Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Upptökutæki Þér er í lófa lagið að taka upp ! Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tónlistarmaðurinn Ásgeir, fullu nafni Ás- geir Trausti Einarsson, sendi í byrjun febr- úar frá sér nýja plötu í tveimur útgáfum, aðra á ensku og hina á íslensku. Sú íslenska ber titilinn Sátt og segir Ásgeir titilinn við- eigandi því hann sé afar sáttur við plötuna. „Mig langaði að fara aftur í ræturnar og gera eitthvað annað en maður er búinn að gera síðustu ár,“ segir hann. Ásgeir tók sig því til og var úti á landi í nokkrar vikur til þess að semja og vinna plötuna áður en hún var tekin upp. „Ég tók bara með mér kassagítar og eitt- hvað einfalt. Þá flæddi út einfaldari heild en áður. Ég er búinn að vera mikið að vinna parta hér og þar sem ég púsla síðan saman en í þetta skiptið langaði mig að lögin yrðu ein heild og myndu þar af leiðandi flæða betur.“ Feðgarnir smíða textana Mikið er lagt í textana á plötunni og naut Ásgeir dyggrar aðstoðar föður síns Einars Georgs Einarssonar við gerð nokkurra þeirra eins og á fyrri plötum sínum. Sömu- leiðis samdi Júlíus Róbertsson texta á plöt- unni. „Umfjöllunarefni textanna eru ýmiss kon- ar. Það er ekkert eitthvað eitt sem sameinar þetta allt saman,“ segir Ásgeir. Og sum laganna standa honum afar nærri. „Eitt lag á plötunni fjallar um látinn ástvin í fjölskyldu pabba en mig langaði gjarnan að tileinka eitt lag þeim ástvini. Við pabbi tengjum báðir við það og hann samdi textann. Svo er lagið „Bernskan“ smá per- sónulegt líka, það er byggt á æskuminn- ingum.“ Textarnir betri á íslensku Síðustu plötu, Afterglow, gaf Ásgeir ein- ungis út á ensku en fyrstu plötu sína, Dýrð í dauðaþögn, gaf hann bæði út á íslensku og ensku. Ásgeir nýtur mikilla vinsælda erlendis og á til dæmis dyggan aðdáendahóp hinum megin á hnettinum, í Ástralíu. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvers vegna Ásgeir hafi ekki látið nægja að gefa plötuna út á ensk- unni einni, þar sem hann eigi svo stóran aðdáendahóp erlendis. Um það segir Ás- geir: „Mér fannst að síðasta plata hefði ein- hvern veginn farið fram hjá Íslendingum og það er greinilegt að maður hefur fest sig í sessi á Íslandi sem tónlistarmaður sem syngur á íslensku. Svo eru þessir textar líka alltaf samdir fyrst á íslensku. Ég held jafn- vel að þeir komist betur til skila á íslensku og mér finnst mjög gaman að syngja þá á þannig.“ „Meiri sátt í mér“ Titillinn, Sátt, kom til Ásgeirs eftir að platan var nánast fullkláruð. „Þá fannst mér titillinn eiga vel við þar sem það var miklu meiri sátt í mér og öllum með gerð plötunnar og lífið og tilveruna almennt. Ég var farinn að sætta mig við fortíðina og horfa björtum augum til framtíðar,“ segir hann. Og titillinn lýsir sömuleiðis sköpunarferli plötunnar, að sögn Ásgeirs. „Þetta ferli var rosalega þægilegt og skemmtilegt. Það var það sem ég lagði upp með einhvern veginn, að þetta yrði ekki þungt og mikil pressa. Ég vildi sömuleiðis leyfa fleirum að koma að plötunni. Það voru nokkrir sem spiluðu á henni og það var gott að fá þeirra framlag, til dæmis frá Samúel Jóni Samúelssyni og Bjarna Frímanni.“ Ánægðari en með Afterglow Ásgeir segist því mjög ánægður með af- raksturinn. „Mér líður bara mjög vel með þetta – og líður í raun miklu betur en til dæmis með síðustu plötu. Ég var ánægður með þessa áður en hún kom út. Viðbrögðin eru líka búin að vera mjög góð og það er alltaf gaman.“ Þegar við ræðum saman er Ásgeir í tón- leikaferð í Evrópu og mun hafa í nógu að snúast á næstunni; hann spilar ásamt hljómsveit sinni á nánast hverju einasta kvöldi víða um Evrópu, Bandaríkin, Kanada og Ástralíu fram í apríl. „Við komum heim í apríl í tvær vikur og í kjölfarið er tónleikaferðalag planað út maí. Svo sjáum við hvernig sumarið spilast, hvort við förum á einhverjar tónlistarhátíðir eða eitthvað slíkt. Við erum búin að fá þó nokkur tilboð um það en það á enn þá eftir að púsla þessu öllu saman,“ segir hann. Ljósmynd/Anna Maggý Listamaðurinn Ásgeir segir að sköpunarferlið hafi verið þægilegt og skemmtilegt. Leitar aftur í ræturnar á nýrri plötu  Ásgeir fór út fyrir borgina og skapaði plötuna Sátt í næði  Vildi skapa einfalda heild í góðu flæði  Gaf plötuna bæði út á íslensku og ensku Tónlistarkonurnar Hulda Jóns- dóttir fiðluleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari halda tónleika í Norðurljósasal Hörpu á sunnudag kl. 16. Eru þeir á dagskrá tónleikaraðarinnar Sígildir sunnu- dagar. Tónlist Ludwig van Beetho- ven er í nokkru aðalhlutverki en á árinu er þess minnst að 250 ár eru frá fæðingu þessa merka tónskálds. Eftir hann flytja þær Hulda og Guð- rún rómönsu og sónötu. Að auki flytur Hulda verk fyrir einleiksfiðlu eftir Sergei Prokofiev. Hulda hlaut nýverið fastráðningu í stöðu uppfærslumanns 2. fiðlu við Konunglegu dönsku sinfóníu- hljómsveitina í Kaupmannahöfn. Hún er fædd 1991 og lauk fram- haldsnámi við The Juilliard School í New York árið 2015. Hún nam þar í borg um sex ára skeið hjá Robert Mann, David Chan og Laurie Smu- kler og lauk Master of Music gráðu frá Juilliard vorið 2015. Guðrún Dalía kemur reglulega fram sem einleikari, í kammer- músík og ekki síst sem meðleikari söngvara. Hulda og Guðrún Dalía með tónleika Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiðluleikarinn Hulda Jónsdóttir. Ein sýning nema í meistaranámi í myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands var opnuð í gær, föstudag, og önnur verður opnuð í dag. Hugo Llanes opnaði í gær sýn- inguna Monu- mental í Kubbnum í húsnæði LHÍ á Laugarnesvegi 91. Hugo hefur und- anfarin ár rannsakað hið persónu- lega og hvernig það birtist á hnatt- rænu samhengi. Hann hefur m.a. skoðað birtingarmyndir spillingar í heimabæ sínum og hvernig þær birtast meðal annars í úti- listaverkum í borginni. Sýningin er opin kl. 13 til 15 um helgina. Í dag, laugardag, kl. 17, opnar María Sjöfn sýninguna Saptium í RÝMD, Völvufelli 13-21. Þar er leikið með hugmyndir um rýmið og skynjun innan þess. María Sjöfn er með meistaragráðu í listkennslu frá Listháskóla Íslands og einnig meistaragráðu í hönnun frá Domus Academy í Mílanó. Sýningar meistaranema opnaðar Verk Maríu Sjafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.