Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
Rok Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur reyndu hvað þeir gátu að komast leiðar sinnar í rokinu í gær. Hér er einn nánast að takast á loft og næsti maður tilbúinn að ná mynd.
Árni Sæberg
Það er fátt mik-
ilvægara og meira gef-
andi í starfi þing-
mannsins en að
heimsækja kjósendur á
þeirra heimavelli hvort
sem er á vinnustöðum
eða á fundum.
Þingflokkur sjálf-
stæðismanna hefur nú
lokið fyrstu lotu ferðar
sinnar um allt land
með heimsóknum á yfir 30 staði og í
meira en 100 lítil og meðalstór fyrir-
tæki. Framundan eru heimsóknir á
höfuðborgarsvæðinu og til nokkurra
annarra staða á landinu til að loka
hringnum.
Slíkar heimsóknir krefjast mikils
undirbúnings og á þessum árstíma
verður einnig að treysta á að veð-
urguðirnir séu hliðhollir svo að
ströng dagskrá gangi
upp. Þetta gekk ótrú-
lega vel að þessu sinni.
En það er til lítils að
leggja þennan und-
irbúning og vinnu á fé-
laga okkar um land allt,
nema fólk finni að slíkt
beri árangur. Að það
veganesti og þau skila-
boð sem þingmenn fá
frá mismunandi hópum
samfélagsins í öllum
landshlutum komi að
notum.
Það sem mér finnst standa upp úr
eftir þennan fyrsta áfanga ferð-
arinnar er að fólki finnst að of mikið
sé talað og of lítið áþreifanlegt ger-
ist. Áherslur eru mismunandi, eins
og gefur að skilja, þó að vissulega
standi ákveðnir málaflokkar upp úr,
og er þá sama við hvern þú talar eða
á hvaða svæði þú ert.
Uppbygging innviða er öllum of-
arlega í huga. Stórir landshlutar
hafa ekki tækifæri til að efla og bæta
búsetuskilyrði, fyrst og fremst
vegna ófullnægjandi samgangna og
veikleika í dreifikerfi raforku. Það
mega sín lítils fögur orð um aukna
verðmætasköpun og fjölgun fjöl-
breyttari atvinnutækifæra, þegar
grunnurinn er eins veikur og raun
ber vitni.
Þessi ríkisstjórn hefur nú setið við
völd í á þriðja ár og skilaboðin til
okkar eru skýr: Nú er kominn tími
til að hefjast handa. Vissulega hefur
margt unnist vel og miklum árangri
verið skilað í hús. En samt eru
áþreifanlegar breytingar á fram-
angreindum meginþáttum ekki
nægilega sýnilegar. Flókið reglu-
verk og langur undirbúningstími er
líka gagnrýnt harkalega. Krafan á
okkur stjórnmálamenn er að ein-
falda þessa hluti og gera gangverkið
skilvirkara. Staðan í því máli er því
miður þannig að slíkt virðist þurfa
að taka langan tíma, sérstaklega
þegar að ljóst er að erfitt er að fá
stjórnmálamenn og embættismenn
til að ganga í takt. Sú staðreynd er
örugglega að kosta samfélag okkar
milljarða á ári.
Nú er tímabært að þau verkefni
sem að þessu lúta og fullyrða má að
mörg hver snerti þjóðaröryggi, fái
flýtimeðferð í stjórnkerfinu. Alþingi
getur sett um það lög að ákveðin
verk og framkvæmdir vegna þeirra,
fái lagalega umgjörð og skuli njóta
forgangs og undþága frá því flókna
regluverki sem um þær gildir. Þetta
á sérstaklega við aðgerðir sem mik-
ilvægar eru til að tryggja aðgang að
raforku og öruggum greiðum sam-
göngum. Þessi verkefni eru um allt
land og eiga það sammerkt að
mynda grunn að eflingu samfélags-
ins. Það er ekki síður mikilvægt, við
þær aðstæður sem nú hafa skapast
og um hægist í hagkerfinu, að hið
opinbera svari því með háu fram-
kvæmdastigi og það strax. Slíkar
ráðstafir yrðu til að auka á bjartsýni
manna og gefa atvinnulífinu það súr-
efni sem það þarf á þessum tíma-
mótum. Nú er tími til að láta hendur
standa fram úr ermum, tími aðgerða
er runninn upp og þess verður að sjá
stað strax á þessu ári og þeim
næstu.
Eftir Jón
Gunnarsson »Nú er tímabært að
þau verkefni sem að
þessu lúta og fullyrða
má að mörg hver snerti
þjóðaröryggi, fái flýti-
meðferð í stjórnkerfinu.
