Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 40
EM 2020
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir fjörutíu daga er komið að
lokaslagnum um sæti í lokakeppni
Evrópumóts karla í fótbolta þegar
Rúmenar mæta á Laugardalsvöll-
inn fimmtudagskvöldið 26. mars.
Fimm dögum síðar leikur sig-
urliðið til úrslita á útivelli við ann-
aðhvort Búlgaríu eða Ungverja-
land.
Miklar vangaveltur hafa verið um
hvort Laugardalsvöllurinn verði
leikfær eftir fjörutíu daga, enda al-
gjört einsdæmi að spila leik sem
þennan á Íslandi í marsmánuði. Það
ræðst væntanlega ekki endanlega
fyrr en á síðustu 5-10 dögunum fyrir
leik hvert ástand hans verður.
En hvernig verður ástandið á ís-
lensku landsliðsmönnunum? Hvern-
ig er þeirra undirbúningur fyrir
þennan mikilvæga leik? Þeir verða á
afar misjöfnu róli, margir verða
langt komnir með sitt vetrartímabil
á meðan aðrir eru enn á undirbún-
ingstímabili og ekki farnir að spila
alvöruleiki á árinu 2020. Erik Ham-
rén landsliðsþjálfari gæti þurft að
taka það með í reikninginn í liðsval-
inu en hann hefur verið á ferðinni og
fylgst vel með leikmönnunum, m.a.
þeim sem hafa verið í æfingaferðum
á Spáni síðustu vikur.
Markverðirnir
Af markvörðum landsliðsins verð-
ur Ögmundur Kristinsson í mestu
leikæfingunni. Hann hefur ekki
misst úr leik með Larissa í grísku úr-
valsdeildinni í vetur og reyndar spil-
að alla leiki sinna liða frá því í apríl
2018.
Rúnar Alex Rúnarsson verður
væntanlega búinn að leika átta leiki í
röð í marki Dijon í Frakklandi en
Hannes Þór Halldórsson, sem að öllu
óbreyttu mun verja mark Íslands í
leiknum, mun enn eiga mánuð í
fyrsta deildarleikinn með Val. Hann-
es lék tvo landsleiki í janúar og býr
sig að öðru leyti undir leikinn með
því að spila í Reykjavíkurmóti og
deildabikar.
Ingvar Jónsson er á sama róli og
Hannes, fluttur heim og kominn í
markið hjá Víkingi en verður vænt-
anlega ekki í hópnum nema einhver
hinna þriggja forfallist.
Varnarmennirnir
Ragnar Sigurðsson, lykilmaður í
vörn Íslands, er að stíga upp úr
meiðslum og gæti spilað allt að níu
leikjum með FC Köbenhavn í deild,
bikar og Evrópukeppni á vikunum
fram að Rúmeníuleiknum.
Kári Árnason verður hinsvegar í
deildabikarnum með Víkingi og hef-
ur ekki spilað mótsleik frá landsleikj-
unum í nóvember þegar Rúmenarnir
koma. Ljóst er að Sverrir Ingi Inga-
son og Hólmar Örn Eyjólfsson munu
þrýsta á um sæti en þeir spila alla
leiki sinna liða í Grikklandi og Búlg-
aríu. Jón Guðni Fjóluson og Hörður
Björgvin Magnússon hafa verið í
vetrarfríi í Rússlandi en verða búnir
með fjórar umferðir í deildinni fyrir
landsleikinn. Daníel Leó Grétarsson
spilar ekki fyrsta leik í norsku úr-
valsdeildinni með Aalesund fyrr en
eftir landsleikjatörnina.
Vinstri bakvörðurinn Ari Freyr
Skúlason var frá keppni í mánuð um
jól og áramót en var kominn á fulla
ferð um miðjan janúar og verður að
óbreyttu búinn að spila á fullu í tvo
mánuði fyrir Rúmeníuleikinn.
Guðlaugur Victor Pálsson, hægri
bakvörður í síðustu fjórum leikjum
Íslands 2019, spilar alla leiki Darm-
stadt í Þýskalandi og á sex deilda-
leiki framundan á næstu vikum.
Hjörtur Hermannsson var í stöðunni
á undan honum en hann er að komast
af stað á næstu dögum eftir meiðsli
og gæti náð nokkrum leikjum með
Bröndby í febrúar og mars. Birkir
Már Sævarsson sem virðist vera orð-
inn þriðji maður í stöðuna spilar með
Val í deildabikarnum fram að lands-
leiknum.
Miðjumennirnir
Aron Einar Gunnarsson missti af
síðustu fjórum leikjum undankeppn-
innar vegna meiðsla en hefur spilað
alla leiki Al-Arabi frá því í desember.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað
flesta leiki Everton, missti af tveim-
ur vegna nárameiðsla, og það eru
góðar líkur á að hjarta miðjunnar
komi í þokkalegu standi til leiks. Yf-
irstandandi vetrarfrí á Englandi
kemur Gylfa vafalítið til góða.
