Morgunblaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leiðsögn Hrafnhildur Shoplifter sagði Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og öðrum gestum frá hinu flókna og skrautlega verki sínu í gærkvöldi. Á opnun Hildur B. Bæringsdóttir, Guðrún Ó. Kristinsdóttir, Katrín Guð- mundsdóttir, Anna B. Árnadóttir, Dagmar Haraldsdóttir, Sandra Ýr Dungal. Feneyjatvíæringsverk Hrafnhildar Shoplifter til sýnis í Hafnarhúsi »Chromo Sapiens, innsetning Hrafnhildar Arnardótt- ur/Shoplifter sem var framlag Íslands á Feneyjatvíær- ingnum í fyrra, er nú komin í Listasafn Reykjavíkur í Hafnar- húsi og fór opnun fram í gærkvöld. Hljómsveitin HAM samdi tónverk sem hljómar í verkinu og lék sveitin við opnunina í gær og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpaði gesti og opnaði sýninguna. Í innsetninguna notaði Hrafnhildur einkennisefni- við sinn, litríkt gervihár, og í verkinu eru gestir leiddir í gegn- um þrjú ólík rými, fyrst drungaleg hellakynni, Primal Opus, þá Astral Gloria og loks hið himneska Opium Natura. Litasprengja Gestir í loðnum miðhelli hins umfangsmikla og litríka verks Hrafnhildar. Innyflanudd Hljómsveitin HAM tróð upp á opnuninni. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020 Ljósvaki // Æther 1.0.1. nefnist sýn- ing sem opnuð verður í BERG Con- temporary, Klapparstíg 16, í dag kl. 17. Á henni má sjá verk Selmu Hreggviðsdóttur og Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur sem beina sjónum að sögu og eiginleikum kristalla, nánar tiltekið hins íslenska silfurbergs. „Samhliða kristöllum sínum stilla þær upp einstakri silfurbergskúlu sem fengin hefur verið að láni frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Kúlan var formuð og slípuð af Bjarna Ólafssyni frá Brimnesgerði í því skyni að senda hana á heimssýn- inguna í Chicago 1892,“ segir m.a. í tilkynningu en frekari upplýsingar má finna á bergcontemporary.is. Silfurbergskúla á samsýningu Ljósvaki Kynningarmynd sýningarinnar. Organistinn Kristján Hrannar Pálsson frum- flytur í kvöld kl. 20 loftslagsverkið +2,0°C á Klais- orgel Hallgríms- kirkju. Rithöf- undurinn Andri Snær Magnason mun halda stutta ræðu á undan flutningnum. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar og rennur allur ágóði af miðasölu til Votlendissjóðs. Kristján er fastráð- inn organisti við Óháða söfnuðinn í Reykjavík og stýrir tveimur kórum. Frumflytur lofts- lagsverkið +2,0°C Kristján Hrannar Pálsson ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Leikstjóri: Clint Eastwood 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARS TILNEFNINGAR 11 HHHHH Rás 2 HHHHH FBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.