Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 ✝ Sigurjón Ragn-arsson fæddist í Hafnarfirði 16. júlí 1929. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 12. janúar 2020. Foreldrar hans voru Guðrún Guð- mundsdóttir frá Skáholti í Reykja- vík, húsfreyja, f. 7. nóvember 1899, d. 29. ágúst 1976, og Ragnar Guðlaugsson, bryti og veitingamaður í Reykjavík, f. 8. nóvember 1897, d. 11. desember 1977. Systur Sigurjóns eru Margrét Sigrún, f. 7. nóvember 1924, d. 3. nóvember 2019, Sigurveig, f. 28. febrúar 1931, d. 29. mars 2018, og Guðrún, f. 3. nóvember 1936. Sigurjón giftist Sigrúnu Eddu Gunnarsdóttur, f. 24. apr- íl 1938, í Þingvallakirkju 17. júní 1958. Börn þeirra eru: a) Sigríður Sigurjónsdóttir safn- Fyrir átti Sigurjón soninn Einar Snorra viðskiptafræðing, fæddur 1957, móðir hans er Jó- hanna Andrésdóttir, f. 22. mars 1932. Einar er giftur Eddu Hannesdóttur sálfræðingi, f. 22. janúar 1957. Börn þeirra eru: a) Guðrún Birna, MS í mannauðs- stjórnun, f. 21. janúar 1982, eig- inmaður hennar er Einar Garð- arsson rafmagnstækni- fræðingur, f. 13 apríl 1975 og eiga þau dæturnar Eddu Maríu og Erlu Rós, en fyrir á Einar dótturina Brynju Mjöll. b) Ragnar viðskiptafræðingur, f. 20. september 1988, sambýlis- kona hans er Linda Benedikts- dóttir lífefnafræðingur, f. 23. október 1988, og eiga þau börn- in Róbert og Birtu. Sigurjón lauk námi í veit- inga- og gistihúsarekstri frá há- skólanum í Tallahassee í Flór- ida árið 1954. Að námi loknu sneri hann heim og starfaði við hlið föður síns við rekstur Hót- els Valhallar á Þingvöllum til ársins 1963 og Hressingarskál- ans við Austurstræti þar sem hann starfaði í rúmlega 30 ár. Sigurjón var fjölmörg ár í Ferðamálaráði og í stjórn Hót- el- og veitingaskólans. Útför Sigurjóns hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. stjóri, f. 12. maí 1968, maki Halldór Lárusson hagfræð- ingur, f. 17. nóv- ember 1968. Börn þeirra eru Ísafold Kristín, f. 23. jan- úar 2002 og Mark- ús Ívar, f. 4. októ- ber 2005. b) Guð- laugur Sigurjónsson tæknimaður, f. 14. nóvember 1969. Börn hans eru Ragnar, f. 13. janúar 1993, Birna María, f. 12. apríl 1997, móðir þeirra er Ingveldur Sæv- arsdóttir, Katrín Edda, f. 4. september 2008, móðir hennar er Inga Rós Júlíusdóttir. Unn- usta Guðlaugs er Harpa Hilm- arsdóttir, f. 21. nóvember, 1970. c) Guðrún Ragna fatahönnuður, f. 24. júní 1976, sambýlismaður hennar er Kjartan Kjartansson hljóðmaður, f. 26. mars 1963, synir þeirra eru Kjartan Ragn- ar, f. 26. júlí 2007 og Kolbeinn Kjói, f. 16. júní 2012. Þegar Sigurjón tengdafaðir minn var 84 ára gamall vorum við stödd í Loðmundarfirði á full- komnum sumardegi. Það var heið- skírt, logn og hiti. Sigurjón vildi fara í fjallgöngu. Við reyndum að drepa hugmyndinni á dreif, fannst hann ekki nógu vel á sig kominn til að leggjast í klifur, en honum varð ekki haggað. Hann vildi upp, og hann fór upp, þar sem hann upp- skar stórfenglegt útsýni yfir einn af uppáhaldsstöðum sínum. Tengdafaðir minn gerði yfirleitt það sem hann ætlaði sér. Eitt sinn á níræðisaldri á ferð um Njarðvík- urskriður