Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
Suðurgata 16, 245 Sandgerði
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Mikið endurnýjuð 6 herbergja efri hæð í tvíbýli í Sandgerði.
Sandgerði er fjölskylduvænt sveitarfélag.
Nr. 2 á landsvísu samkv. nýrri könnun. Verð kr. 32.000.000
Stærð 138 m2
Vindurinn gnauðar og ólmast, það hvín í trjánum og sjórinngengur á land – og þá er gott að kúra inni og íhuga orðin semná utan um veðurhaminn. Óveður, illviðri, aftakaveður, rosi,foráttuveður, manndrápsbylur, stormur og öskurok. Orðin
lýsa því sem er að gerast fyrir utan gluggann minn þegar bálviðrið
skellur á öllu því sem fyrir er. Maðurinn má sín lítils þegar náttúru-
öflin byrsta sig og minna á hver séu hin raunverulegu valdahlutföll í
heiminum. Þessa stríðu og blíðu náttúru höfum við fangað með blæ-
brigðaríkum og hárnákvæmum orðum, áður en við eignuðumst tæki til
að mæla metra á sekúndu
eða vindstigin tólf. Í orð-
unum birtist auðmýkt fyrir
náttúrunni – og líka raun-
sætt mat.
Fornskáldin kölluðu him-
ininn vindahjálm, og sáu fyr-
ir sér hvernig vindurinn
geisaði undir hvelfingu himinsins, sem þau líktu við manngerðan
hjálm. Í Þulunum gömlu sem varðveittar eru í handritum með Snorra
Eddu og geyma heiti um þau margvíslegu náttúrufyrirbæri sem skáld-
in vísuðu til í kveðskap eru tvær dásamlegar vísur um veður heiti, sem
lýsa hreyfingu lofts, sem þéttist í regn og snjó.
Veðr, byrr, vönsuðr,
vindr, élreki,
glygg, blær ok gustr,
gráp, logn, þoka,
regn, úr, rota,
ríð, myrkvi, él,
fjúk, fok, mugga,
frost, kári, hregg.
Gönsurr, gráði,
gol, ofviðri,
gjósta, grindill,
gæla ok óhljóðr,
gneggjuðr, gönsuðr,
gæ, dynfari,
hlömmuðr, ganrekr,
húsbrjótr og þjótr.
Glygg, gneggjuður, gjósta, ganrekur og þjótur. Hvert orð hefur sína
áferð, músíkalska tón og tilfinningu jafnvel þó að við skiljum þau ekki
almennilega – en húsbrjótur og óhljóð eru hárbeitt og ljós. Mörg
þeirra finnast ekki í kveðskap, eins og gönsur, sem líklega er dregið af
gana, að flýta sér, grindill sem talið er merkja foráttuveður og gæ sem
er hugsanlega dregið af góunni en hið fallega orð dynfari nota álfarnir
um vindinn í Alvíssmálum. Veðurorð finnum við í ótal kenningum um
orrustur. Hávaðanum, ógninni og sverðaþyti var best lýst með því að
grípa til líkinga með veðrum, vindum og nístandi snjóélinni.
Þegar ég hlusta á vindinn hugsa ég til þess tíma þegar engin veður-
spá bjó mannfólkið undir veðrið sem í vændum var og enginn vissi hve-
nær það versta yrði afstaðið. Hvessir enn í nótt, rok eða ofsaveður (23-
30 m/s) með morgninum, en fárviðri (yfir 32 m/s) í vindstrengjum
syðra. Víða slydda eða snjókoma á morgun, úrkomumest sunnan- og
austanlands. Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinni part-
inn með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofan-
koma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og
dregur úr úrkomu.
Á föstudag gekk sannkallað stórviðri yfir landið – sem breyttist svo í
rok, næðing, kannski frostgolu og kalda en síðan logn á undan hinum
óumflýjanlega næsta stormi.
Húsbrjótur og þjótur
Tungutak
Guðrún Nordal
gnordal@hi.is
Efnahagslægðir eru fastur þáttur í tilveruokkar Íslendinga, eins og annarra þjóða,og ein slík nálgast okkur nú óðfluga. Nýj-asta áminningin um það var tilkynning Rio
Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, um að lokun
þess kynni að vera í aðsigi. Áður var orðið nokkuð
ljóst að loðnubrestur blasir við sem hefur alvarleg
áhrif ekki sízt á nokkrar af sjávarbyggðum landsins.
Og loks er ekki ólíklegt að áföll geti orðið í ferða-
þjónustu nú síðast vegna Wuhan-veirunnar.