Jóhann Berg Guðmundsson er
mesta áhyggjuefnið en hann hefur
aðeins náð að spila átta leiki með
Burnley í allan vetur og meiðst þrisv-
ar. Hann missir um helgina af sínum
fimmta leik í röð en er sagður nánast
tilbúinn á ný. Birkir Bjarnason er lít-
ið búinn að spila með Brescia enn
sem komið er en úr því gæti ræst á
næstu vikum.
Emil Hallfreðsson er kominn með
fleiri leiki með Padova eftir áramót
en hann spilaði allt síðasta ár og
kemur væntanlega til greina á ný.
Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór
Ingvi Traustason eru á undirbún-
ingstímabili í Kasakstan og Svíþjóð
en Arnór verður búinn að spila tvisv-
ar gegn Wolfsburg í Evrópudeildinni
og tímabilið hjá Rúnari hefst 6. mars.
Mikael Anderson og Arnór Sig-
urðsson verða komnir með nokkra
leiki hjá Midtjylland og CSKA
Moskva eftir vetrarfríið og Samúel
Kári Friðjónsson er í baráttu um
sæti í sínu nýja liði, Paderborn, í
þýsku Bundesligunni.
Aron Elís Þrándarson verður
kominn með nokkra leiki hjá OB í
Danmörku, Rúrik Gíslason hefur lít-
ið spilað með Sandhausen síðustu
mánuði en lék sinn fyrsta leik á árinu
um síðustu helgi. Jón Dagur Þor-
steinsson hjá AGF hefur verið
meiddur og verður væntanlega í 21-
árs landsliðinu sama dag. Þá er Al-
bert Guðmundsson ekki byrjaður að
spila með AZ eftir langa meiðsla-
fjarveru. Þetta verkefni er vænt-
anlega of snemma á ferðinni fyrir
hann.
Framherjarnir
Alfreð Finnbogason missti af síð-
ustu tveimur leikjum Íslands í nóv-
ember vegna meiðsla en er byrjaður
að spila með Augsburg og ætti að
verða kominn í þokkalegt leikform.
Jón Daði Böðvarsson spilar nokkuð
reglulega hjá Millwall og Viðar Örn
Kjartansson er kominn af stað í
Tyrklandi. Kolbeinn Sigþórsson
spilar hinsvegar ekki deildaleik með
AIK í Svíþjóð fyrr en eftir lands-
leikjahléið. Björn Bergmann Sigurð-
arson er ekkert farinn að spila með
APOEL á Kýpur og óljóst með stöðu
hans þar eftir þjálfaraskipti.
Staðan í dag: Ef leikurinn færi
fram í dag gæti Erik Hamrén líklega
teflt fram sínu óskaliði, að Jóhanni
Berg undanskildum. Talsvert leikja-
álag er framundan hjá mörgum
landsliðsmannanna og hættan á að
einhverjir þeirra heltist úr lestinni
vegna meiðsla er alltaf fyrir hendi.
40 dagar, hver er staðan?
Umspilsleikurinn gegn Rúmeníu 26. mars Íslensku leikmennirnir verða
á misjöfnu róli þegar að honum kemur Langflestir eru leikfærir í dag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Laugardalsvöllur Sverrir Ingi Ingason, Gylfi Þór Sigurðsson og Emil Hallfreðsson í síðasta heimaleik Íslands sem
var gegn Andorra 14. október. Nú eru fjörutíu dagar í stóru stundina þegar Rúmenar koma í heimsókn í umspilinu.
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
Olísdeild kvenna
Valur – Afturelding .............................. 32:22
Staðan:
Fram 15 14 0 1 480:320 28
Valur 16 13 1 2 444:330 27
Stjarnan 15 7 3 5 380:362 17
HK 15 6 2 7 403:414 14
Haukar 15 5 2 8 327:373 12
KA/Þór 15 6 0 9 351:420 12
ÍBV 15 5 2 8 334:353 12
Afturelding 16 0 0 16 303:450 0
Grill 66 deild kvenna
Grótta – ÍR............................................ 22:23
Staða efstu liða:
Fram U 16 16 0 0 526:365 32
FH 16 13 1 2 449:349 27
Selfoss 16 11 2 3 377:337 24
Grótta 17 11 1 5 439:405 23
ÍR 17 9 1 7 438:417 19
Valur U 16 7 1 8 432:421 15
Grill 66 deild karla
Grótta – Fjölnir U ................................ 39:26
Staða efstu liða:
Þór Ak. 12 10 2 0 365:312 22
Haukar U 13 8 1 4 380:341 17
Valur U 13 8 1 4 381:371 17
Grótta 13 8 0 5 381:360 16
Þróttur 13 6 2 5 388:366 14
Svíþjóð
Guif – Kristianstad.............................. 21:29
Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk
fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð-
mundsson lék ekki með liðinu.