sá hann álitlegan stein utan vegar - fjörumegin - stöðvaði bílinn og fékk eiginkonu sína til að halda í höndina á sér á meðan hann teygði sig niður eftir stein- inum. Ef honum hefði skrikað fót- ur hefði hann fallið tugi metra nið- ur snarbratta hlíðina. En hann þurfti að ná þessum steini, og hann gerði það. Sigurjón var óvenjulegur mað- ur í bestu merkingu þess orðs. Hann var ákveðinn, lá ekki á skoð- unum sínum, hann var eldhugi og hann gat verið þrjóskur. Einstaka sinnum hefði ég lýst honum sem einstrengingslegum í skoðunum. Hann hefði tekið þeirri lýsingu vel og sennilega hlegið hátt. Sigurjón hló nefnilega oft hátt, ekki síst þegar hann sat með barnabörnun- um og horfði á Tomma og Jenna. Sigurjón var mikill athafna- maður og rak um árabil Hótel Val- höll á Þingvöllum og Hressingar- skálann í Austurstræti. Nú er Valhöll horfin, en á sjöunda ára- tugnum þótti Sigurjóni einsýnt að það þyrfti að byggja nýtt hótel á Þingvöllum. Þá fékk hann banda- rískan arkitekt menntaðan í Bau- haus, lærisvein Gropiusar, til að teikna fyrir sig framúrstefnulegt hús. Hótelið reis ekki, en það þurfa ekki allar hugmyndir að verða að veruleika til að vera ein- hvers virði. Þau Sigrún byggðu sér fallegt hús í Arnarnesi, tákn um bjartsýni í landi sem var að hefja sig til flugs. Sigurjón átti einstakt sam- band við börnin sín fjögur sem hafa alltaf getað talað við hann um alla hluti. Síðar sinnti hann barna- börnum sínum framúrskarandi vel, tveimur þeirra eins og sínum eigin börnum. Yngri barnabörnin áttu til að nota aldur afa síns til að staðsetja sögulega atburði í tíma. „Gerðist það áður en afi Sigurjón fæddist?“ var stundum spurt. Það var ekki skrýtið. Hann sagði þeim sögur af því þegar hann sigldi með föður sín- um til Edinborgar og sá skipin lestuð með hestvögnum. Hann varð gamall maður í árum, en skarpari en flestir ungir menn í hugsun. Hann hafði átt langa, við- burðaríka ævi, en ólíkt mörgum mönnum um nírætt var hann jafn áhugasamur um framtíðina og for- tíðina. Fyrir 30 árum stóð ég fyrst í forstofunni í Blikanesi og beið eft- ir Sigríði. Hann gekk framhjá, leit snöggt á mig með efasemdarsvip, gekk svo til stofu án orðalenginga, taldi ekki á því stigi sennilegt að hann þyrfti að kynnast þessum unga manni betur. Við áttum eftir að ná vel saman, enda tengdumst við sterkum böndum það sem eftir var ævinnar. Ég eignaðist frábæra dóttur hans að eiginkonu, og hann eign- aðist á móti tvö barnabörn sem sýndu honum ávallt mikla hlýju og ástúð, eins og hann sýndi þeim. Halldór Lárusson. Á meðan ég skrifa þessi orð horfi ég á ljósmynd af Sigurjóni, um það bil 10 ára gömlum, og tveimur öðrum börnum. Eitt barnið er eitthvað að fíflast en á myndinni eiga allir augljóslega að vera prúðir. Sigurjón er einmitt að reyna að vera mjög prúður en vegna grínatriðisins er hann sposkur á svip. Svipur sem ég sé oft á 12 ára syni mínum, barna- barni Sigurjóns. Sigurjón var sérstaklega góður við börn og var alltaf reiðubúinn að stuðla að því að öllum liði vel. Það eru fjölmargar góðar stundir í huga mér þar sem Sig- urjón