Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 ✝ Guðrún Sigríð-ur Geirsdóttir fæddist 29. maí 1938 í Reykjavík. Hún lést 1. febrúar 2020. Foreldrar Geir Stefánsson stór- kaupmaður, f. 22. júní 1912 á Vopna- firði, d. 25. maí 2001, og kona hans Birna Hjaltested, f. 4. apríl 1904 í Reykjavík, d. 19. janúar 2002. Sigríður átti tvær systur en hún var þeirra elst. Næstelst er Anna Þórunn, f. 3. september 1942, en Birna Hjaltested, f. 11. október 1944, d. 21. maí 2018, var þeirra yngst. Haustið 1945, þegar Sigríður var 7 ára gömul, flutti hún með fjölskyldunni til Stokkhólms, en þar bjuggu þau í Djursholm í út- jaðri Stokkhólms. Geir stundaði framhaldsnám í alþjóðarétti en starfaði jafnframt við sendiráð Íslands í Stokkhólmi og að lok- um við eigin atvinnurekstur. Vorið 1954, þegar Sigríður var 16 ára fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og bjó nokkur ár komin 1971 hóf hún vinnu við fyrirtæki Geirs, föður síns. Nokkur ár kom hún fram sem söngkona með dægurlaga- hljómsveitum, m.a. með KK sext- ett og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og sem söngkona tók hún þátt í sjónvarpsþáttum. Árið 1981 lauk hún BA-prófi í ensku og ári síðar kennslurétt- indum. Hún kenndi eftir það m.a. við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og Menntaskólann á Laugarvatni. Sigríður giftist árið 1975, Þor- keli Valdimarssyni en þau skildu eftir stutta sambúð. Árið 1983, 30. desember, giftist hún Stefáni Bjarnasyni skipatæknifræðingi. f. 29. september 1941 í Innri- Njarðvík, sonur Sigríðar Stef- ánsdóttur og Bjarna Einars- sonar, framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Sigríður og Stefán stofnuðu heimili í Njarðvíkum en bjuggu lengst af á Siglufirði og í Hvera- gerði. Þar hélt Sigríður heimili þar til hún lést. Stefán lést 14. desember 2011. Sigríður og Stef- án voru barnlaus en með fyrri eiginkonu átti Stefán tvo syni, Bjarna og Halldór Ásgrím. Sigríður lést eftir stutta sjúkralegu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Jarðarför hennar fór fram í kyrrþey frá Dómkirkjunni í Reykjavík 12. febrúar 2020. á Kvisthaga í Reykjavík en síðar m.a. í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og við Hofsvallagötu í Reykjavík. Sigríður lauk al- mennri skólagöngu í Svíþjóð en settist með jafnöldrum sín- um í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1954 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum 1958. Um haustið innritaðist hún í Háskóla Íslands í heimspeki, frönsku og sænsku. Vorið 1959 var hún val- in fegurðardrottning Íslands en við það urðu straumhvörf í henn- ar lífi og hún lagði háskólanámið á hilluna um sinn. Haustið 1960 náði hún þriðja sæti í fegurð- arsamkeppninni Miss Inter- national á Langasandi í Kali- forníu. Við tóku viðburðarík ár fram til 1970 en á þeim árum bjó hún í Los Angeles og New York. Hún ferðaðist víða, starfaði m.a. sem leikkona í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum, auglýsingamynd- um og við fyrirsætustörf. Heim- Það vakti að sjálfsögðu eftir- tekt þegar Sirrý Geirs, fegurðar- drottning Íslands, hreppti þriðja sætið í keppninni Miss Interna- tional í Kaliforníu á sínum tíma. Í kjölfarið fylgdi hlutverk í kvik- mynd í Hollywood og söngferill erlendis sem fjallað var um í fjöl- miðlum. Sem unglingur var ég, rétt eins og aðrir, ákaflega stoltur fyrir Íslands hönd