Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Sótthreinsi- þrif Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn inflúensusmiti 15. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.42 127.02 126.72 Sterlingspund 164.13 164.93 164.53 Kanadadalur 95.3 95.86 95.58 Dönsk króna 18.401 18.509 18.455 Norsk króna 13.643 13.723 13.683 Sænsk króna 13.116 13.192 13.154 Svissn. franki 129.35 130.07 129.71 Japanskt jen 1.1518 1.1586 1.1552 SDR 172.98 174.02 173.5 Evra 137.52 138.28 137.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.6917 Hrávöruverð Gull 1575.0 ($/únsa) Ál 1706.5 ($/tonn) LME Hráolía 55.75 ($/fatið) Brent ● Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 2.968 milljónir króna í fyrra. Jókst hagnaðurinn um 396 milljónir frá árinu 2018. EBITDA nam 5.562 milljónum og jókst um 344 milljónir milli ára. Leigutekjur jukust talsvert og námu 7.393 milljónum, sam- anborið við 6.765 milljónir ári fyrr. Rekstrarkostnaður jókst minna og stóð í 3.094 milljónum, sam- anborið við 2.890 milljónir árið 2018. Jákvæðar matsbreytingar fjárfesting- areigna voru mun meiri í fyrra en ár- ið 2018. Námu þær 2.170 milljónum króna, samanborið við 1.501 milljón ári fyrr. Segir í ársskýrslu félagsins að EBITDA hafi reynst nokkuð undir spá. Það hafi fyrst og fremst skýrst af lakari afkomu Hótels 1919 vegna áhrifa af gjaldþroti WOW air og raski vegna endurbóta á herbergjum hót- elsins. Fjárfestingareignir Eikar voru metnar á 95,9 milljarða í árslok og höfðu aukist um 4,6 milljarða frá fyrra ári. Heildareignir stóðu í 102,6 milljörðum samanborið við 96,7 millj- arða ári fyrr. Eigið fé nam 32,6 millj- örðum og hafði aukist um 1.655 milljónir. Skuldir stóðu í rúmum 70 milljörðum og höfðu aukist um rúma 4 milljarða. Eiginfjárhlutfall var 31,7% í árslok. Eik varð fyrir neikvæð- um áhrifum af WOW air STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sala nýrra tengiltvinn- og tvinnbíla verður bönnuð í Bretlandi frá og með árinu 2035, til að draga úr sót- spori landsins. Boris Johnson for- sætisráðherra tilkynnti þetta á dögunum, en sagt er frá málinu í The Daily Telegraph. Sala nýrra bíla sem brenna jarð- efnaeldsneyti verður bönnuð í landinu frá sama tímapunkti. Ástæðan fyrir því að tvinnbílar eru nú komnir inn í jöfnuna í Bretlandi er sú, eins og segir í Telegraph, að ýmsir hafa haft áhyggjur af því að slíkir bílar noti rafmagn aðeins takmarkað í akstri, áður en jarð- efnaeldsneytið tekur við því hlut- verki að knýja bílinn áfram. Bílgreinasambönd í Bretlandi tala um svik við eigendur tvinnbíla í landinu, og að ákvörðunin muni hafa afleiðingar. Segja þeir að tug- ir þúsunda bíleigenda hafi verið hvattir til þess að kaupa farartæk- in í þeirri trú að þau væru umhverfisvæn, og óttist nú að endursöluverðið muni falla eftir því sem árið 2035 færist nær. Í loftslagsáætlun íslensku ríkis- stjórnarinnar frá árinu 2018, sem nú er í endurskoðun, er gert ráð fyrir að banna sölu nýrra jarðefna- eldsneytisbíla frá árinu 2030, fimm árum fyrr en í Bretlandi. Ekki er þó kveðið sérstaklega á um tvinn- bíla í áætluninni. Lína dregin í sandinn Sigríður Halldórsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að með því að tala um bensín- og dís- ilbíla í áætluninni hafi verið dregin lína í sandinn, til að stuðla að minni umhverfisáhrifum bílaflot- ans. „Nú er verið að útfæra þetta nánar, og það er von á uppfærðri áætlun á næstu vikum. Þar verða ýmsar breytingar kynntar til sög- unnar.“ Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins, segir í sam- tali við Morgunblaðið að sú áætlun ríkisstjórnarinnar að banna sölu nýrra jarðefnaeldsneytisbíla frá 2030 sé hvatning til fólks um að búa sig undir tímamótin. Hann segir að þetta megi sjá nú þegar í sölutöl- um. Það sem af er ári eru „nýorku- bílar“ að hans sögn 35% seldra fólksbíla, þ.e.a.s. bíla sem knúnir eru rafmagni að öllu leyti eða ten- giltvinnbílar. Tvinnbílar séu þar til viðbótar rúmlega 15% af heildar- fjölda seldra fólksbíla. Jón Trausti hefur trú á að Íslendingar verði löngu búnir að skipta yfir í um- hverfisvæna kosti áður en að árinu 2030 kemur. „Bílaheimurinn allur er að fara mjög hratt í áttina að umhverfisvænni kostum.