Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Seljum og þjónustum frysti- og kælikerfi
Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerði
og flutning
Iðnaðar- einingar
mikð úrval
r sendi-
abíla
Kæli- &
frystiklefar
í öllum stærðum
Loftkælings-
& varmadælur
„Háski sá, sem vofir
yfir lýðræði nútímans
og hefur víða gert það
svo valt, er framar öllu
fólginn í fláttskapnum
þegar almenningi er
talin trú um að hann sé
kúgaður samkvæmt
umboði frá honum
sjálfum eða hann er
fyrst féflettur og síðan
látinn þiggja sína eigin
eign í mútur og náðargjafir. Það er
sannast sagt, þótt sorglegt sé, að
talsvert af beru ofbeldi, sem menn
þora að klóast við, er bærilegt í
samanburði við prúðbúið og vá-
tryggt ranglæti. Allmargt má ganga
á tréfótum um afkomu manna til
þess sá kostur sé betri að svipta
menn dug og forsjá til frjálsra sjálf-
bjargar og sambjargar.“ Sigurður
Nordal, prófessor og menningar-
frömuður. Íslensk menning. (1942).
Ekki hefur verið betur orðað á ís-
lenska tungu, sú hætta, sem alræði
meirihlutans er lýðræðinu, ef frelsis
og sjálfstæði einstaklingsins er ekki
inntak þess, en lýðræði aðeins at-
kvæðagreiðsla, sem ráðskast er
með af undirokuðum fjölmiðlum.
Uppsöfnun auðs í höndum ríkisins
á meðan tugþúsundir almennings
búa við þröngan kost er heldur ekki
heillavænlegt ástand í ljósi þess
valds sem eignum fylgir. 70% (efna-
minni hluti) þjóðarinnar eru alltaf að
verða hinu opinbera háðari um alls
kyns styrki, bætur, úthlutanir og
stuðning. Tekjujöfnuður getur orðið
sæmilegur með þessum hætti en sá
böggull fylgir skammrifi að vera öðr-
um háður. En tekjur eru ekki vald,
frekar það að vera öðr-
um háður. Vald og
sjálfræði fylgja eign-
um, ekki óvissum
tekjum sem þú átt und-
ir náð og miskunn hins
opinbera eða annarra.
Það er beint samband á
milli valds og góðra
eigna. Of mikil upp-
söfnun eigna og mið-
stýring er ólýðræð-
isleg. Hún dregur úr
völdum og sjálfstæði
flestra einstaklinga.
Opinbert fé
Opinbert fé er oft kallað sameign
okkar allra, þjóðareign. Er nauð-
synlegt eða hagkvæmt að halda svo
miklum eignum þjóðfélagsins,
skattgreiðenda í ríkiseign? Ógnar
það ef til vill lýðræðinu? Er ekki
kominn tími til að skila einhverju af
þessum fjármunum aftur til ein-
staklinganna, bæta hag þeirra lakar
settu, styrkja stöðu þeirra?
Markmið breytts eignarhalds
Stefnan gæti verið sú að sérhver
einstaklingur eigi skuldlausa eign
að upphæð töluvert ofar fátækra-
mörkum. Eignir eru uppsöfnuð
vinna. Persónulegar eignir virka
fyrir einstaklinginn eins og uppi-
stöðulón vatnsaflsrafvirkjunar, þær
jafna út áföll eins og veikindi, at-
vinnuleysi og veita tíma til endur-
menntunar. Þær auka sjálfstæði og
öryggi einstaklingsins. Tilgangur-
inn er að gera menn óháðari lánveit-
endum og bönkum.
Skattfé er ódýrasta fjármagn sem
hið opinbera getur fengið, engir
vextir, hvorki afborganir né skatta
að greiða, án nokkurs rétts á endur-
gjaldi fyrir skattgreiðandann sjálf-
an persónulega. Það er mikil freist-
ing fyrir það opinbera að nota þetta
fé frjálslega í hvers konar rekstur í
beinni samkeppni við einkarekstur,
sem þarf að borga skatta af sínum
rekstri til hins opinbera samkeppn-
isaðila. Hins vegar er greiðsla skatt-
greiðandans dýrasta fé sem hann
innir af hendi án nokkurs beins lof-
orðs til hans persónulega. Gagn-
kvæmnin er með öðrum orðum
mjög óskýr. Mikið af þessu skattfé
fer að sönnu í fjárfestingar hins op-
inbera. Mörg hundruð milljarðar
króna munu því fara árlega frá
skattgreiðendum í opinberar fjár-
festingar. Er ekki æskilegt og lýð-
ræðislegt að hið opinbera, fremur
en að hrifsa í sífellu fjármuni fólks
og gera að sínum, fái heldur fé að
láni hjá skattgreiðendum. Er ekki
nauðsynlegt að einhverjar hömlur
séu settar á öflun og eyðslu skatt-
fjár? Opinbert fé eða eign er sam-
eign landsmanna og því er enginn
vafi á því að Íslendingar eiga þessa
fjármuni. Þessi höfuðstóll ætti því
að færast til bókar og færast hægra
megin, skuldamegin, á efnahags-
reikning ríkisins sem skuld við
landsmenn. Reikna ætti vexti af
þessari eign, sem gæti farið í op-
inberan sjóð og fé úr honum notað
til að útrýma fátækt á Íslandi. Þá
væri opinbert fé ekki ókeypis og
þyrfti að gæta þess betur.
