Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
„ég myndi nú ekki taka svo djúpt í
árinni. Hann er fínn en ég fell svo
sem ekki í stafi.”
„ÉG KOM BÍLNUM INN Í BÍLSKÚRINN EN
ÉG VARÐ AÐ FARA Í GEGNUM ELDHÚSIÐ.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sveipa sig svolítilli
dulúð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VERSTA VEKJARA-
KLUKKA HEIMS
HEPPNI EDDI! HÆTTU AÐ DRAGA ÚR
MÖNNUNUM KJARK FYRIR BARDAGANN
Í DAG!
ER ÉG AÐ
DRAGA
ÚR ÞEIM
KJARK?
JÁ, ÞÚ GERIR ÞAÐ
eiga tvö börn; Elín Hrönn, f. 17.3.
1987, ferðaþjónustubóndi á Þverá í
Landsveit, maki hennar er Hjörtur
Magnússon tamningamaður og þau
eiga tvö börn. Stjúpdóttir Sigurðar er
Petra, f. 21.5. 1968, hjúkrunarfræð-
ingur í Svíþjóð. Hún er í sambúð og á
tvö börn.
Albræður Sigurðar eru Viðar Sæ-
mundsson, f. 12.2. 1946, meðeigandi
að Skeiðvöllum og fyrrverandi skip-
stjóri, og Aðalsteinn Sæmundsson, f.
26.6. 1947, fiskverkandi í Hafnarfirði.
Hálfsystir Sigurðar, sammæðra, er
Hafdís Jóhannesdóttir, f. 27.9. 1942,
húsmóðir í Hafnarfirði.
Foreldrar Sigurðar voru hjónin
Elías Sæmundur Sigurðsson, f. 7.12.
1916, d. 16.12. 1978, skipstjóri í Hafn-
arfirði, og Halldóra Þórhalla Lilja
Aðalsteinsdóttir, f. 4.12. 1913, d. 25.6.
1991, húsmóðir í Hafnarfirði.
Sigurður
Sæmundsson
Katrín Árnadóttir
húsfr. á Ísólfsstöðum
Ólafur Magnússon
bóndi á Ísólfsstöðum
Ólína Ólafsdóttir
húsfreyja á Ísólfsstöðum
Aðalsteinn Halldórsson
sjómaður, orgelleikari og bóndi
á Ísólfsstöðum á Tjörnesi
Halldóra Aðalsteinsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Lilja Sæmundsdóttir
húsfr. á Geldingsá
Halldór Halldórsson
bóndi á Geldingsá
á Svalbarðsströnd
HermannAðalsteinsson
bóndi á Hóli á Tjörnesi
Jón Ársæll
Þórðarson
sálfræðingur
Þórður
Sigurðsson
skipstjóri
Guðrún Jónsdóttir
vinnukona í Vogsósum
í Selvogi
Þórður Eyjólfsson
bóndi í Hvassahrauni
Kristrún Þórðardóttir
húsfreyja í Hvassahrauni
Sigurður Sæmundsson
bóndi í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd
Elín Magnúsdóttir
húsfr. á Vindheimum
Sæmundur Eiríksson
bóndi á Vindheimum í Ölfusi
Úr frændgarði Sigurðar Sæmundssonar
Sæmundur Sigurðsson
skipstjóri í Hafnarfirði
Knapinn Reffilegur með pípu.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Prakkarar það gjarnan gera.
Gata mun sú í Köben vera.
Yfir það stundum ýmsir fara.
Ég ætla að halda mínu bara.
Harpa á Hjarðarfelli leysir gát-
una þannig:
Prakkarastrik í strákapörum
Við Strikið margur landinn bjó.
Aldrei strikið yfir förum,
okkar striki höldum þó.
Helgi R. Einarsson sendir lausn
frá Tenerife:
Í Köben Strikið ku nú vera,
knáir prakkarar það gera,
yfir strikið ýmis fer,
ekki gerist það hjá mér!
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Prakkarastrik pældi:
Par á Striki, ser du,
fór yfir strikið, stældi,
en striki héldu de to.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Prakkarar skammastrik gjarnan gera.
Gata mun Strikið í Köben vera.
Yfir strikið menn stundum fara.
Strikinu mínu held ég bara.
Þá er limra:
Ég bergi hin bragðgóðu vín
og basla við kveðskapar grín,
en yrki fullmikið
og fer yfir strikið,
það fljótlega hefnir sín.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Í birtingu á fætur fer,
fæ mér kaffi og blöðin skoða,
síðan gáta samin er,
sem þér stendur hér til boða:
Guðþjónusta í heima húsum.
Hann er oft í klettum framinn.
Stundaður af fróðleiksfúsum.
Fjarskalega illa kraminn.
Um liðleskjuna yrkir Guttormur
J. Guttormsson:
Hvort þú ert með eða móti ég finn –
muninn svo lítinn þekki.
Hitt er mér sama, herra minn,
hvort þú ert til eða ekki.
Hér er gömul vísa:
Sumar ekkert sál mín á,
sólar engan bjarma,
ekkert það sem unna má
aðeins tóma harma.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Réttum megin
við strikið