Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
Við höfum opnað nýjan og endurbættan vef:
www.gamafelagid.is
50 ára Benedikt
fæddist í Reykjavík,
ólst upp á Núpi á
Berufjarðarströnd en
býr í Grafarvogi í
Reykjavík. Hann er
stofnandi, fram-
kvæmdastjóri og eig-
andi Sendibíla Reykjavíkur ehf. sem var
stofnað árið 2001. Benedikt er mikill
útivistarmaður.
Maki: Hólmfríður Sólveig Pálsdóttir, f.
1971, skrifstofustjóri Sendibíla Reykja-
víkur.
Börn: Rúnar Páll, f. 1993, og Berglind, f.
1998.
Foreldrar: Gunnar Einarsson, f. 1922, d.
2008, og Svava Júlíusdóttir, f. 1930, d.
2006, bændur á Núpi.
Stefán Benedikt
Gunnarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Skyndilega hefurðu þörf fyrir að
tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinningar
sem fara um hjarta þitt
20. apríl - 20. maí
Naut Þú mátt eiga von á óvæntum uppá-
komum allt í kringum þig og því er gott að
búa yfir eðlislægum sveigjanleika.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eitthvað sem vinur þinn lætur út
úr sér nær algerum tökum á þér. Farðu
varlega, þegar þú kemst að leyndarmáli
um einn vinnufélaga þinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það gengur ekki að þú ríghaldir í
alla skapaða hluti á vinnustaðnum. Við
finnum öll fyrir því að vera bundin því, sem
við eigum, þótt í raun sé það órökrétt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Notaðu daginn til þess að brjóta nið-
ur hindrun sem þú hefur reist af sjálfs-
dáðum. Fólk sem reynir að hafa áhrif á þig
þekkir ekki allar staðreyndir málsins.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur mikinn sjálfsaga og gerir
stundum of miklar kröfur til sjálfs þín.
Gömul hegðunarmunstur þjóna ekki endi-
lega hagsmunum þínum eins og stendur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þroski og sársauki fara stundum
hönd í hönd. Leitaðu eftir hverju tækifæri
til að gjalda góðmennsku sem þér hefur
verið sýnd.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú finnur á þér að eitthvað er
í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns.
Búðu þig undir að fyrr eða síðar reyni á út-
sjónarsemi þína.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur vanrækt vini og
vandamenn og nú er komið að því að bæta
þeim það upp. Tengslanetið er eitt það
dýrmætasta sem það á.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Mundu að þú ert aldrei einn. Ef
þú vilt vera yfirgengilega örlátur, skaltu
gerast róttækur. Ákveddu að taka ekki eft-
ir því hvort fólk er jafn vinsamlegt við þig
og þú við það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk flæðir inn og út úr lífi þínu
eins og sjávarföllin, ýmist vilja allir athygli
þína í einu eða allt er skyndilega horfið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gættu þess að sýna alltaf þau við-
brögð sem nægjanleg eru hverju sinni.
Varaðu þig og láttu ekki ofurkraftinn í þér
eyðileggja fyrir þér sambönd.
Sörla og fyrsti formaður þess. Hann
sat í stjórn íþróttaráðs LH og var for-
maður þess í eitt ár, var formaður
íþróttadeildar Hestamannafélagsins
Geysis í nokkur ár, er félagi í Félagi
tamningamanna og situr í stjórn
íþróttanefndar FEIF. Sigurður hefur
haldið mörg námskeið, einkum í járn-
ingum.
„Eftir að við hjónin minnkuðum við
okkur þá höfum við ferðast mikið og
erum alltaf erlendis um þetta leyti
ársins, en komum heim í lok febrúar.“
skeiði og samanlögðum stigum á
Leikni frá Dýrfinnustöðum árið 1977
í Danmörku. Einnig á hann heims-
meistara úr sinni ræktun en það er
Hvinur frá Holtsmúla, sem varð
heimsmeistari í tölti og var Jóhann
Rúnar Skúlason knapinn. „Ég reyni
að vera hlutlaus og fagna öllum
heimsmeistaratitlum okkar Íslend-
inga jafnmikið, en óneitanlega varð
ég enn stoltari af þessum titli.“
Sigurður var einn af stofnendum
íþróttadeildar Hestamannafélagsins
S
igurður Sæmundsson
fæddist 15. febrúar 1950 í
Hafnarfirði og ólst þar
upp. Hann var í sveit í
nokkur sumur hjá móður-
bróður sínum á Hóli á Tjörnesi. „Ég
byrjaði síðan með fjárbúskap í
miðjum Hafnarfirði þegar ég var í
kringum fimmtán ára og það kom við-
tal við mig í Morgunblaðinu út af því.
