Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
Undanfarna tvo daga hef
ég rætt við tvær nýjustu lands-
liðskonur Íslands í fótbolta.
Annars vegar Natöshu Anasi og
hins vegar Berglindi Rós
Ágústsdóttur. Birtust viðtöl
mín við þær báðar á mbl.is.
Natasha fékk íslenskan rík-
isborgararétt á síðasta ári og
er því nýorðin lögleg með
landsliðinu. Það var gaman að
heyra hversu stoltur Íslend-
ingur hún er orðin og hve miklu
máli það skipti fyrir hana að fá
kallið í landsliðið.
Hún átti ekki endilega von
á því að fá kallið, enda var fót-
boltinn ekki í forgangi þegar
hún sótti um ríkisborgararétt.
Hún hefur verið búsett hér á
landi síðan 2014, á íslenskan
eiginmann og dóttur sem
fæddist á Íslandi. Það er ljóst
að hún á erindi í landsliðið,
enda lék hún ótrúlega vel með
Keflavík síðasta sumar, þrátt
fyrir að liðið hafi fallið úr efstu
deild.
Berglind verður 25 ára í
sumar og var hún að fá kallið í
A-landsliðið í fyrsta skipti. Það
sem mér þótti frekar fyndið í
hennar tilviki var að enginn hjá
KSÍ lét hana vita. Fékk hún
hamingjuóskir frá vinkonu
sinni, án þess að hafa hugmynd
um hvers vegna. Þegar hún átt-
aði sig á því að hún hefði feng-
ið kallið tók við mikil gleði.
Berglind hefur spilað virkilega
vel með Fylki undanfarin ár og
verið fyrirliði liðsins.
Margir leikmenn íslenska
kvennalandsliðsins í dag hefja
landsliðsferilinn á táningsaldri
og telst Berglind frekar gömul
þegar kemur að fyrsta kalli í
landsliðið. Það ætti að gefa
öðrum leikmönnum á hennar
aldri í deildinni heima aukna
von um að góð frammistaða
skili þeim sæti í A-landsliðinu.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Úrslitin ráðast í Geysisbikarnum
í körfuknattleik í Laugardalshöll-
inni í dag. Úrslitaleikur karla á
milli Stjörnunnar og Grindavíkur
fer fram klukkan 13.30 og klukkan
16.30 eigast við KR og Skallagrím-
ur í úrslitaleik kvenna.
KR vann Val 104:99 eftir fram-
lengdan leik og mikla spennu á
fimmtudag en Skallagrímur lagði
Hauka að velli í síðari undan-
úrslitaleiknum 86:79. Morgunblaðið
hafði samband við Þóru Kristínu
Jónsdóttur, leikstjórnanda Hauka
og landsliðsins, og fékk hana til að
velta fyrir sér úrslitaleiknum á
milli KR og Skallagríms þrátt fyrir
að hún væri að sleikja sárin eftir
tapið kvöldið áður. Nærgætni er
takmörkuð hjá fjölmiðlum en Þóra
brást vel við þessari bón.
„Mér finnst kannski KR vera
með sterkara lið á heildina litið. Er
með fleiri leikmenn sem geta komið
inn á og lagt mikið af mörkum.
Skallagrímur er með tvo leikmenn
sem eru hrikalega sterkir eins og
sást á móti okkur: Keira Robinson
og Emilie Sofie Hesseldal. Þær eru
dæmi um leikmenn sem geta ráðið
úrslitum. Ef KR tekst að stöðva
þær held ég að KR geti tekið þenn-
an leik.
KR er einnig með mjög flotta
leikmenn eins og Hildi, sem er góð
bæði í vörn og sókn. Hún ætti að
mínu mati að geta ráðið ágætlega
við Emilie,“ bendir Þóra á, en þar
gæti orðið áhugaverð rimma.
Þóra Kristín á ekki von á því að
undanúrslitaleikirnir sitji mikið í
leikmönnum þótt aðeins sé einn
dagur á milli í hvíld. Leikur KR og
Vals var til dæmis afar spennandi
og fór í framlengingu.
„Ég held að það skipti ekki
miklu máli. Ef þú kemur tilbúin að
vinna er það aðalatriðið í úrslita-
leikjum. Í bikarkeppninni getur
hins vegar allt gerst og einbeit-
ingin þarf að vera í lagi. Það getur
verið misjafnt hvort leikmenn finna
sig í svona leikjum en mér finnst
KR-ingar búa yfir fleiri vopnum og
meiri breidd af varamannabekkn-
um. Þær geta fengið hjálp frá fleir-
um.“
Þóra segir að möguleikar Skalla-
gríms felist í að halda aftur af
lykilmönnum KR: Hildi Björgu
Kjartansdóttur, Danielle Rodriguez
og Sonju Orozovic. „Eins og sást í
undanúrslitum er KR með þrjá
leikmenn sem eru miklir skorarar.
