Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
Birds of Prey er nýjastakvikmyndin úr sagna-heimi DC-teiknimynda-sagnaútgáfunnar og segir
af Harleen nokkurri Quinzel sem
kallar sig Harley Quinn og var kynnt
til sögunnar sem unnusta Jókersins í
kvikmyndinni Suicide Squad sem
þótti heldur léleg. Fyrir þá sem ekki
þekkja til þá hefur DC-útgáfan m.a.
gefið út sögurnar um Leðurblöku-
manninn, Súpermann, Wonder
Woman og fleiri hetjur en kvik-
myndir um persónur sagnanna hafa
verið ólíkar að gæðum, sumar af-
bragð en aðrar hreinasta hörmung.
Birds of Prey er nær því að vera af-
bragð en hörmung, fínasta skemmt-
un en þó ekki gallalaus.
Veggspjöld myndarinnar gefa vel
til kynna hvað er í vændum, þau eru
afar litrík og skrautleg og benda til
þess að einhvers konar smekkleysa
eða karnival sé þar auglýst. Á einu
þeirra sést Harley Quinn beina
hafnaboltakylfu að áhorfandanum
en slíkri kylfu beitir hún hugvits-
samlega á andstæðinga sína í mynd-
inni og þeir eru ansi margir. Nafn
persónunnar er orðaleikur því það
minnir á „harlequin“, eina af per-
sónum fornu ítölsku „commedia dell-
’arte“ leikhúsaðferðarinnar, ef rétt
er skilið, og kallast líklega skrípa-
leikari á íslensku.
Líkt og kærasti hennar, Jókerinn,
gengur Quinn ekki heil til skógar, er
sturluð á einhvern mjög svo furðu-
legan hátt sem sést strax í upphafi
myndar þegar hún fótbrýtur mann á
báðum fyrir að brúka kjaft á nætur-
klúbbi og lætur eins og hún hafi bara
slegið hann létt utan undir. Vill svo
óheppilega til að maðurinn er bíl-
stjóri eiganda klúbbsins, Romans
Sionis, stórhættulegs glæpakóngs
sem Ewan McGregor leikur og er
einnig þekktur sem Black Mask, eða
Svarta gríman. Hefur hann það til
siðs að pynta fólk og drepa ef það fer
ekki að vilja hans. Eitt slíkt atriði
hækkar aldurstakmark mynd-
arinnar um nokkur ár, myndi ég
halda.
Harley Quinn á sér marga hættu-
lega óvini en hefur notið friðhelgi
sem kærasta Jókersins sem er
hættulegasti glæpaforingi Gotham-
borgar. Það kemur því stórt babb í
bátinn þegar Jókerinn segir henni
upp og Harley Quinn verður fyrir
vikið réttdræp. Sionis er einn þeirra
sem eiga harma að hefna og klófestir
Quinn en hún bjargar lífi sínu með
því að bjóðast til að finna unga
stúlku, vasaþjóf, sem rænt hefur af-
ar dýrmætum demanti sem Sionis
ágirnist. Quinn er ekki lengi að hafa
hendur í hári vasaþjófsins en þá
byrjar hasarinn fyrir alvöru því fleiri
vilja ná þjófnum og drepa Quinn um
leið. Fer svo að Quinn, þjófurinn og
fleiri skaðræðiskvendi snúa bökum
saman og mæta böðlum Sionis og
honum sjálfum í miklum tívolíbar-
daga.
Margot Robbie leikur Harley
Quinn með miklum tilþrifum og per-
sónan er með þeim skemmtilegri
sem sést hafa í ofurhetjumyndum
DC, þó að vísu sé hún ekki ofurhetja
heldur frekar stálheppin og bar-
dagafim andhetja sem áhorfandinn
hefur samúð með upp að vissu
marki. Myndin er öll í miklum ýkj-
ustíl sem gerir hana bara skemmti-
legri en ella og í einu eftirminnileg-
asta atriðinu ræðst Quinn inn í
lögreglustöð og skýtur þar mann og
annan en þó ekki með hefðbundnum
skotum heldur einhvers konar dós-
um fullum af glimmeri, confetti og
litadufti. Það er því enginn drepinn,
sem betur fer. Bardaga- og hasar-
atriði eru listilega úr garði gerð en
hreyfivinnan sem býr þar að baki,
kóreógrafían ef kalla mætti, er með
vanmetnari þáttum kvikmyndagerð-
ar og mætti verðlauna hana sér-
staklega á uppskeruhátíðum á borð
við Golden Globe og Óskarinn. Útlit
myndarinnar er í anda sagnanna um
Harley Quinn, mjög litríkt og ýkt og
sagan fer fram og aftur í tíma sem
heldur manni áhugasömum og við
efnið. Búningar eru skemmtilega
hannaðir og förðunin dásamlega ýkt
líkt og hárgreiðslurnar eða -koll-
urnar.
