina vegur í nýju veg- stæði fyrir umferð til austurs. Kostnaður við Kost I er áætlaður um 4,6 milljarðar króna, við Kost II um 2,1 milljarður króna og við Kost III (tímabundin lausn) um 2,9 millj- arðar króna. Arðsemismat hefur ekki farið fram, en líklega má telja að Kostur II verði arðsamari en hinir kostirnir þar sem hann er bæði ódýr- ari og styttri, segir Mannvit. Stækkun álversins felld 2007 Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar á Reykjanesbrautin að liggja í nýju vegstæði fjær ál- verinu í Straumsvík. Þessi færsla var gerð vegna áforma um stækkun ál- versins. Íbúakosning fór fram í apríl 2007 og urðu úrslitin þau að Hafn- firðingar höfnuðu stækkun með 88 atkvæða mun, 6.382 atkvæðum gegn 6.294. Kosningaþátttaka var mjög mikil, eða tæp 77%. Lúðvík Geirsson, þáverandi bæjar- stjóri, benti á að í aðalskipulagi Hafn- arfjarðar væri gert ráð fyrir tilfærslu Reykjanesbrautarinnar, hvað sem liði stækkun álversins því ný lega brautarinnar félli betur að heild- arskipulagi á svæðinu. Í apríl 2008 var haft eftir tals- manni Vegagerðarinnar að tvöföld- unin gæti farið fram á árabilinu 2010 til 2012. Ekkert varð af þeim áform- um. „Þetta var fyrir hrun. Það liðu ansi mörg ár eftir hrun áður en sett var fé í aðrar stórar framkvæmdir en þær sem þegar voru byrjaðar. Síðan hafa einfaldlega ekki verið meiri fjár- veitingar en raun ber vitni, þar til nú að það var sett fé í tvöföldun frá Kaldárselsvegi og að Krýsuvíkur- vegi, fyrst með mislægum vegamót- um og síðan tvöföldunin sem nú er í gangi. Þetta er áfangaskiptingin og þá er kaflinn fram hjá álverinu næst- ur,“ segir G. Pétur Matthíasson, upp- lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Viðræður um tvöföldun hafnar  Breikkun Reykjanesbrautar við Álverið í Straumsvík í núverandi legu er metin besti og ódýrasti kosturinn  Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir vegstæði fjær álverinu  Kallar á breytingu Ný veglína Þannig var nýtt vegstæði Reykjanesbrautar í Straumsvík kynnt í aðdraganda íbúakosningarinnar sem fram fór í bænum árið 2007. Morgunblaðið/Árni Sæberg Straumsvík Reykjanesbrautin liggur núna þétt við hlið álversins. Þegar stækkun verksmiðjunnar var á dagskrá ár- ið 2007 stóð til að færa veginn fjær. Nú er aftur komið á dagskrá að hafa veginn áfram í núverandi vegstæði. FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin og verkfræðistofan Mannvit leggja til að tvöföldun Reykjanesbrautar við Álverið í Straumsvík verði í núverandi legu vegarins. Sá kostur verði valinn til frekari úrvinnslu enda ódýrastur. Umræddur kafli liggur milli Hvassa- hrauns og gatnamóta við Krýsuvík- urveg. Þarna hafa orðið nokkur al- varleg umferðarslys á undanförnum árum. Nú síðast lét pólskur maður lífið þegar fólks- bifreið og snjó- ruðningstæki skullu saman 12. janúar sl. í Straumsvík. Í samgöngu- áætlun er gert ráð fyrir því að fé verði sett í verk- efnið Krýsuvík- urvegur-Hvassahraun á öðru tíma- bili, þ.e. árin 2025-2029. Í viðtali við Morgunblaðið 17. janúar sl. sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra að hagkvæmast væri að breikka Reykjanesbraut í núver- andi vegstæði og mætti þá hugs- anlega flýta framkvæmdum, þannig að þær gætu hafist eftir tvö ár í stað sex. „Við höfum verið í góðu samtali við samgönguráðherra vegna þessa máls og verið er að leita leiða til að geta flýtt framkvæmdinni sem er mjög brýnt eins og allir eru meðvit- aðir um,“ segir Rósa Guðbjarts- dóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar funduðu með Vegagerðinni á föstu- dag vegna málsins. Var það fyrsti fundurinn um þessa framkvæmd. Frekari fundahöld eru framundan að sögn Rósu. Stefnt er að því að Hafn- arfjarðarbær eigi fund með fulltrú- um álversins í Straumsvík á morgun, föstudag. Mannvit hefur skilað Vegagerð- Rósa Guðbjartsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er sorglegt hvað það hefur verið mikil fækkun,“ segir Theodór Bjarnason, leiðbeinandi hjá Leitar- hundum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Aðeins einn leitarhundur var til- tækur á svæðinu þegar snjóflóðin féllu á Vestfjörðum í síðustu viku. Að sögn Theodórs var hundurinn sendur með varðskipi frá Ísafirði en ekki reyndist þörf fyrir hann þegar á staðinn var komið. Ekki þarf þó að spyrja að þörfinni hefðu snjóflóða- varnargarðar ekki verið til staðar. Sem kunnugt er nýttust snjó- flóðaleitarhundar vel þegar snjó- flóðin féllu fyrir vestan árið 1995. Segir Theodór að ef þörf sé á nú sé hægt að flytja leitarhunda með þyrlu þangað sem þarf. Staðreyndin sé hins vegar sú að leitarhundum hafi fækkað mikið síðustu ár og flestir sem eftir eru séu á suðvest- urhorninu. Leitarhunda er þó að finna um allt land. „Árið 2008 þegar við tókum snjó- flóðapróf þá voru um 70 útkalls- hundar á landinu öllu. Í dag eru þeir kannski 30-35,“ segir Theodór sem kveðst telja að skýringar fækkunar- innar séu samfélagslegar. Mikil vinna fari í að þjálfa leitarhunda og fólk sé einfaldlega að hugsa um aðra hluti en þessa í dag. „Það er mikið álag á björgunarsveitarfólki yfirhöf- uð og það er ekki fyrir alla að bæta við þjálfun á hundum í ofanálag. Þetta er gríðarleg vinna. Ég hef hins vegar heyrt af því innan Landsbjargar að áhugi sé á því að koma þessu í samt lag. Við höfum líka fengið fyrirspurnir frá áhuga- sömu fólki eftir að snjóflóðin féllu nú.“ Aðeins einn leitar- hundur fyrir vestan  Mikil fækkun leitarhunda síðustu ár Morgunblaðið/RAX Flateyri Íbúar takast á við afleið- ingar snjóflóða og vetrarhörku. ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 365.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.