Danmörk
Kolding – Mors-Thy ............................ 27:38
Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj-
ólfsson komust ekki á blað hjá Kolding.
Þýskaland
B-deild:
Bietigheim – Aue................................. 33:29
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Hamm – Hamburg............................... 24:24
Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot í
marki Hamburg.
Frakkland
B-deild:
Valence – Cesson-Rennes................... 24:27
Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir
Cesson-Rennes.
Spánn
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Unicaja Málaga – Zaragoza ............... 90:86
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 2 stig og
tók 4 fráköst á 12 mínútum með Zaragoza.
Svíþjóð
Umeå – Borås..................................... 68:102
Elvar Már Friðriksson skoraði 9 stig,
tók 2 fráköst og gaf 8 stoðsendingar á 23
mín. hjá Borås og var fyrirliði liðsins.
NBA-deildin
Boston – LA Clippers .......... (2. frl.) 141:133
New Orleans – Oklahoma City........ 118:123
KÖRFUKNATTLEIKUR
Bikarúrslitaleikur karla:
Laugardalsh.: Stjarnan – Grindavík L13.30
Bikarúrslitaleikur kvenna:
Laugardalshöll: KR – Skallagrímur... 16.30
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Framhús: Fram – HK ....................... L15.30
Ásgarður: Stjarnan – KA....................... L18
Eyjar: ÍBV – Haukar.............................. S16
Kaplakriki: FH – ÍR .......................... S19.30
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Kórinn: HK – Haukar ............................ L14
Ásgarður: Stjarnan – Þór/KA ............... L16
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Höllin Ak.: Þór Ak. – Víkingur .............. L15
Kaplakriki: FH U – KA U................. L16.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Origo-höll: Valur U – ÍBV U.................. S14
Framhús: Fram U – Víkingur ............... S15
TM-höllin: Stjarnan U – Fylkir ............. S16
Kaplakriki: FH – Fjölnir........................ S17
Hleðsluhöll: Selfoss – HK U ............. S19.30
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn
Kórinn: HK – Grindavík ................... L11.30
Fjarðab.höll: Leiknir F. – Aftureld ...... L13
Boginn: KA – Fylkir............................... L15
Egilshöll: Fram – Keflavík ............... L17.15
Origo-völlur: Valur – Vestri ................... S11
Eimskipsvöllur: ÍBV – Víkingur Ó........ S14
Boginn: Magni – Víkingur R.................. S15
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Fífan: Breiðablik – Selfoss .................... L11
Boginn: Þór/KA – Valur......................... L17
Enski boltinn á Símanum Sport
Southampton – Burnley.................... L12.30
Norwich – Liverpool.......................... L17.30
Aston Villa – Tottenham ........................ S14
Arsenal – Newcastle .......................... S16.30
UM HELGINA!
Valur minnkaði forskot Fram á
toppi Olísdeildar kvenna í handbolta
niður í eitt stig með öruggum 32:22-
sigri á Aftureldingu á heimavelli í
gærkvöldi. Valskonur voru með yfir-
höndina allan tímann og var sig-
urinn aldrei í hættu gegn stigalausu
liði Aftureldingar. Lovísa Thompson
skoraði tíu mörk fyrir Val og er hún
komin með 24 mörk í síðustu tveim-
ur leikjum. Gerði hún 14 mörk í sigri
á HK í síðustu umferð. Ragnheiður
Edda Þórðardóttir bætti við fimm
mörkum. Roberta Ivanauskaite
gerði sjö fyrir Aftureldingu.
Með 24 mörk í
tveimur leikjum
Morgunblaðið/Eggert
Sjóðheit Lovísa Thompson raðar
inn mörkunum með Valskonum.
Enska knattspyrnufélagið Man-
chester City má ekki leika í Meist-
aradeild Evrópu á næstu tveimur
árum vegna brota á fjárhags-
reglum UEFA. Þá var félagið sekt-
að um 30 milljónir evra. Enska fé-
lagið á að hafa gefið UEFA rangar
upplýsingar varðandi styrktarað-
ila. Samkvæmt úrskurðinum lugu
forráðamenn City til um að 67,5
milljónir punda sem eigandinn
Sheikh Mansour bin Zayed Al Na-
hyan setti í félagið hefðu verið aug-
lýsingatekjur. Félagið ætlar að
áfrýja úrskurðinum.
Man. City í Meist-
aradeildarbann
AFP
Vonbrigði Pep Guardiola, knatt-
spyrnustjóri Manchester City.