Það er mikill stelpukraftur, „girl
power“, í myndinni og fín skemmtun
að horfa á bardagakvendin lúskra á
vitgrönnum óþokkum með mjög svo
skrautlegum hætti, oft á tíðum. Ólíkt
kvenpersónum eru karlarnir ansi
tvívíðir og vondi karlinn, sem
McGregor leikur, er því miður mjög
ófrumlegur og litlaus sem dregur
nokkuð úr skemmtigildinu. Óþokki
sem manni finnst maður hafa séð
ótal sinnum áður. McGregor gerir
sitt besta en það dugar bara ekki til.
Endalok óþokkans eru líka furðu-
lega ófrumleg miðað við þá hug-
myndaauðgi sem einkennir myndina
á heildina litið.
Birds of Prey, eða Birds of Prey
(and the Fantabulous Emancipation
of One Harley Quinn) eins og hún
heitir raunar, er hin fínasta skemmt-
un, góð afþreying sem ristir kannski
ekki djúpt en það sem bjargar henni
á endanum eru flott hasaratriði, gott
grín og skemmtilegar persónur.
Robbie stendur upp úr þegar litið er
til leikara enda í langskemmtileg-
asta hlutverkinu. Ekkert ætti að
vera því til fyrirstöðu að fleiri mynd-
ir verði gerðar um Harley Quinn eft-
ir þessa ágætu fyrstu sólómynd and-
hetjunnar.
Skemmtilegur skrípaleikur
Vinátta Margot Robbie í hlutverki Harley Quinn í Birds of Prey. Hér er hún með gæludýri sínu, hýenunni Bruce.
Sambíóin og Laugarásbíó
Birds of Prey bbbmn
Leikstjórn: Cathy Yan. Handrit:
Christina Hodson. Aðalleikarar: Margot
Robbie, Rosie Perez, Mary Elizabeth
Winstead, Jurnee Smollett-Bell, Ewan
McGregor og Ella Jay Basco. Bandaríkin
og Bretland, 2020. 109 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Hin margreyndu
söngvarar Anna
Sigríður Helga-
dóttir og Gísli
Magna Sigríðar-
son koma fram á
tónleikum í Há-
teigskirkju í dag,
laugardag, kl. 17.
Um er að ræða
tónleika í röð til
styrktar orgel-
sjóði Háteigskirkju. Tónleikaröðin
hóf göngu sína haustið 2019 og eru
þetta fyrstu tónleikarnir á árinu
2020. Þau Anna Sigríður og Gísli
flytja nokkra kunna negrasálma og
aðra íslenska, flesta eftir Hallgrím
Pétursson, við tónlist Gísla Magna
og Sigurðar Sævarssonar og að
auki flytja þau einn sálm séra Hall-
gríms við íslenskt þjóðlag, í útsetn-
ingu Smára Ólasonar.
Syngja sálma til
styrktar orgelsjóði
Gísli Magna
Sigríðarson
Myndlistarkonan
Laufey Arnalds
Johansen hefur
opnað sýningu á
verkum eftir sig í
verslunarrými á
2. hæð Kringl-
unnar, við hlið-
ina á verslun
Nova, og mun
hún standa yfir í
nokkrar vikur. Laufey sýnir bæði
ný og eldri verk úr seríu sem hún
kallar Aurora – Áróra og er mjög
litrík. Þá eru einnig sýnd verk úr
seríunni Vúlkan en þau verk eru
svört og þykk og minna að hennar
sögn helst á hraunið og svarta
sanda í íslenskri náttúru. Sum verk-
ana voru á sýningum í París og Míl-
anó, en undanfarið hefur Laufey
tekið þátt í 13 sýningum víða um
lönd.
Laufey sýnir mál-
verk í Kringlunni
Verk eftir Laufeyju.
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
Rás 2
FBL
BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN
BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3
BESTA KVIKMYNDATAKAN
ÓSKARSVERÐLAUN4 BESTA MYNDINm.a.
ÓSKARSVERÐLAUN2 BESTA FRUMSAMDA TÓNLISTm.a.
HILDUR GUÐNADÓTTIR