af þessum full- trúa okkar. Ég hitti Sirrý síðar persónu- lega eftir að ég kynntist eigin- konu minni, systurdóttur hennar. Á þeim tíma bjó Sirrý á Siglufirði ásamt manni sínum Stefáni Bjarnasyni skipatæknifræðingi, sem starfaði hjá SR-mjöli þar í bæ. Þar höfðu þau komið sér vel fyrir og notalegt var að heim- sækja þau á hlýlegt heimilið. Þeg- ar þau fluttu til Hveragerðis urðu heimsóknir til þeirra tíðari. Það var Sirrý mikið áfall þegar Stefán dó árið 2011 enda hafði hún reitt sig á hann í mörgu. Sirrý átti þó mikla velgjörðamenn og vini sem studdu hana og styrktu alla tíð. Sirrý var mikil prímadonna og ekki var alltaf auðvelt að gera henni til geðs. Það sem hins vegar stóð upp úr var dugnaður hennar og kraftur. Hún fylgdist vel með fréttum, las íslensk og erlend tímarit og gat rætt um alla skap- aða hluti. Þá var hún með afbrigð- um minnug. Ættfræði var hennar ær og kýr og þau voru ekki fá skiptin sem ég mátti hlusta á langar skýringar hennar á ýms- um ættartengslum. Ekki þýddi þá að reyna að stöðva hana með því að segja að ég þekkti hvorki haus né sporð á viðkomandi fólki né hefði á þessu áhuga. Þó var það eitt sem hún virti alltaf í þess- um samtölum og það var þegar ég sagði: „Sirrý, það er að koma fréttatími.“ Það skildi hún og samtalinu var umyrðalaust slitið. Við hjónin erum talsvert á flakki um landið og í slíkum ferð- um gerði ég það oft að gamni mínu að hringja í Sirrý og segja henni hvar við værum stödd. Oft- ar en ekki áttaði hún sig umsvifa- laust. „Þið verið að koma við og skoða þetta,“ var oft viðkvæðið og svo komu langar lýsingar. Að- spurð hvenær hún hefði verið á þessu svæði var svarið stundum: „Þangað hef ég aldrei komið.“ Sirrý var mikill dýravinur og átti hunda sem hún annaðist sem eigin börn en síðustu árin voru það villikettir sem hún fóðraði af mikilli natni. Hún aftók með öllu að fara á dvalarheimili og jafnvel á sjúkrahús þegar hún var sem veikust, aðallega vegna kattanna sem hún óttaðist að fengju þá ekki sinn fjölbreytilega mat. Raunar var það svo undir það síð- asta að hún hugsaði betur um þá en sjálfa sig. Ég kveð með virktum þessa lit- ríku persónu. Valtýr Sigurðsson. Við systur ókum hljóðar yfir drifhvíta, snævi þakta Hellisheiði á gullfallegum sólardegi. Við vor- um að kveðja Sirrý frænku í síð- asta sinn og áhrif umhverfisins urðu því mun sterkari en ella. Við stöldruðum við góðar og fallegar minningar um Sirrý, staðráðnar í því að láta þær lifa rétt eins og hún hefði viljað. Þótt langt sé á milli okkar systra í árum talið þá var Sirrý stór hluti af lífi okkar beggja. Líf Sirrýjar frænku var fjöl- skrúðugt og fyrir barn var það hjúpað ævintýraljóma. Við skoð- uðum oft myndir frá árum hennar sem ungfrú Ísland, myndir frá ýmsum heimshornum sem fulltrúi Íslands á erlendri grundu, allt frá Hollywood til As- íu. Við fengum að máta kjólana hennar, spígspora um á hælas- kónum hennar, máta hárkollur og skart. Hvað það var skemmtilegt og hún gjöful á sögur og söng. Mikið fannst okkur hún falleg og lífleg. En hjá Sirrý voru líka dimmir dagar, myrkur og átök. Á þeim tíma skildum við ekki hvers eðlis þetta var og gerðum það eitt sem barn gerir, héldum okkur til hlés þar til Sirrý frænka varð aft- ur sjálfri sér lík, glæsileg, bros- mild og tilbúin í fleiri ævintýri. Sirrý lifði alla tíð á góðum og kærum minningum. Minningum frá æsku er hún bjó í Svíþjóð