Efnahagslægðir í lífi okkar tengjast yfirleitt undir-
stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar með ýmsum hætti,
þótt það sé nýtt að lokun heils álvers geti staðið fyrir
dyrum. Straumsvík var upphafið að skipulegri nýt-
ingu orku fallvatnanna á fyrri hluta Viðreisnaráranna
á síðustu öld. Þeir sem þar stóðu í forsvari – og með-
al þeirra voru dr. Jóhannes Nordal, þá seðlabanka-
stjóri, Eyjólfur Konráð Jónsson, þá ritstjóri Morgun-
blaðsins, og Jóhann Hafstein, þá varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og ráðherra iðnaðarmála – voru
drifnir áfram af hugsjónum Einars Benediktssonar,
skálds, eins og þeir sem fylgd-
ust með þeim úr nálægð upp-
lifðu sterkt.
Í kjölfar þeirra tímamóta
fylgdi einn mesti öldudalur í efnahagsmálum þjóð-
arinnar á síðustu öld. Fyrstu merki þess öldudals
sáust á miðju ári 1966. Þá varð verulegt verðfall á út-
flutningsafurðum okkar. Það varð mest á lýsi eða um
37,5%. Á sama tíma lækkaði verð á próteineiningu í
tonni síldarmjöls um 23% og um sumarið lækkaði
verð á þorskblokk á Bandaríkjamarkaði um 20%. Og
loks varð þorskaflinn minni en árið áður sem nam 43
þúsund tonnum, sem kom illa við frystiiðnaðinn.
En fleira kom til. Vetrarvertíðin 1967 var að mati
fróðustu manna sú erfiðasta frá árinu 1914.
Síldaraflinn 1966 hafði numið um 770 þúsund tonn-
um og loðnuaflinn um 125 þúsund tonnum. Ári
seinna, 1967, minnkaði síldaraflinn og varð einungis
460 þúsund tonn og loðnuaflinn varð 97 þúsund tonn.
Árið þar á eftir, 1968, hrundi síldaraflinn og fór
niður í 143 þúsund tonn og loðnuaflinn fór niður í 78
þúsund tonn.
Afleiðingarnar urðu vaxandi atvinnuleysi, sem á
þessum árum hafði verið nær óþekkt frá heimsstyrj-
aldarárunum síðari. Það jókst hins vegar mjög á ár-
unum 1968 og 1969. Snemma árs 1968 nam atvinnu-
leysi um 2% en ári síðar var það komið í um 7%. Að
hluta til gætti þar áhrifa sjómannaverkfalls og eftir
lausn þess minnkaði það verulega og var komið í
3,2% í árslok 1969.
Það sagði þó ekki alla söguna vegna þess að á þeim
tíma var talið að um 250-300 iðnaðarmenn hafi farið
til starfa erlendis og þá sérstaklega til Svíþjóðar.
En að sjálfsögðu versnuðu lífskjör fólks mjög á
þessum tíma.
Þessi saga er rifjuð hér upp til að minna fólk á, að
þótt nú halli undan fæti á ný af margvíslegum ástæð-
um, höfum við sem þjóð séð það svartara og ekki
ástæða til að örvænta. Við náðum okkur upp úr þeim
djúpa öldudal, sem hér hefur verið lýst og auðvitað
átti sú stóriðja, sem nú stendur á tímamótum þátt í
því.
Efnahagslægðin sem nú nálgast mun hafa marg-
vísleg áhrif. Hún getur t.d. leitt til þess að einhverjir
þeirra útlendinga, sem hingað hafa leitað í atvinnu-
skyni seinni árin muni snúa til síns heima. Hún mun
leiða til þess að fyrirtæki reyni að hagræða og þá
með ýmsum hætti en m.a. með uppsögnum og ein er
sú atvinnugrein, sem nú þegar stendur höllum fæti,
og getur orðið fyrir verulegum áföllum, en það er
fjölmiðlun, þótt það skipti ekki sköpum fyrir afkomu
þjóðarbúsins.
Fjölmiðlafyrirtækin finna nú þegar fyrir minnkandi
auglýsingamagni og sú þróun getur orðið reiðarslag
fyrir minnstu fyrirtækin á þeim
markaði.
Eins og nú horfir eru allar
líkur á því að næstu þingkosn-
ingar, hvort sem þær verða að vori eða hausti á
næsta ári, fari fram í skugga þeirrar efnahagslægðar,
sem að okkur sækir. Það er hefðbundið að slíkar að-
stæður eru erfiðar fyrir þá flokka sem sitja í ríkis-
stjórn á slíkum tímum.
