Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  39. tölublað  108. árgangur  Fagnaðu vetri með Touareg Tilboðsverð Offroad+ 9.850.000,- HEKLA · www.hekla.is/volkswagensalur HÆSTIRÉTTUR FAGNAR ALD- ARAFMÆLI BÓKIN BÆÐI ÁSTARSAGA OG ÞRILLER LEIKSTÝRIR KOKKÁL 42SÉRBLAÐ 16 SÍÐUR Öldugangurinn í Reykjavíkurhöfn var óhemjumikill í óveðr- inu sem gekk yfir landið í gær. Bátarnir gengu upp og niður í takt við öldurnar og til beggja hliða í takt við vindinn líkt og um þaulæfðan dans til heiðurs veðurguðunum væri að ræða. Þó að lægðin í gær sé gengin yfir eru áfram gular og appels- ínugular viðvaranir í gildi fyrir helgina en búist er við slæmu veðri á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Gul við- vörun gildir á laugardag fyrir Suður- og Suðausturland. Þá er von á annarri djúpri lægð um helgina sem mun koma frá Evr- ópu. Miðað við spár gæti hún orðið dýpsta lægð sögunnar. Ekki er þó talið að hún muni hafa mikil áhrif hér á landi þar sem loftþrýstingur yfir landinu er enn lágur. »2 og 4 Bátarnir í höfninni stigu dans í lægðarinnar öldugangi Morgunblaðið/Árni Sæberg  Markús Sigur- björnsson, fyrr- verandi forseti Hæstaréttar, seg- ist í samtali við Morgunblaðið í dag ekki vera viss um að leyst hafi verið rétt úr þeim vanda- málum sem leiddu til stofn- unar Landsréttar. Rætt er við Mark- ús í sérstöku aukablaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag í tilefni af 100 ára afmæli réttarins á morgun. Markús nefnir m.a. að ráðast hefði þurft að rót þess álags sem hvíldi á Hæstarétti. „Það eitt að taka kass- ann í fangið og bera út í næsta hús leysir ekki neitt. Enda sýnir reynsl- an af Landsrétti, sem starfað hefur í tvö ár, að þar er strax kominn mála- hali,“ segir Markús í viðtalinu. Betur hefði mátt huga að rót álagsins Markús Sigurbjörnsson „Sveitarstjórnarmenn hvísla því sín á milli að þetta gæti sprengt upp samband sveitarfélaga,“ segir Bjarni Jónsson við Morgunblaðið í dag um kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en borgin vill að sjóðurinn greiði sér tæplega sex milljarða króna vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Krafa borgarinnar er nú til með- ferðar hjá ríkislögmanni, en hún var sett fram undir lok síðasta árs. Telur borgin að niðurstaða Hæstaréttar í fyrra um að óheimilt hafi verið að fella niður jöfnunarframlag til Grímsnes- og Grafningshrepps sam- kvæmt lögum leiði af sér að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá framlögum úr sjóðnum. Segir í kröfu borgarinnar að í reglugerðum sem gildi um sjóðinn sé að finna reiknireglur sem útiloki borgina frá tilteknum framlögum eða ákvæði sem segi slíkt hið sama berum orðum, en fyrir hvorugu sé lagastoð að mati borgarinnar. Bjarni, sem sat í stjórn Jöfnunar- sjóðs í átta ár, segir að vinni borgin mál sitt séu forsendur fyrir hlutverki sjóðsins brostnar, en hlutverk hans á að vera að jafna stöðu sveitarfélag- anna til að standa undir lögbundnum verkefnum. Gæti teflt sam- starfinu í tvísýnu  Reykjavíkurborg krefst um sex milljarða frá Jöfnunarsjóði MBorgin fer fram á sex millj. »15  Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar voru 9.618 manns án at- vinnu í lok janúarmánuðar, og fjölgaði þeim um rúmlega þúsund manns frá því í lok desember 2019. Hafa ekki jafnmargir verið án at- vinnu í mánaðarlok skv. tölum stofnunarinnar síðan í maí 2012. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir í sam- tali við Morgunblaðið að atvinnu- leysi sé að aukast álíka mikið innan allra bakgrunnshópa, þ.e.a.s. hvað varðar kyn, aldur, erlenda og inn- lenda ríkisborgara og menntahópa. Þá sé atvinnuleysi að aukast um land allt. Í janúarskýrslu Vinnumálastofn- unar kemur einnig fram að 3.836 erlendir ríkisborgarar voru án at- vinnu í lok janúar en þeir voru 2.080 í lok janúar 2019. »2 Atvinnulausum fjölgaði um rúmlega þúsund í janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.