“ Jón Trausti segir að drægi raf- magnsbíla og tengiltvinnbíla auk- ist með hverri nýrri kynslóð sem komi á markaðinn. „Drægi tengiltvinnbíla á rafmagni er t.d. allt að 100 km í dag, sem þýðir að eigandinn er að keyra kannski hátt í 80% af sínum akstri á raf- magni ef hann hleður bílinn reglulega.“ Spá 10% vexti í bílasölu Nú eru um 280.000 skráðar bif- reiðar á Íslandi, að sögn Jóns Trausta, en nýskráningar hafa verið um 12-20.000 bílar á ári. „Stefna ætti að því að hækka til muna hlutfall rafbíla og annarra vistvænna ökutækja, þannig að þeir verði a.m.k. um 100.000 árið 2030. Við gerum ráð fyrir að sala nýrra bíla aukist um 10% á þessu ári sem er mjög hófsamur vöxtur en raunhæfur um leið, þar sem kaupmáttur er sterkur hér á landi,“ segir Jón Trausti. Sala nýrra tvinnbíla verður bönnuð í Bretlandi frá 2035 Umhverfið » Nýskráðir hafa verið um 12-20.000 bílar á ári á Ís- landi. » Nýorkubílar eru 35% seldra fólksbíla hér á landi það sem af er þessu ári. » Ekki er kveðið sérstaklega á um tvinnbíla í íslensku loftslagsáætluninni frá árinu 2018. » Formaður Bílgreina- sambandsins hefur trú á að Íslendingar verði löngu búnir að skipta yfir í umhverfis- væna kosti fyrir árið 2030.  Von á breytingum í uppfærðri loftslagsáætlun íslensku ríkisstjórnarinnar Rafmagn 8% Tvinn 9% Tengiltvinn 10% Nýorkugjafar og nýskráningar ökutækja 2000-2019 Nýskráningar ökutækja og meðaltalsútblástur 2000-2019 Nýskráð ökutæki 2019, skipting eftir orkugjöfum 30 25 20 15 10 5 0 220 200 180 160 140 120 100 Dísil Bensín Nýorkugjafar '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Þús. nýskráninga Útblástur CO2 Fjöldi nýskráðra ökutækja Meðaltalsútblástur CO2 nýskráðra ökutækja Metan 0,5% Nýorkugjafar Orkugjafar 30% 42,5% 27,5% Hagnaður Skeljungs í fyrra eftir skatta nam 1.409 milljónum króna og dróst saman um tæp 11% frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 1.573 milljónum. Arðsemi eigin fjár var 15$ og lækkaði úr 19% frá fyrra ári. Félagið skilaði uppgjöri eftir lok- un markaða á fimmtudag. Bréf fé- lagsins hækkuðu í viðskiptum gær- dagsins um 3% í ríflega 340 milljóna króna viðskiptum. EBITDA ársins 2019 reyndist 3.422 milljónir og hækkaði um 4,9% frá fyrra ári. Framlegð ársins nam 8.703 milljónum og hækkaði um 11,4% frá fyrra ári. EBITDA sem hlutfall af framlegð var 39,3% en var 41,8% árið 2018. Eigið fé Skeljungs í árslok 2019 var 9.823 milljónir króna. Vaxtaber- andi skuldir voru 6.022 milljónir og höfðu lækkað frá fyrra ári um 2.812 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 40,2% og hafði hækkað úr 36,4% 12 mán- uðum fyrr. Stjórn félagsins gerir tillögu til að- alfundar um greiðslu 600 milljóna í arð. Félagið keypti eigin bréf á liðnu ári fyrir 550 milljónir króna og er gerð tillaga til aðalfundar um af- skráningu þeirra. Árni Pétur Jóns- son, forstjóri Skeljungs, segir liðið ár hafa verið félaginu hagfellt, náðst hafi að draga úr fjárbindingu sam- stæðunnar og lækka vaxtaberandi skuldir. Bendir hann einnig á að yf- irstandandi ár muni verða helgað orkuskiptum, þróun á smásöluhluta fyrirtækisins, fasteignum þess og lóðum, ásamt því að ná betri samlegð út úr rekstri samstæðunnar. „Sterk fjárhagsstaða Skeljungs skapar tækifæri til frekari fjárfest- inga,“ segir Árni Pétur. ses@mbl.is Breytingar Árni Pétur segir orku- skipti eitt af stóru verkefnunum. Skeljungur hækkar í kjölfar uppgjörs  Félagið skilaði 1.409 milljóna hagnaði í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.