Það þarf að halda aftur af þeim til
að eiga möguleika á móti KR. Þær
voru sjóðandi heitar á móti Val fyr-
ir utan þriggja stiga línuna. Þá láta
þær örugglega á það reyna á morg-
un. Ef það gengur ekki leita þær
að Hildi nær körfunni og fara í
annars konar sóknarútfærslur. Hún
er lykilmaður og þegar Hildur og
Danielle spila vel saman er erfitt
að eiga við KR-liðið. Ef það gerist
eins og á móti Val held ég að þetta
verði erfitt fyrir Skallagrím,“ sagði
Þóra Kristín Jónsdóttir enn frem-
ur.
Fleiri vopn í vopnabúri KR
Þóra Kristín telur KR vera sigur-
stranglegra liðið í úrslitaleiknum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikilvægar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir
verða með reyndari leikmönnum á vellinum í úrslitaleiknum.
Wolves og Leicester skildu jöfn, 0:0,
er þau mættust í ensku úrvalsdeild-
inni í fótbolta í gærkvöldi. Stigið
nægði Wolves til að fara upp fyrir
Everton og Manchester United og í
7. sæti. Leicester mistókst hins veg-
ar að komast upp fyrir Man. City og
upp í 2. sætið. Wolves var töluvert
nær því að vinna leikinn; Willy Boly
skoraði mark sem var dæmt af
vegna afar naumrar rangstöðu og
Raúl Jiménez fór illa með afar gott
tækifæri. Hamza Choudhury hjá
Leicester fékk rautt spjald á 76.
mínútu en það kom ekki að sök.
Wolves upp fyrir
United og Everton
AFP
Grannar Grannarnir í Wolves og
Leicester gerðu jafntefli.
Janus Daði Smárason, landsliðs-
maður í handknattleik, var í gær
útnefndur leikmaður 11. umferðar í
Meistaradeild Evrópu. EHF, Hand-
knattleikssamband Evrópu, stend-
ur fyrir valinu. Janus skoraði sex
mörk í 26:26-jafntefli Aalborg gegn
Pick Szeged í Ungverjalandi síð-
asta sunnudag og átti stóran þátt í
að liðið krækti í mikilvægt stig á
útivelli. Aalborg hefur þegar
tryggt sér sæti í sextán liða úrslit-
um deildarinnar, en liðið er í fjórða
sæti af átta liðum í A-riðli með 11
stig úr 11 leikjum.
Selfyssingurinn
valinn sá besti
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsso
Bestur Janus Daði Smárason var
valinn bestur í Meistaradeildinni.
Morgunblaðið leitaði til Einars Árna
Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur,
til að spá í spilin fyrir úrslitaleik
karla. Einar segir að í ljósi frammi-
stöðunnar í vetur sé Stjarnan að sjálf-
sögðu sigurstrangleg.
„Stjörnuliðið hefur spilað mjög vel
í vetur. Í því ljósi er fátt sem mælir
gegn því að það vinni þennan titil ef
ég á að vera alveg heiðarlegur.
Frammistaða liðsins í heild sinni hef-
ur verið mjög góð í vetur og ofan á
það léku leikmenn Stjörnunnar mjög
vel gegn sterku Tindastólsliði í und-
anúrslitunum í vikunni. Á hinn bóg-
inn hafa Grindvíkingar átt erfitt upp-
dráttar í vetur en hafa þó sýnt betri
frammistöðu undanfarið. En þeir eru
litla liðið í þetta skiptið.“
Stjarnan vann þrettán leiki í röð
þar til á dögunum þegar liðið fékk
óvænt slæman skell gegn Val í deild-
inni. Var ef til vill gott fyrir Stjörnuna
að sá leikur skyldi tapast rétt fyrir
bikarleikina?
„Ég held að það hafi verið mein-
hollt fyrir þá. Það er einfaldlega lík-
legra að maður kafi djúpt með sjálf-
um sér þegar illa fer heldur en þegar
maður er á sigurgöngu. Því fylgir
ákveðin vellíðan þegar vel gengur.
Þeir fóru ansi langt niður gegn Val,
sem kom manni auðvitað á óvart.
Mögulega hefur hugur Stjörnu-
manna verið kominn í höllina og svo
eru Valsmenn á uppleið. Það hefur
sett Garðbæingana upp á tærnar aft-
ur að tapa loksins leik.