og minningum frá glæsilífstíma- bilinu. Hún var stálminnug og gat lýst í smáatriðum hverri einustu flík sem hún klæddist í Ameríku í Miss International-keppninni, einstaklingum og atvikum. Með sama hætti gat hún lýst nánast hverjum einasta firði á Íslandi, helstu staðháttum og vegartálm- um, án þess endilega að hafa komið á þær slóðir. Hún var sér- fræðingur í ættfræði og rakti ættir okkar til kónga og drottn- inga. Minna mátti það ekki vera. Þá las hún og hlustaði á innlendar og erlendar fréttir og var áskrif- andi að Time. Hún var ætíð mikil næturugla og var því algengt að hún tæki upp símann og hringdi í okkur löngu eftir miðnætti til þess að ræða hluti sem henni voru ofarlega í huga. Tíminn var af- stæður hjá Sirrý frænku. Með árunum lærðum við hvernig best væri að hafa sam- skipti við Sirrý og hvenær nauð- synlegt væri að taka sér hlé frá þeim. Hún vildi gjarnan eiga síð- asta orðið og oftar en ekki var það með látum. Maður vissi það hins vegar að ekki liði á löngu þar til annað símtal kæmi og allt væri fallið í ljúfa löð. Sirrý átti líka síðasta orðið núna. Hún lét ekki taka ákvarð- anir fyrir sig og því miður hafði hún oft ekki innsæi í eigin þarfir. Að leiðarlokum viljum við systur þakka Sirrý fyrir okkur og þá umhyggju sem hún sýndi okkur. Líf okkar varð svo sannarlega lit- ríkara með hana nærri okkur og við sjálfar reynslunni ríkari um mannlegt eðli. Loks vonum við einlæglega að hún fái aðstoð í nýj- um heimkynnum sínum við að leysa ráðgátuna um ættartengsl við Björn Borg en það var henni mjög hugleikið undir það síðasta. Sigríður (Níní) og Anna María. Nú er hún Sirrý Geirs, vinkona mín og frænka, látin eftir lang- vinn og erfið veikindi. Ég man fyrst eftir henni þegar ég var boðin í sex ára afmælið hennar á Snorrabrautinni og auðvitað fengum við heitt súkkulaði og rjómatertur. Árið 1945 flutti fjölskyldan til Stokkhólms þar sem þau dvöldu í níu ár en faðir hennar, Geir Stef- ánsson, var þar sendiráðsritari. Við hittumst næst sem bekkjar- systur í MR. Ég man okkur fannst hún ótrúlega falleg en hún skar sig dálítið úr hópnum í Menntó þar sem hún talaði með svolitlum sænskum hreim og hafði áberandi sænska takta. Fljótlega eftir stúdentspróf fór hún síðan til Bandaríkjanna og var þar við störf í um 11 ár. Hún lék þar aðallega í sjónvarpsaug- lýsingum en einnig í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum. Á þess- um árum kom hún oft heim til Íslands um jólin og þá heimsótti hún alltaf vini sína og ekki síst aldraða ættingja en hún var mjög frændrækin. Yfirleitt kom hún hlaðin gjöfum. Ein jólin færði hún syni okkar ótrúlega falleg spari- föt m.a. blaserjakka, jakkapeysu, tvennar síðbuxur, skyrtur og slifsi en slíkur fatnaður fékkst þá alls ekki hér. Við fórum auðvitað fljótlega með soninn og létum mynda hann í þessum flottu föt- um. Ég held ég hafi aldrei kynnst gjafmildari manneskju en henni. Sirrý var á margan hátt ólík flestu fólki og það var ákveðinn heimsborgarabragur yfir henni. Þessi langa dvöl hennar í Svíþjóð og Bandaríkjunum markaði líf hennar á margan hátt. Það var alltaf ákveðinn ævintýrablær yfir dvöl fjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem þessar þrjár fallegu systur ólust upp í stóru húsi með ótrú- legum eplagarði. Eins var mikill ljómi yfir veru hennar í Banda- ríkjunum þar sem hún hafði kynnst mörgu nafntoguðu fólki. Hún kom