Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 bandi við ömmu, ef það væri ekki út af mömmu minni. Þær áttu fallegt mæðgnasamband sem ég dáðist alltaf að. Ég ætla að reyna mitt besta í að hugsa jafn vel um mömmu mína og mamma hugsaði um ömmu. Það er ómetanlegt að hafa átt ömmu Gerði að. Hennar sýn á hlutina er mér dýrmætt veganesti um ókomin ár. Við söknum hennar sárt en það er gott að eiga góðar minningar til þess að ylja sér við. Ég hugsa til þín. Þín, Gréta. Elsku besta, hlýja og góða amma í Gröf hefur kvatt okk- ur. Það eru ótal minningar bún- ar að veltast um í huganum á mér síðustu daga. Þær minningar sem eru mér kærastar eru stundirnar sem við áttum saman inni í Gröf, alla dagana sem ég nennti ekki að labba alla leið heim úr skól- anum og þá stoppaði ég hjá ömmu. Ég vissi nefnilega að hjá ömmu mætti ég allt. Ég hef ekki tölu á öllum kökunum sem ég fékk að baka hjá henni, öllum bolunum af henni sem ég klippti í sundur til þess að föndra öll mín meistaraverk, öllum spilunum sem hún leyfði mér að vinna og ekki má gleyma keppnunum um það hver væri fljótastur að sofna, sem amma vann yfir- leitt. Amma var húmoristi og hristi oft höfuðið yfir vitleys- unni í afkomendum sínum en ef henni fannst eitthvað varið í brandarann þá hló hún og sló sér á lær. Síðustu ár urðu heimsókn- irnar til ömmu færri eftir að ég flutti til útlanda, sem henni þótti nú meiri vitleysan og skildi ekkert í þessari ævin- týraþrá í manni, því jú heima er alltaf best og Gröfin var nafli alheimsins. Ég heyri ennþá orð ömmu í þau skipti sem við vorum að kveðjast, um það hversu stutt við stoppuðum alltaf á landinu, þó svo að vikurnar væru orðn- ar margar og heimsóknirnar sömuleiðis. Sem lýsir ömmu í rauninni vel, hún lifði fyrir börnin sín og öll barnabörnin, hún vildi helst hafa þau öll hjá sér alla daga. Henni þótti þó tæknin í dag stórmerkileg og áttum við mörg samtölin í gegnum int- ernetið. Það síðasta sem amma sagði við mig þegar við kvöddumst fyrir áramót og orð sem mér þótti mjög vænt um, var að passa vel upp á gullið mitt og benti á Emmu litlu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þessa einstöku konu fyrir ömmu, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast hennar lífsviðhorfum. Ég kveð ömmu með sorg og söknuði, en í hjarta mér hlýja ég mér yfir dýrmætum minn- ingum og passa vel upp á þær. Góða ferð í draumalandið, elsku amma, ég lofa að passa vel upp á gullið mitt. Þín Hafdís Dröfn. Elsku besta amma í Gröf. Takk fyrir að gefa mér pönnsur og hjónabandsælu að borða í hvert einasta skipti sem ég kom til þín. Þér fannst ég alltaf svo svangur, amma mín. Takk fyrir að leyfa mér að gista í hvert skipti sem ég bað um það og að fá að vaka lengur en gengur og gerist. Takk fyrir að kynna mér bestu fiskibollur í heimi. Takk fyrir að nenna að spila við mig í hvert einasta skipti sem ég bað um og oftast leyfð- irðu mér að vinna. Takk fyrir að leyfa mér að horfa á vídeó og gefa mér popp. Takk fyrir að faðma mig fast og kyssa þegar ég kom til þín. Takk fyrir að gefa mér vasapening fyrir nammi og pulsu. Flesta daga vikunnar. Takk fyrir að sýna mér alla þá ást og umhyggju sem lítið orkumikið barn getur beðið um. Takk fyrir að gefa mér yndislegar minningar og æsku. Takk fyrir að vera heimsins besta amma. Ég elska þig til tunglsins og til baka. Við sjáumst aftur. Þinn Davíð. Fallega amma mín hafði allt það til að bera sem prýðir góða manneskju. Hjartalag hennar var einstakt og svo kærleiks- ríkt. Lífið hefur án efa kennt henni margt með sínum erfiðu verkefnum sem henni voru fal- in og hún leysti með sinni stó- ísku ró, sínu jafnaðargeði, já- kvæðni og gleði. En hún var ótrúleg Pollý- anna og átti auðvelt með að sjá hinar ýmsu hliðar á málefnum. Hún innprentaði okkur það í uppeldinu að setja okkur í spor annarra og líta í eigin barm sem var gott veganesti. Allir voru jafnir fyrir henni. Hún sá lengra en nef hennar náði og skynjaði meira en margur. Hún hafði gaman af því að spá í bolla og nýtti ég mér það óspart þó svo að ég drykki ekki kaffi. Stundum