Jón Gunnarsson
Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokks-
ins og þingmaður Suðvest-
urkjördæmis
jong@althingi.is
Látið hendur standa fram úr ermum
Ég hef lengi látið
það fara í taugarnar á
mér hversu frjálslega
borgaryfirvöld fara
með sannleikann. Á
fundi borgarstjórnar
fyrir skömmu var
húsnæðisstefna borg-
arinnar rædd. Þar fór
meirihlutinn fjálglega
yfir meintan árangur
af sinni stefnu. Ekki
hafa margir fundist til að taka
undir þann meinta árangur, frekar
er að flestir séu þeirra skoðunar
að húsnæðisstefna meirihlutans sé
skaðvaldur, sérstaklega fyrir ungt
fólk og tekjulágt í borginni.
Tölurnar tala sínu máli
Raup um að árangurinn sé stað-
festur með tölum um að aldrei hafi
borgarbúum fjölgað eins mikið á
einu ári frá 1964 verður marklaust,
þegar tölur um íbúaþróun eru
skoðaðar af skynsemi
og raunsæi. Frá 1964?
Var einhver að spá í
það? Er bara verið að
snúa út úr og afvega-
leiða umræðuna? Eins
og við þekkjum því
miður svo vel í um-
ræðum í borgarstjórn-
arsalnum. Aðalatriðið
er hins vegar það að
tölurnar um íbúaþró-
un síðustu ára segja í
raun allt aðra sögu.
Fjölgun í Reykjavík
er minni, miklu minni en í flestum,
ef ekki öllum sveitarfélögum á suð-
vesturhorninu. Þangað sem unga
fólkið flytur, í hagkvæmt og ódýrt
húsnæði sem hentar því vel. Töl-
urnar má finna á heimasíðu Hag-
stofunnar. Ætti það ekki að vera
kjarni málsins og áhyggjuefni fyrir
borgaryfirvöld? Allavega viðfangs-
efnið.
Ekkert hlustað
Nú er verið að taka til afgreiðslu
skipulag Sjómannaskólareitsins
svokallaða. Þar hafa borgaryf-
irvöld talað jafn fjálglega um íbúa-
samráð og breiða sátt í málinu. Að
tekið hafi verið tillit til at-
hugasemda íbúa og brugðist við
áhyggjum þeirra. Um ósamræmi í
hverfisásýnd, ágangi að grænum
svæðum, skertu andrými bygginga
sem eru kennileiti hverfisins og
borgarinnar allrar, minnkandi um-
ferðaröryggi barna og aðstöðuleysi
í skólum.
Það er ekki upplifun íbúa í
hverfinu og þeir taka ekki undir
með fréttatilkynningunum. Af
hverju er þá verið að halda því
fram að samráð hafi verið haft?
Hver er tilgangurinn? Er hann
einhverjum til gagns?
Athugasemdir og ábendingar
íbúa fá lítinn sem engan hljóm-
grunn. Hins vegar hefur borgin
neyðst til að láta undan kröfum frá
opinberum aðilum sem láta sig
málið varða, þess vegna var skipu-
lagið lagfært lítillega. Ríkið vill
ekki skerða lóð Sjómannaskólans,
Minjastofnun vill ekki skerða
ásýnd skólans og Borgarsögusafn-
ið vill ekki skerða hverfisvernd á
svæðinu. Það er gott að meirihlut-
inn skuli taka einhverjum sönsum.
En vont er þegar lítið eða ekkert
er hlustað á áhyggjur borgarbúa,
sérstaklega þegar mikið og fjálg-
lega er talað um íbúasamráð og
íbúalýðræði.
Ungt fólk velur ekki dýrt
Svör borgarinnar við áhyggjum
nágranna eru að íbúðirnar séu í
samræmi við húsnæðisstefnu
hennar og eigi að vera fyrir ungt
fólk og fyrstu kaupendur. Samt
kemur fram að meðatals-
fermetraverð íbúðanna verði með
því hæsta sem þekkist. Er það lík-
legt að ungir og tekjulágir borg-
arbúar bíði í eftirvæntingu eftir að
ráðast í slík kaup? Varla. En af
hverju er þá verið að halda því
fram? Unga fólkið velur sjaldnast
dýrasta kostinn. Það velur frekar
aðra kosti eins og tölurnar frá
Hagstofunni sýna.
Þeir eru fáir sem trúa því að
borgaryfirvöld séu á réttri leið
með húsnæðisstefnu sinni. Þeim á
ekki eftir að fjölga þegar gripið er
til útúrsnúninga og umræðan er
afvegaleidd, né heldur þegar skoð-
aðar eru tölurnar um íbúaþróun á
suðvesturhorni landsins.
Betur fer á því að halda sig við
það sem er rétt og satt. Og bregð-
ast við af raunsæi og skynsemi. Þá
gengur okkur betur að mæta þörf-
um borgarbúa.
Eftir Örn
Þórðarson » Vont er þegar lítið
eða ekkert er hlust-
að á áhyggjur borg-
arbúa, sérstaklega þeg-
ar mikið og fjálglega er
talað um íbúasamráð og
íbúalýðræði.
Örn Þórðarson
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Rétt og satt í Reykjavík