Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
sp
ör
eh
f.
Töfrandi blær Toskana héraðsins og yndislegt andrúmsloft ítölsku rivíerunnar, með
blaktandi pálmatrjám og hrífandi ströndum, leika við okkur í þessari ferð. Farið
verður í ævintýralegar ferðir þar sem við kynnumst menningu og listum landsins,
siglum m.a. úti fyrir Cinque Terre ströndinni, kynnumst Flórens, einni glæsilegustu
lista- og menningarborg landsins, og stöldrum við í Pisa þar sem við skoðum að
sjálfsögðu hinn heimsþekkta skakka turn.
Verð: 239.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Fararstjóri: Pavel Manásek
Sumar 4
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
30. maí - 7. júní
Töfrandi Toskana
Hundruð franskra bænda gengu
fylktu liði um götur Reims í Norð-
austur-Frakklandi á fimmtudag og
efndu til mótmælastöðu fyrir utan
dómhús borgarinnar. Kröfðust þeir
þess að bóndinn Jean-Louis Leroux
yrði þegar í stað leystur úr haldi lög-
reglu, en Leroux er grunaður um til-
raun til manndráps.
Er honum gefið að sök að hafa
skotið úr haglabyssu sinni á 19 ára
gamlan mann sem liggur í dauðadái
á sjúkrahúsi eftir atlöguna, en er úr
lífshættu. Leroux játar að hafa
hleypt af byssunni til að stöðva fólk
sem hann kom að á landareign sinni
og taldi vera að stela bensíni.
Segist Leroux langþreyttur á
ástandinu, hann hafi margsinnis orð-
ið fyrir barðinu á þjófum og hafi að
lokum gripið til sinna ráða eftir að
hafa ítrekað haft samband við lög-
regluna sem hafi ekki aðhafst í mál-
um hans.
Segja um fyrirsát að ræða
Stuðningsmenn Leroux fengu sitt
fram þar sem dómari ákvað að láta
hann lausan gegn tryggingu. Verj-
andi hans segir skjólstæðing sinn
ekki hafa ætlað sér að skaða neinn,
lögmenn fórnarlambsins halda því
hins vegar fram að Leroux hafi setið
fyrir meintum bensínþjófum og aldr-
ei sé réttlætanlegt að borgararnir
taki lögin í eigin hendur.
„Við gerum okkur ljóst að engin
lausn felst í því að grípa til vopna,
við óskum þess ekki að verja hendur
okkar á þennan hátt, en stundum
fara aðstæður úr böndunum,“ sagði
Hervé Lapie, umdæmisformaður
frönsku bændasamtakanna FDSEA,
við sjónvarpsstöðina France 3. Hann
sagði bændur nú vinna með yfirvöld-
um til að hindra að þær aðstæður
kæmu upp að þeir neyddust til að
grípa til slíkra örþrifaráða.
Skaut á meinta
bensínþjófa
Þreyttur á aðgerðaleysi lögreglu
AFP
Mótmæli Tveir menn halda á borða
sem á stendur: Frelsið Jean Louis.
Bernie Sanders, hugsanlegt forseta-
efni Demókrataflokksins í Banda-
ríkjunum, las svokölluðum net-
tröllum pistilinn í gær, netnotendum
sem ganga fram
með gífuryrðum,
rógburði og al-
mennum leið-
indum í garð ann-
arra á lýðnetinu.
Reyndar voru
það stuðnings-
menn Sanders
sjálfs sem urðu
kveikjan að um-
vöndunum hans, en þeir réðust
harkalega að stéttarfélagi starfs-
fólks í veitingageiranum í Nevada-
ríki í kjölfar gagnrýni þess á stefnu
Sanders í lýðheilsumálum.
Kvörtuðu talsmenn félagsins yfir
að köguryrðunum hefði rignt yfir þá
á samfélagsmiðlinum Twitter, í
SMS-skeytum, tölvupósti og víðar.