ætlaði ég að segja henni eitthvað og það var eins og að hún vissi hvað ég ætlaði að segja. Amma mín var einstaklega barngóð og mikil fjölskyldu- manneskja. „Heima er best“ lýsir henni vel enda oft glatt á hjalla á barnmörgu heimili. Amma hlustaði mikið á tónlist og hafði unun af því að dansa ef færi gafst. Í Gröfinni var oft mikill gestagangur og svignuðu borð- in oft af kræsingum, enda amma mikil matmanneskja. Allt sem hún gerði var svo bragðgott, kjöt í karríi, lamba- læri, fiskibuff, kjötbollur, kæfa, hjónabandssæla, pönnukökur og bara nóg af smjöri. Ég man aðeins einu sinni eftir því að amma hafi skamm- að mig en þá hljóp ég frá henni og nálægt götunni, þá nýflutt til Reykjavíkur. Ég upplifði mikið frjálsræði hjá henni og afa, við máttum breyta stofunni í leikvöll, tekkstofuborðinu í rennibraut o.s.frv. Ég lagði mikið upp úr því í grunnskóla í handavinnu og smíði að gera eitthvað fyrir ömmu því það var alltaf eins og ég væri að gefa henni gersem- ar, hún var svo þakklát. Ég hafði líka mjög gaman af því að gefa henni föt því lítið var um fatabúðir í sveitinni en hún vildi líta vel út og fór ekki út úr húsi án varalitar. Amma var með skemmtileg- an og litríkan orðaforða með dönskuslettum hér og þar sem við eigum eftir að halda í heiðri. Amma sýndi manni mikinn áhuga, hún hafði mikinn áhuga á fólki og spurði oft frétta t.d. af æskuvinkonum mínum. Hún var alveg með puttann á púlsinum varðandi þekkta og fræga fólkið, söngvara og leik- ara, það var gaman að því. Ég bjó hjá ömmu og afa fyrstu árin mín og milli okkar myndaðist djúp og náin teng- ing sem hélst alla tíð og fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég vona að ég hafi getað launað ykkur til baka allt það góða sem þið gáfuð mér. Amma mín, þú varst einfald- lega best. Þín Gerður. ✝ Ósk Ásgeirs-dóttir fæddist 6. október 1946 í Naustakoti á Vatns- leysuströnd. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 5. febr- úar 2020. Foreldrar Óskar voru Guð- ríður Gísladóttir og Ásgeir Júlíus Ágústsson. Systkini Óskar, sammæðra, eru Sólveig, Gísli, Erna og Val- dís. Systkini hennar, samfeðra, eru Ágúst, Þórhallur, Pétur, Sig- urður og Steinunn. Hinn 22. október 1966 giftist Ósk Marinó Pétri Eggertssyni, f. 11. janúar 1946 í Laxárdal í Þist- ilfirði. Fyrir átti Ósk 1) Sigríði Benediktsdóttur, gift Stefáni Hauki Grímssyni. Þau eiga þrjú börn; Kristínu Ósk, Elvar Má og Ernu Rún, barnabörn þeirra eru 4. Saman eignuðust Ósk og Mar- inó tvo syni 2) Eggert, giftur Steinunni Oddnýju Garð- arsdóttur, Eggert á 3 dætur, Írisi Fríðu Escobar, Rakel Maríu og Berglindi Evu, dætur Steinunnar eru Erla Gerður, Ásdís og Ólöf Rún. Barnabörnin eru 5. 3) Haukur, giftur Áslaugu Svövu Jóndóttur. Ósk ólst upp í Naustakoti á Vatns- leysuströnd hjá ömmu sinni og afa fram á unglingsár. Eftir það flutti hún í Kópavog til móður sinnar og stjúp- föður og gekk í verknámsskóla. Hún var í skáta- starfi, hafði áhuga á íþróttum, og því lagði hún leið sína á Landsmót UMFÍ sem haldið var á Laug- arvatni sumarið 1965 og þar kynntist hún Marinó, tilvonandi eiginmanni sínum. Fyrstu bú- skaparár þeirra voru á Klepps- veginum en þau fluttu 1968 norð- ur í Eyjafjörð þar sem þau dvöldu til 1971 en færðu sig um set, austur á Kópasker, þar sem þau bjuggu upp frá því. Ósk vann ýmis störf, þar á meðal í fisk- og rækjuvinnslu, á pósthúsi, í verslun og kjötvinnslu KNÞ og síðar hjá Fjallalambi. Hún var virk í starfi kvenfélags- ins á Kópaskeri og meðlimur í kirkjukór Snartarstaðakirkju. Útför Óskar fer fram að Snartarstaðakirkju í dag, 15. febrúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku systir mín. Mikið sem ég sakna þín. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í þig til þess að spjalla um lífið og tilveruna. En það er margs að minnast þegar ég lít yfir farinn veg því við ólumst upp saman og vorum alltaf samferða í lífinu og höfum brallað margt í gegnum árin. Manstu þegar við vorum litlar stelpur í Naustakoti og héldum kaffiboðin okkar, þá bökuðum við drullukökur og skreyttum þær með sóleyjum. Stoltar af afrakstr- inum buðum við svo fjölskyldu og nágrönnum upp á góðgætið. Manstu þegar við syntum í sjónum fyrir neðan Naustakot og þegar við fórum á skauta á Grá- hellu með krökkunum í hverfinu og við drógum hvert annað, manstu eftir gleðinni og hversu mikið við hlógum. Manstu þegar amma sendi okk- ur með egg til Keflavíkur til þess að selja. Okkur fannst svo mikið sport að fara í þessar kaupstað- arferðir. Manstu þegar við gerðum hlóð- ir á fjörukambinum og fengum kol og pott hjá ömmu og nokkrar kartöflur. Fiskinn fengum við svo hjá afa og Sigurjóni þegar þeir komu í land og elduðum líka þessa dýrindis máltíð sem við buðum til og fengum jólaköku í eftirrétt. Manstu þegar við vorum farnar að búa og þú varst flutt á Kópa- sker, þá kom ég alltaf til þín á sumrin með krakkana. Það voru skemmtilegir tímar. Eitt ágúst- kvöldið var svo dimmt og ég spurði þig hvort þú ættir ekki kerti? Jú, sagðir þú og sóttir voða fínt kerti upp í skáp sem ég hafði gefið þér í jólagjöf. Við hlógum mikið og ég sagði að þú fengir ekki fleiri kerti frá mér í gjafir. Manstu þegar við keyrðum saman til Reykjavíkur og vorum tvo daga á leiðinni því það var svo margt að skoða og veðrið frábært. Við gistum í Víðigerði og þegar þú settist á beddann þinn datt einn fóturinn undan honum sem orsak- aði mikið hláturskast og svo opn- aðir þú gluggann og þá fylltist herbergið af flugum. Manstu eftir dásamlegu systraferðinni okkar til Tenerife. Og öllum Jónsmessuhátíðunum í Naustakoti, þar var alltaf mikið líf og fjör. Við hjálpuðum systr- unum með undirbúninginn, suðum hangikjöt, bökuðum flatbrauð og steiktum kleinur. Fórum í fjöru- ferðir og leiki, sungum og döns- uðum. Við eigum svo margar góð- ar minningar og yndislegar samverustundir suður á strönd. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þakka þér fyrir samfylgdina. Þín systir Sólveig Jónasdóttir. Ósk var fædd og uppalin í Naustakoti á Vatnsleysuströnd, þar sem fjölskyldan hefur komið saman í gegnum árin um Jóns- messuna. Ósk var alltaf dugleg að koma, henni þótti vænt um Vatns- leysuströndina og fólkið þar. Hún var með létta lund og fólki leið vel í návist hennar. Við töluðum oft um Naustakotsfjölskylduna, sam- heldnina og allar góðu og skemmtilegu minningarnar sem við áttum með fjölskyldunni sem lifa áfram með okkur. Ég kveð hana frænku mína með hjartans þökk fyrir sam- fylgdina. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Kær kveðja, Guðný Dóra. Ósk Ásgeirsdóttir Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR SIGURÐSSON, Krókahrauni 8, Hafnarfirði, sem lést 3. febrúar verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. febrúar klukkan 15. Hjördís Jónsdóttir Reynir Þ. Ragnarsson Þórunn B. Tryggvadóttir Ragnar V. Reynisson Fríða Kristjánsdóttir Tryggvi Þ. Reynisson Javiera I. Rámila Hjördís H. Reynisdóttir Rafn Emilsson Hrafn I. Reynisson Kristín B. Hallvarðsdóttir barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN SIGGEIRSDÓTTIR, áður til heimilis á Boðagranda 7, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. febrúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 18. febrúar og hefst athöfnin klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Starfsfólki öllu á 3. hæð Hrafnistu í Hafnarfirði eru færðar innilegar þakkir fyrir hlýhug og ómetanlega umhyggju sem það sýndi hinni látnu. Hulda Imad Khalidi Linda Ýr Ómar, Aden og Matthew Timothy Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET GUÐNÝ HERMANNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 8. febrúar. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 13. Sigríður Indriðadóttir Margeir Pétursson Einar Páll Indriðason Halla Halldórsdóttir og barnabörn Ástkær frænka okkar, KOLBRÚN JENSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, sem lést 10. febrúar, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 19. febrúar klukkan 13. Katrín María Elínborgardóttir Þorlákur Jónsson Ísak Jónsson Sóley Kristín Jónsdóttir Axel Viðar Egilsson Pétur Már Egilsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.