Stjörnumenn unnu reyndar marga
seiglusigra í vetur án þess að spila
mjög vel. Þeir voru án Hlyns í nokkr-
um leikjum og voru án Bandaríkja-
manns í einhverjum leikjum. Mér
finnst það vera styrkleikamerki hjá
þeim að ná í stig við slíkar aðstæður.
Þeir hafa því ekki spilað frábærlega í
allan vetur þótt þeir hafi átt slíka leiki
á milli.“
Óútreiknanlegir leikmenn
Stjarnan er í efsta sæti Dominos-
deildarinnar en Grindavík er í 8. sæti
eftir sveiflukennda frammistöðu í
vetur og ýmis forföll. Liðið saknar
Dags Kárs Jónssonar sem er meidd-
ur og í dag tekur Seth Christian
LeDay út leikbann. Í hverju felast
möguleikar Grindavíkur að mati Ein-
ars?
„Þetta liggur í því að Grindavík
þarf til að byrja með að hitta á góðan
dag. Liðið þarf að fá mikið framlag
frá strákum sem eru svolítið óút-
reiknanlegir. Ingvi, Sigtryggur Arn-
ar og Ólafur geta verið fjandanum
erfiðari þegar sá gállinn er á þeim.
En þeir geta verið sjálfum sér verstir.
Ég held að þessir þrír séu lykillinn
fyrir Grindavík. Grindvíkingar þurfa
að láta vaða. Enginn utan Grindavík-
ur gerir ráð fyrir því að þeir eigi
möguleika í þessum úrslitaleik. Ég
hef sjálfur farið með Þór Þorlákshöfn
í úrslit þar sem við áttum ekki að eiga
möguleika en leikurinn varð engu að
síður spennandi.
En það er ekki nóg að Grindavík
spili vel. Stjarnan er það gott lið að
Garðbæingar þurfa að eiga slæman
dag. Ekkert lið hefur verið betra en
Stjarnan í vetur þegar leikirnir eru
hraðir og því er ekki víst að slíkt út-
spil myndi hjálpa Grindavík. Stjarnan
er með einstaklinga sem eru feyki-
lega góðir skorarar. Arnari hefur tek-
ist að efla Tomsick en ekki voru allir
sannfærðir um að hann myndi passa
inn í Stjörnuna þótt hann hafi verið
frábær hjá Þór í fyrra. Hrósa má
þeim báðum fyrir hversu vel Tomsick
hefur leikið fyrir Stjörnuna.
Mikið þarf að ganga á til að
Grindavík vinni. Stjörnumenn eru lík-
legir til að verða bikar- og deildar-
meistarar annað árið í röð en sem
áhugamaður um íþróttina vonast
maður að sjálfsögðu eftir jöfnum
leik.“ kris@mbl.is
Stjarnan líkleg til að vinna aftur
Stjarnan er sigurstranglegra liðið í
úrslitaleiknum að mati Einars Árna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bakverðir Nikolas Tomsick og Ingvi Þór Guðmundsson mætast í dag.
England
Wolves – Leicester ................................... 0:0
Staða efstu liða:
Liverpool 25 24 1 0 60:15 73
Manch.City 25 16 3 6 65:29 51
Leicester 26 15 5 6 54:26 50
Chelsea 25 12 5 8 43:34 41
Sheffield Utd 26 10 9 7 28:24 39
Þýskaland
Hoffenheim – Wolfsburg ........................ 2:5
Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með
Wolfsburg vegna meiðsla.
Danmörk
Esbjerg – FC Köbenhavn........................ 1:0
Ragnar Sigurðsson var allan tímann á
varamannabekk FC Köbenhavn.
Holland
Excelsior/Barendrecht – PSV............... 1:5
Anna Björk Kristjánsdóttir lék ekki með
PSV.
B-deild:
Excelsior – Jong AZ ................................ 3:3
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior og skoraði eitt mark.
Pólland
Górnik Zabrze – Arka Gdynia ............... 2:0
Adam Örn Arnarson var ekki í leik-
mannahópi Górnik Zabrze.
Frakkland
B-deild:
Grenoble – Niort...................................... 3:1
Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í
leikmannahópi Grenoble.
Lengjubikar karla
A-deild, 3. riðill:
FH – Þróttur R......................................... 3:1
Morten Beck Andersen 16., Jónatan Ingi
Jónsson 43., Þórir Jóhann Helgason 62. –
Lárus Björnsson 61.
A-deild, 4. riðill:
Fjölnir – Stjarnan .................................... 0:2
Hilmar Árni Halldórsson 30., 53.