Hvatti til stillingar
„Hver sá sem persónulega ræðst
gegn öðrum í mínu nafni tilheyrir
ekki okkar hreyfingu. Við viljum þá
ekki,“ sagði Sanders í viðtali við
PBS NewsHour í gær og hvatti net-
verja enn fremur til að stilla sig um
„einelti og niðrandi persónuárásir“.
Sanders, sem hefur lagt mikla
áherslu á stuðning sinn við vinnandi
fólk, beindi orðum sínum til stuðn-
ingsmanna allra frambjóðenda, en
áhangendum hans hefur ítrekað ver-
ið legið á hálsi fyrir að fara fram úr
sér á netinu, meðal annars með árás-
um á keppinaut hans í forvalinu, öld-
ungadeildarþingmanninn Elizabeth
Warren, en einnig fyrir óviðeigandi
ummæli á sínum tíma í garð Hillary
Clinton, sem tókst á við Sanders í
forkosningum ársins 2016 og fór
með sigur af hólmi.
Bernie Sanders er kominn í topp-
slaginn hjá demókrötum eftir for-
kosningar í Iowa og New Hamp-
shire, en fram undan eru Nevada og
Suður-Karólína.
Hvetur
netverja til
stillingar
Þykja viðskotaillir
á samfélagsmiðlum
Bernie Sanders
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Hitastig á Suðurskautslandinu mæld-
ist í fyrsta sinn yfir 20 gráður á sunnu-
daginn. Það var veðurstöð á Seymour-
eyju sem mældi 20,75 gráður, en eyjan
er á 64. breiddargráðu suður, eða alveg
við nyrsta odda Suðurskautslandsins
sem teygir sig í átt að Argentínu og
Chile.
Carlos Schaefer, brasilískur vísinda-
maður, sagði við AFP-fréttastofuna að
annað eins hefði aldrei sést á mælum í
heimsálfunni en benti þó á að hér væri
aðeins um eina staka mælingu að ræða
í stað mælinga sem skráðar eru yfir
lengra tímabil. „Við getum ekki notað
þessa mælingu til að spá fyrir um lofts-
lagsbreytingar í framtíðinni. Þetta er
eingöngu til merkis um eitthvert frávik
á þessum eina stað,“ sagði hann.
Hærra meðalhitastig
Ekki er lengra en nokkrir dagar
frá næsta hitameti á undan, á þess-
um sama stað, það var 18,3 gráður og
mældist í síðustu viku. Samkvæmt
tölum sem Alþjóðaveðurfræðistofn-
unin, WMO, hefur sent frá sér hefur
meðalhiti Suðurskautslandsins
hækkað um tæplega þrjár gráður
síðustu 50 ár og 87% jökla á vestur-
strönd þess hopað sama tímabil, þó
mest síðustu tólf ár.
Í september í fyrra brotnaði
stærsti ísjaki í rúmlega hálfa öld af
Amery-íshellunni, sá var 1.636 fer-
kílómetrar að stærð, nokkru stærri
en London með úthverfum.
Fyrra hitamet fyrir allt Suður-
skautslandið, að meðtöldum öllum eyj-
um og þeim hafsvæðum sem til þess
heyra, var 19,8 gráður í janúar 1982.
Ekki er langt síðan nýtt hitamet leit
dagsins ljós á norðurskauti jarðar, það
var í júlí í fyrra þegar 21 gráðu hiti
mældist á Ellesmere-eyju.
Hitamet á suðurskautinu
Hiti á Seymour-eyju mældist 20,75 gráður Jöklar hafa hopað mikið síðustu ár
AFP
Hlýindi Barbijo-mörgæsir á Orne Harbour á Suðurskautslandinu í nóvember sl. Í fyrsta skipti hefur mælst yfir 20 gráðu hiti í álfunni á Seymour-eyju.
S U Ð U R S K A U T S L A N D I Ð
Argentína
Ross-
haf
Indland
sh
af
Kyrrahaf
Hitamet sett á Suðurskautslandinu
20,75°C
Seymoureyja
Suðurpóllinn
Atlantshaf
1 000 km