En stuttu seinna sneri ég mér alveg
að hrossunum.“
Sigurður lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborg 1966, búfræðiprófi við
Bændaskólann á Hvanneyri 1969, og
meistaraprófi í járningum við Dýra-
læknaháskólann í Stokkhólmi 1970.
„Ég fór út með Gunnari Bjarnasyni
að kynna íslenska hestinn, sá mann
járna þar úti og hugsaði með mér að
þetta þyrfti ég að læra.“
Sigurður kenndi járningar við
Dýralæknaháskólann í Stokkhólmi í
eitt ár en flutti aftur heim til íslands
1972. Hann var bústjóri hjá Sigur-
birni Eiríkssyni í Álfsnesi í eitt ár,
flutti þá til Hamarsfjarðar og vann
við járningar og tamningar. Sigurður
var brautryðjandi í járningum á Ís-
landi og gerði járningar að faggrein.
Sigurður keypti jörðina Holtsmúla í
Landsveit 1982 og stundaði þar
tamningar og hrossarækt. Sigurður
byggði síðan upp hestabúgarðinn á
Skeiðvöllum ásamt Viðari bróður sín-
um. Búgarðurinn er um 350 hektarar
með grasgefnum beitarhólfum.
Byggingar hófust um áramótin 2006-
2007 og var flutt inn í fyrsta íbúðar-
húsið í lok september 2007. Árið 2011
tók eldri dóttir hans, Katrín og sam-
býlismaður hennar, Davíð Jónsson,
yfir reksturinn á hesthúsinu. Þau eru
aðallega með ferðaþjónustu, hesta-
leigu og allskonar uppákomur fyrir
ferðamenn og aðra svo sem nám-
skeið, sölumót, sýnikennslu, hesta-
vörubúð og fleira. „Við gömlu hjónin
erum áfram í ræktuninni og uppeld-
inu og höfum nokkrar stíur fyrir okk-
ur.“
Sigurður er landsfrægur knapi og
keppti á fjórum heimsmeistara-
mótum frá 1972 og var landsliðs-
einvaldur á tólf heimsmeistara
mótum og náði frábærum árangri.
Sjálfur varð hann heimsmeistari í
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er Lisbeth
Gerestig Sæmundsson, f. 23.6. 1949 í
Svíþjóð, hrossabóndi. Þau hófu sam-
búð 1970 en gengu í hjónaband 2.12.
1978. Foreldrar Lisbethar voru Otto
Gerestig vélstjóri og Helmi Gerestig
húsmóðir.
Dætur Sigurðar og Lisbethar eru
Katrín Ólína, f. 22.3. 1973, ferðaþjón-
ustubóndi á Skeiðvöllum, maki henn-
ar er Davíð Jónsson smiður og þau
Sigurður Sæmundsson, hrossaræktandi og járningamaður – 70 ár
Í reiðtúr Sigurður og Seiður frá Skammbeinsstöðum staddir við Réttanes.
Landsliðseinvaldur til langs tíma
Skeiðvellir Hestabúgarðurinn þar sem Sigurður ræktar hross sín.Hjónin Lisbeth og Sigurður.
40 ára Rakel er fædd í
Óðinsvéum, Dan-
mörku, ólst upp í
Reykjavík og Reykja-
nesbæ og býr í Reykja-
nesbæ. Hún er grunn-
skólakennari að mennt
og kennir íslensku sem
annað mál í Njarðvíkurskóla og er verk-
efnastjóri yfir því.
Maki: Gunnlaugur Kárason, f. 1976, sviðs-
stjóri fjármála hjá HS veitum.
Börn: Lovísa, f. 2003, Júlía, f. 2005, Elísa,
f. 2008, og Emilía, f. 2010.
Foreldrar: Erla Guðjónsdóttir, f. 1953, hús-
móðir í Reykjanesbæ, maki: Guðmundur
Birkisson; og Eiríkur Þorbjörnsson, f. 1951,
rafmagnstæknifræðingur, bús. í Garðabæ,
maki: Svanhildur Þengilsdóttir.
Rakel Ósk
Eiríksdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Sara Rós Smáradóttir
fæddist 14. desember 2019 kl. 11.37.
Hún vó 3.700 g og var 52 cm löng. For-
eldrar hennar eru Hugrún Lind
Júlíusdóttir og Smári Jón Hauksson.
Nýr borgari