Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég var svona sæmilegasannspár fyrir viku. Árang-ur Dimmu kom ekki á óvart og hefðbundnasta lagið fór líka áfram af nokkru öryggi. Aðrir þurftu að bíta í súrt, í bili a.m.k. En hvað er í gangi í kvöld? GAGNAMAGNIÐ Höfundur lags: Daði Freyr. Höfundur texta: Daði Freyr. Flytjandi: Daði Freyr og Gagnamagnið. Daði Freyr kom eins og storm- sveipur inn í Söngvakeppnina á sínum tíma, þurfti enga vindvél eða prjál, massaði þetta með gríðar- sjarma, stórkostlegu lagi og snilld- arlega útfærðu atriði. Ef ekki hefði verið fyrir meistaratakta Svölu, hefði hann unnið. Þetta lag, sem heitir eftir hljómsveitinni, er ein- staklega „Daðalegt“ en um leið ein- kennilega ófrumlegt, hljómar eins og soðgrýla upp úr nokkrum göml- um lögum. Stuðvænt, ójá, en það eitt og sér dugar ekki til. Sjáum hvort atriði Daða fleyti honum yfir línuna, annað eins hefur nú gerst. En lagasmíðin sem slík er ekki burðug, því miður. FELLIBYLUR Höfundar lags: Hildur Vala og Jón Ólafsson. Höfundur texta: Bragi Valdimar Skúlason. Flytjandi: Hildur Vala. Sterkt lag og ekkert sér- staklega „Eurovision“-legt. Það er dimmt yfir, þetta er hálfgerð myrkraballaða sem Hildur Vala (frábær söngkona) flytur af reisn bæði og þokka. Lagið fær að anda og taka sinn tíma, og virðist lengra en þær tæpu þrjár mínútur sem það varir. Texti Braga Valdimars styður vel við alla stemningu. Hild- ur setur allar áherslur og slaufur inn á hárrétta staði og syngur af sannferðugheitum og innlifun. Maður trúi henni m.ö.o. Það er vonandi að fólk hafi vit á að veita þessu lagi brautargengi, annað eins hefur reyndar gerst (mér verður hugsað til lagsins „Hægt og hljótt“). OCULIS VIDERE Höfundar lags: Íva Marín Adric- hem og Richard Cameron. Höfundur texta: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron. Flytjandi: Íva Marín. Lag með klassískum brag og ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Textinn sem fjallar um alsjáandi augu hefur eðlilega nokkra dýpt enda hefur Íva verið blind frá fæðingu. Lagið fer hægt af stað, ansi dramabundið, og við erum komin í mitt lag þegar skipt er um gír og gangurinn verður meira knýjandi. Klassísk söng- rödd, kvenbakraddir, latína og lúðrar … já, maður getur nánast strokið steinveggnum í klaustrinu. En þrátt fyrir þennan glæsileik á ytra byrðinu nær lagið aldrei al- mennilega í gegn, skilur í raun lít- ið eftir þegar það loks kveður, ein- hverra hluta vegna. EKKÓ Höfundar lags: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez. Höfundar texta: Þórhallur Halldórsson og Einar Bárðarson. Flytjandi: Nína. Þetta kvöld er skipað reynslu- boltum sem nýliðum og stílar allir ólíkir. Er það vel. Nína (Söngva- keppnislegt nafn!) er af söngva- fjölskyldu (mamma hennar er Rúna Stefánsdóttir söngkona) og er bæði efnileg og kemur vel fyrir. En óskaplega er það nú rýrt í roð- inu lagið sem hún hefur úr að moða. Það er meira eins og eitt- hvert algrím hafi sett það saman, fremur en mennskur hugur. Vers- ið flatt og óspennandi og sömu sögu má segja um viðlagið. Og svosem lítið meira um þetta lag að segja. DREYMA Höfundar lags: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson. Höfundur texta: Matthías Matthíasson. Flytjandi: Matti Matt. Matti Matt hefur marga Euro- vision-fjöruna sopið og færir þessu ágæta lagi Birgis og Ragnars þá vigt og þá reynslu sem það kallar einhvern veginn óhjákvæmilega á. Ég segi ágætt, þetta er haganlega samið og í hefðbundnu – nánast íhaldssömu – móti, alveg eins og hitt lagið sem þeir félagar eiga („Klukkan tifar“, sem er komið áfram). Matti gengur fagmann- lega frá laginu, og í raun lítið hægt að setja út á það. Ég giskaði á að kunnuglegheitin myndu landa fyrra laginu, sem reyndist rétt, og svei mér þá, mig grunar að svo verði reyndin líka hér. „Augna þinna glóð, ólgandi blóð“ Gagnamagnið Daði Freyr snýr aftur í keppnina. Fellibylur Hildur Vala flytur eigið lag í kvöld. Dreyma Matti Matt er vel kunnugur keppninni.Ekkó Nína flytur lag eftir Þórhall og Sönnu. Oculis videre Íva Marín flytur eigið lag og texta. Síðari skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Eurovision verður nú tekinn til kostanna. SÉRBLAÐ Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 16. mars. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 20. mars 2020 Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgar- leikhússins. Hún hefur yfir tuttugu ára reynslu sem leikari, höfundur, listrænn ráðunautur og leikstjóri. Hún hefur starfað við Borgarleik- húsið síðastliðin átta ár og meðal annars leikstýrt sýningunum Rík- harður III og Vanja frændi, sem enn er í sýningu. Brynhildur hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlotið margvíslega viðurkenn- ingu fyrir framlag sitt til lista. Til að mynda hefur hún sjö sinnum hlotið Grímuverðlaun, ýmist fyrir leik í aðal- og aukahlutverkum, leikstjórn eða fyrir leikritun. Þá var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar. Brynhildur lauk BA-námi í leik- list frá Guildhall School of Music and Drama í Englandi en áður hafði hún lokið BA-gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands. Einnig nam hún leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Borgarleikhús- inu er haft eftir Brynhildi: „Á þess- um vatnaskilum í mínu lífi þakka ég af auðmýkt það traust sem stjórn Leikfélags Reykjavíkur nú sýnir mér. Það er með gleði sem ég tek við keflinu af Kristínu Eysteins- dóttur, sem hin síðustu ár hefur stýrt Borgarleikhúsinu af kjarki, hlustun og sínu einstaka listræna innsæi. Það eru stórar breytingar í íslensku leikhúslífi um þessar mundir og ég lít á það sem gríðar- mikið og gott tækifæri fyrir leik- húsið til að spyrna sér af krafti inn í nýja og gróskumikla tíma.“ Þá kveðst hún hlakka til „að setja upp skipstjórahúfuna og, ásamt hinum öfluga, samstillta og flinka hópi starfsmanna leikhússins, setja á fullt stím inn í nýja framtíð“. Brynhildur tekur við Borgarleikhúsinu  Býr yfir mikilli reynslu í leikhúsum Leikhússtjóri Brynhildur Guðjóns- dóttir mun stýra Borgarleikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.