oft í heimsókn til okkar og var jafnan gaman að heyra hana segja frá glamúrlífinu þar úti. Nokkrum árum eftir heim- komuna lauk hún BA-prófi í ensku og sænsku og starfaði síð- an við kennslu í nokkur ár. Eitt eftirminnilegasta afmæli sem ég hef farið í var sjötugsafmælið hennar. Hún ætlaði að halda upp á afmælið sitt á hótel Örk og hafði boðið mörgum skólasystkinum sínum, fjölskyldu og vinum. Rétt áður en afmælið átti að byrja reið yfir stór jarðskjálfti en þetta var 29. maí árið 2008. Þegar gestirnir streymdu að hótelinu var þar allt á hvolfi. Allt hafði dottið úr hillum og gestum ekki hleypt inn. Þá benti veislustjórinn Heiðar Jóns- son okkur á að vera á sundlaug- arbökkum hótelsins og færðu þjónarnir okkur síðan drykki og meðlæti þangað. Reyndar komu smá eftirskjálftar stuttu seinna en gestirnir létu það ekki á sig fá. Þarna stóðu gestirnir prúðbúnir á laugarbakkanum í góðu veðri og minnti þetta óneitanlega á Los Angeles svo óraunverulegt og óíslenskt. Afmælisbarnið var í fyrstu hálfskekið enda var heimili þeirra illa farið en hún jafnaði sig fljótt og stóð sig með prýði. Í mínum huga var Sirrý eins og fíngert, viðkvæmt blóm sem þoldi ekki vel þau harðindi og hret er flestir mæta á lífsleiðinni. Mér auðsýndi hún mikla vináttu og trygglyndi og fyrir það langar mig að þakka af alhug. Megi hún hvíla í Guðs friði. Kolbrún Valdimarsdóttir. Sigríður Geirsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir, sonur, bróðir, mágur og barnsfaðir, SÖLVI JÓNSSON, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. febrúar klukkan 13. Snorri Brynjar Sölvason Jón Hjaltalín Stefánsson Birna Kjartansdóttir Kjartan Jónsson Guðrún Jónsdóttir Pooya Esfandiar Þórdís Bjarney Hauksdóttir Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RUTH PÁLSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík föstudaginn 7. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 19. febrúar klukkan 13. Brynja Vermundsdóttir Logi Úlfarsson Kristín Fenger Vermundsd. Helgi Benediktsson Páll Ómar Vermundsson Sigurbjörg I. Vermundsdóttir Östein Moe barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN GRÓA VALDIMARSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugastöðum miðvikudaginn 29. janúar, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 19. febrúar klukkan 13. Valdimar Bjarnason Unnur Edda Müller Berta Karen Rumens Kristmundur Már Bjarnason Bjarni Steinar Bjarnason Arnar Bjarnason Áslaug Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR SVERRISSON viðskiptafræðingur, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík, lést 2. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 13. Þorgeir Einarsson Halla Kristín Þorsteinsdóttir Sverrir Einarsson Vilborg Rósa Einarsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir Sigrún Unnur Einarsdóttir Sigurjón Bragason og afabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA ÁGÚSTSDÓTTIR, Iðavöllum 8, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð mánudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 21. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jens Valgeir Óskarsson Ólafía Kristín Jensdóttir Vignir Kristinsson Óskar Jensson Ásgerður Hulda Karlsdóttir Jón Thorberg Jensson Hrafnhildur Ósk Broddadóttir Þormar Jensson Margrét Sigurðardóttir Valgeir Jensson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.