Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Efnahagslægðin heldur áfram að birtast í atvinnuleysistölum. Nálgast fjöldi atvinnulausra nú 10 þúsund í fyrsta sinn í tæp átta ár. Vinnumála- stofnun (VMST) heldur utan um fjölda fólks á at- vinnuleysisskrá. Annars vegar birtir Vinnumála- stofnun í hverjum mánuði tölur um fjölda fólks sem er án vinnu. Við þann útreikning er fjöldi atvinnu- leysisdaga í mánuði umreiknaður í fjölda atvinnulausra að jafnaði. Hröð fjölgun í ársbyrjun Hins vegar birtir stofnunin tölur um hversu margir eru án vinnu í lok hvers mánaðar. Samkvæmt tölum stofnunarinnar voru 8.605 án vinnu um síðustu áramót. Tölur fyrir janúar voru birtar í gær. Samkvæmt þeim voru 9.618 án vinnu, sem var fjölgun um þúsund manns. Hefur sú tala ekki verið jafn há síð- an í maí 2012. Það bregður birtu á tíðarandann árið 2012 að 2. maí það ár sagði Morgunblaðið á forsíðu frá óánægju Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins og Eining- ar-Iðju á Akureyri, með aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. „Verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld ráðist strax í aðgerðir til þess að fá hjól atvinnulífsins til að snúast hraðar,“ sagði Björn og kallaði eftir fjárfestingum einkaaðila og hins opinbera til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast eftir erfiðleikaskeið. Nú heyrist þessi krafa aftur en mörg fé- lögin eru hins vegar í verkfallshug. Að jafnaði voru 8.808 án vinnu í jan- úar sl. Sú tala byggist á áðurnefndum umreikningi á atvinnuleysisdögum. Alls voru 5.103 karlar og 3.705 konur að jafnaði án vinnu. Góðar fréttir suður með sjó Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir útlit fyrir að hægt hafi á aukningu atvinnuleysis á Suðurnesjum. Það sé ánægjulegt. Hann segir aðspurður að atvinnu- leysi sé að aukast álíka mikið innan allra bakgrunnshópa, þ.e.a.s. hvað varðar kyn, aldur, erlenda og inn- lenda ríkisborgara og menntahópa. Enginn hópur skeri sig úr. Þá sé at- vinnuleysi að aukast um land allt. Ýmsar upplýsingar um vinnumark- aðinn koma fram í nýrri janúar- skýrslu Vinnumálastofnunar. Alls voru greiddar 2.482 milljónir króna í atvinnuleysistryggingar í janúar. Þá tóku 965 einstaklingar þátt í úrræð- um eða starfsþjálfunarverkefnum. Um 315 einstaklingar fóru í ýmiss konar grunnúrræði og 935 einstak- lingar fóru af skrá í janúar, þar af fóru 493 í vinnu eða um 53%. 120 atvinnuleyfi til útlendinga Alls komu inn 120 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnu- málastofnun í janúar. Jafnframt gaf Vinnumálastofnun út 120 atvinnuleyfi í janúar til útlendinga til að starfa hér á landi. Þá kemur fram í skýrslunni að 3.836 erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu í lok janúar en voru 2.080 í lok janúar 2019. Þýðir þetta að 44% at- vinnulausra í janúar sl. voru erlendir ríkisborgarar, sé stuðst við lægri heildartöluna hjá Vinnumálastofnun sem byggist á áðurnefndum umreikn- ingi á atvinnuleysisdögum yfir í at- vinnulausa. Má í þessu efni rifja upp að rúm- lega 5.000 fleiri erlendir ríkisborgar- ar fluttu til landsins í fyrra en frá landinu, eins og fram kom í Morgun- blaðinu 4. febrúar. Þar af fluttust 840 fleiri úr þeim hópi til landsins á fjórða ársfjórðungi en frá því. Vegna uppgangs í ferðaþjónustu var skortur á vinnuafli á tímabili. Um 9.600 eru án atvinnu  Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar fjölgaði fólki á atvinnuleysisskrá um þúsund milli mánaða  Ekki hafa jafn margir verið án vinnu síðan í maí 2012 Karl Sigurðsson Morgunblaðið/RAX Byggingarvinna Störfum í greininni er að fækka með kólnun í hagkerfinu. Verkfallsaðgerðir allt að 18 þúsund félagsmanna BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum gætu hafist 9. mars verði verkfallsboðun sam- þykkt í atkvæðagreiðslu, sem stendur frá 17. til 19. febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB mun m.a. starfsfólk á Land- spítala og í annarri heilbrigðisþjón- ustu, í velferðarþjónustu, skólum, leikskólum og frístundaheimilum, sundlaugum og íþróttahúsum og starfsfólk sem sinnir þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf verði aðgerðirnar sam- þykktar eða ekki semjist áður. Þá verða boðaðar aðgerðir tví- skiptar: Annars vegar verða verk- föll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum og hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Það verða meðal annars starfsmenn grunnskóla og frístundaheimila á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness. Ótímabundið allsherj- arverkfall allra félagsmanna BSRSB hjá ríki, Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og Reykjavík- urborg mun síðan hefjast 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Kosið um verkfall BSRB  Gæti hafist 9. mars Veðurofsinn sem gekk yfir landið í gær olli lands- mönnum víða um land miklum vandræðum. Björg- unarsveitum bárust rúmlega 800 útköll sem 803 björg- unarsveitarmenn fóru í samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þá er ótalinn sá fjöldi fólks sem stendur utan björg- unarsveita en sinnti ótal mörgum og mikilvægum störf- um í gær til að reyna lágmarka skemmdir vegna óveð- ursins. Þar má helst nefna þá sem sinntu viðgerðum á raf- magnslínum og staurum en rafmagnslaust varð víða, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi. Til að bæta gráu ofan á svart var mikið um eldingar á því landsvæði, sem höfðu áhrif á rafmagnskerfið og töfðu viðgerðir. En það var ekki einungis rafmagnslaust víða heldur höfðu rafmagnstruflanir áhrif á dreifikerfi Veitna með þeim afleiðingum að heitavatnslaust var um stund á höf- uðborgarsvæðinu sem og í Rangárþingum og Ásahreppi. Mikið var um að þök og þakplötur losnuðu. Gerðist það meðal annars á Kjalarnesi, á Flúðum og í Hvalfirði þar sem þakplata fauk á mann. Maðurinn skarst á fæti og blæddi mikið úr sárinu. Raflína féll á bíl á Hvolsvelli en engum varð meint af. Þá fuku bílar og hjólhýsi víða auk þess sem rúður brotn- uðu í fjölmörgum ökutækjum og gróðurhúsum. Sjór gekk á land á Reykjanesi; í Grindavík, Keflavík, Vogum og í Garði og Sandgerði í Suðurnesjabæ. Í Garði gekk sjór langt upp á land og þar þurfti að bjarga mæðg- um úr húsi þar sem vatnshæð var orðin mjög mikil. Báturinn Blátindur sökk í höfninni í Vestmannaeyjum en þar mældist vindhraði meiri en spáð hafði verið. thor@mbl.is Ofsaveður á Valentínusardegi 14. febrúar Þak fauk á Kjalarnesi Varðskipið Þór í Ísafjarðardjúpi Óvissustig á Vestfjörðum vegna snjófl óðahættu Aðgerðastjórnir almannavarna voru opnaðar í Reykjavík, á Selfossi og Sauðárkróki 763 útköll voru vegna óveðursins frá miðnætti til 16:30 í gær 803 björg-unar- aðilar, þ.e. björg- unarsveitafólk, lögregla, slökkvilið og sjúkrafl utn- ingafólk, þátt í aðgerðum vegna óveðurins í gær Þakplata fauk á mann í Hvalfi rði Rafl ína féll á bíl á Hvolsvelli Heitavatnslaust í Rangár- þingum og Ásahreppi Rafmagnsleysi víða á Suðurlandi Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík Sjávarfl óð í Garði Allt á fl oti í Grindavíkurhöfn Foktjón víða um land Flestir fjallvegir lokaðir Snjófl óð á Grenivíkuveg Bílar fuku á Ásbrú Akstur Strætó hófst á hádegi Bátur sökk í Eyjum Innanlandsfl ug lá niðri Ekkert millilanda- fl ug til kl. 15 Björgunarsveitum bárust rúmlega 800 útköll í gær Ofsaveður um allt land  Mæðgum bjargað úr húsi í Garði  Rafmagnslaust víða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.