Ógn við lýðræðið
Eftir Jóhann J.
Ólafsson »Er ekki nauðsynlegt
að einhverjar höml-
ur séu settar á öflun og
eyðslu skattfjár?
Jóhann J. Ólafsson
Höfundur er fv. stórkaupmaður.
Kæri borgarstjóri,
Dagur B. Eggertsson.
Ég neyddist til þess
að loka verslun minni,
Herrahúsinu, á Lauga-
vegi 47, hinn 24. febrúar
2019 og flytja hana í
annan borgarhluta.
Ástæða lokunarinnar
var heft aðgengi að göt-
unni, endalausar lokanir
vegna byggingafram-
kvæmda og síðast en ekki síst sú
ákvörðun ykkar sem skipið meirihluta
borgarstjórnar Reykjavíkur að loka
fyrir alla bílaumferð um Laugaveginn,
allt árið um kring.
Mikil og stór ákvörðun …
Það var mikil og stór ákvörðun að
fara með Herrahúsið úr póstnúmeri
101. Herrahúsið var með samfelldan
rekstur í póstnúmeri 101 frá árinu
1965, með öðrum orðum í tæp 55 ár!
Búðin var fyrst í Aðalstræti, þá
Austurstræti, síðan í Bankastræti, þar
sem Sólon er, og síðast að Laugavegi
47, á horni Frakkastígs.
Hvernig dettur mönnum í hug að
hægt sé að reka herrafataverslun við
lokaða götu á Íslandi, allt árið um
kring, í þeirri veðráttu sem hér er?
Það er ekki hægt að bera saman veðr-
áttuna hér og t.d. í Kaupmannahöfn,
því hér er hún svo miklu verri. Hvaða
veruleikafirring er í gangi?
… en hárrétt ákvörðun!
Það hefur nú komið á daginn að sú
ákvörðun mín að flytja Herrahúsið í
annan borgarhluta var hárrétt. Ég
lokaði búðinni minni á Laugaveginum
hinn 24. febrúar 2019, sem fyrr segir.
Ég opnaði svo nýja og
glæsilega verslun Herra-
hússins í Ármúla 27, 108
Reykjavík, 8. mars 2019,
þ.e. tæpum hálfum mán-
uði síðar.
Og viti menn. Veltu-
aukningin hjá mér á síð-
asta ári er um 55%! Það
er aukning upp á tugi
milljóna króna. Þessar
tölur ljúga ekki. Þær
segja allt sem segja þarf
um það hvað Lauga-
vegurinn er orðinn handónýtur sem
verslunargata, í það minnsta fyrir
verslun í mínum geira.
Ósvikin ánægja
Það sem meira er: Ánægja við-
skiptavina minna er ósvikin. Fólki
finnst frábært að þurfa ekki að fara
niður á Laugaveg. Hér er aðgengið
mjög gott, næg bílastæði fyrir framan
verslunina, allt á einni hæð (búðin var
á þremur hæðum við Laugaveginn) og
meira að segja miklu lægri leiga!
Ég vil enda þessar hugleiðingar
mínar með því að þakka þér, hr.
borgarstjóri og þínu fólki kærlega fyr-
ir að hrekja mig af Laugaveginum.
Það var það besta sem hefur hent mig
í mörg herrans ár á viðskiptasviðinu.
Með vinsemd en lítilli virðingu.
Bréf til borgarstjóra
Eftir Sverri
Bergmann
» Ánægja viðskipta-
vina minna er ósvik-
in. Fólki finnst frábært
að þurfa ekki að fara
niður á Laugaveg.
Sverrir Bergmann
Höfundur er kaupmaður í Herra-
húsinu, Ármúla 27, 108 Reykjavík.