Þingkosningarnar snemma sumars 1967 urðu erf-
iðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn þótt aðrar skýringar
væru á þeim úrslitum þá.
Það er nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnarflokka
að átta sig á þessari stöðu strax. Þeir eiga ekki að
falla í þá freistni að tala við kjósendur eins og allt sé
í stakasta lagi. Þeir eiga þvert á móti að útskýra fyr-
ir þjóðinni þá erfiðleika, sem kunna að vera fram-
undan og hvað hægt er að gera til þess að draga úr
þeim.
Við ráðum ekki göngum loðnunnar en eigum að
horfast í augu við þann veruleika að loftslagsbreyt-
ingar hafa áhrif á hafstrauma og lífið í hafinu og
verðum því að leggja okkar af mörkum til þess að
mæta þeim.
Við ráðum ekki verðlagsþróun á álmörkuðum í
heiminum en stjórnvöld þurfa strax að taka afstöðu
til kröfu Rio Tinto um lækkun á raforkuverði. Það er
skárra að fá minna fyrir raforkuna en að álverinu
verði lokað.
Við ráðum ekki áhrifum Wuhan-veirunnar á ferða-
mannastraum um heimsbyggðina en vera má að hægt
sé að auðvelda ferðaþjónustunni að takast á við
hugsanleg áföll af hennar völdum með öðrum hætti.
Það eru miklar líkur á því að helzta verkefni ríkis-
stjórnar og Alþingis á næstu misserum verði að fást
við afleiðingar þeirrar efnahagslægðar, sem nálgast
landið.
Það dugar ekki að bíða með þau verkefni fram á
næsta ár.
Það þarf að taka til hendi strax.
Efnahagslægðin nálgast …
… og hún getur orðið djúp.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Franski rithöfundurinn FrédéricBastiat er einn snjallasti tals-
maður viðskiptafrelsis fyrr og síð-
ar. Ein ritgerð hans heitir „Það,
sem við sjáum, og það, sem við
sjáum ekki.“ Þar bendir hann á, að
athafnir okkar hafa margvíslegar
afleiðingar. Ein er strax sýnileg, en
aðrar koma síðar fram og dyljast
mörgum, en aðalsmerki góðs hag-
fræðings er að leiða þær líka í ljós.
Bastiat segir dæmisögu máli
sínu til stuðnings. Óknyttadrengur
brýtur rúðu, og áhorfendur reyna
að sefa reiðan föður hans: „Slys
eins og þessi knýja áfram fram-
leiðsluna. Allir verða að lifa. Hvað
yrði um glerskera, ef aldrei væru
brotnar rúður?“ Þessi rök eru
ógild, segir Bastiat. Það er rétt, ef
sex franka kostar að gera við
gluggann, að þeir renna þá til gler-
skurðar og örva þá iðn. Þetta
sjáum við. En það, sem við sjáum
ekki, er, að faðir drengsins getur
nú ekki notað þessa sex franka til
að kaupa sér skó. Heildarniður-
staðan virðist vera, að glerskurður
hafi verið örvaður um sem nemur
sex frönkum, en aðrar atvinnu-
greinar misst af örvun sem nemur
sömu upphæð.
En ávinningur glerskeranna
bætir ekki upp tapið fyrir aðrar at-
vinnugreinar. Nú eyðir faðirinn sex
frönkum í að gera við gluggann og
nýtur hans síðan eins og hann gerði
áður. En hefði slysið ekki orðið, þá
hefði hann notað sex franka til að
kaupa sér skó og hefði eftir það
notið hvors tveggja, rúðunnar og
skónna. Heildin hefur tapað því
sem nemur verðmæti brotnu rúð-
unnar.
Í ritgerðinni notar Bastiat marg-
ar fleiri dæmisögur til að leiða í
ljós, að heildin tapar alltaf á eyði-
leggingu verðmæta. Enn gera þó
sumir þær hugsunarvillur, sem
Bastiat bendir á. Nóbelsverðlauna-
hafinn Paul Krugman sagði til
dæmis í bloggi sínu 14. september
2001, að hryðjuverkaárásin á tví-
buraturnana nokkrum dögum áður
gæti örvað atvinnulífið, „ef fólk
flykkist út í búð og kaupir vatn í
flöskum og niðursuðuvöru“. Og 15.
mars 2011 sagði Krugman, að ný-
legt kjarnorkuslys í Fukushima
gæti örvað alþjóðahagkerfið, enda
hefði seinni heimsstyrjöld bundið
endi á heimskreppuna!
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Bastiat og
brotna rúðan