er að skera peruávöxt í litla bita og elta börnin mín þar sem þau voru við leik á bílateppinu heima hjá afa og ömmu með und- irskál og lítinn gaffal að gauka að þeim. Sigurjón er af kynslóð sem upp- lifað hefur gríðarlega miklar breytingar á samfélaginu á sinni ævi. Hann var alltaf einstaklega áhugasamur um allar framfarir og fylgdist mjög vel með öllum mál- um. Hann var hrifinn af mörgum nýjungum og alltaf ungur í anda og til marks um það má telja að hann varð mjög fær tölvunotandi. Hann bar af í sínum aldurshópi hvað það varðaði. Hann spurði mig oft út í það tæknilega starf sem ég vinn við og var almennt sérlega áhugasamur um allt mögulegt. Þegar ég kom fyrst inn á heimili tengdaforeldra minna tók ég strax eftir Marantz-hljóm- tækjunum sem þar voru. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og hefur það örugglega verið sterkur snertiflötur þegar ég kynntist dóttur Sigurjóns, Guðrúnu Rögnu. Á æskuheimili hennar voru því meðal annarra: Willie Nelson, Jo- hnny Cash, Dolly Parton og Elvis Presley mikið leikin á þessi hljóm- tæki svo aðeins brot af öllu því fal- lega tónlistaruppeldi sé rifjað upp. Sigurjón var mjög hrifnæmur maður, hlustaði mikið á fjöl- breytta tónlist og þegar hann fór í kirkju var hann mjög áhugasamur um alla tónlist þar. Hann var trúaður maður og fannst sem hann væri í góðu sam- bandi við Guð. Hann var sannfærður um tilvist lífs eftir að þessu jarðneska lífi myndi ljúka. Yngri sonur minn, sjö ára, þurfti ekki að gista oft hjá afa og ömmu áður en hann hóf að signa mig stundum fyrir svefninn. Hann gerði það síðast fyrir stuttu og hafði örlitlar áhyggjur af því að hann væri ekki alveg fær um að signa kistu afa síns á réttan hátt. Við fórum vel yfir það saman. 12 ára sonur minn mun alltaf minna mig á sposka svipinn á Sig- urjóni sem sést svo vel á ljós- myndinni, ásamt mörgu öðru sem hann hefur augljóslega frá afa sín- um og er það allt fallegt. Barna- börn Sigurjóns lærðu fallega siði af honum og að það er einstakt að eiga afa sem er alltaf til í að leika við mann og sprella. Ég er þess fullviss að núna er Sigurjón stig- inn inn í ljósið hjá Guði og er þar einmitt ljóslifandi á vappi að sinna öllum þeim góðu verkum sem hon- um hafa alltaf legið á hjarta. Hvíl í friði kæri Sigurjón og takk fyrir allt. Kjartan Kjartansson. Sigurjón Ragnarsson ✝ Kristinn JónReynir Krist- insson fæddist í Reykjavík 2. október 1937. Hann lést á Land- spítalanum 7. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Svava Árna- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 16.4. 1914, d. 17.11. 1971, og Kristinn Jón Gíslason, matsveinn í Reykjavík, f. 15.10. 1906, d. 16.11. 1937. Gift í Reykjavík 4.6. 1932. Alsystkini Kristins eru Reynir Kristinsson, f. 28.12. 1933, d. 14.5. 1934, og Súsanna María Kristinsdóttir, f. 13.6. 1935, maki Kristinn Kaj Ólafsen, f. 14.5. 1932. Svava móðir Kristins giftist aftur í Reykjavík 16.6. 1939 Pétri Benedikt Ólafssyni, kaup- manni í Reykjavík, f. 19.8. 1910, d. 15.12. 2003. Hálfsystkini Kristins eru Ingibjörg Lilja Benediktsdóttir, f. 23.12. 1939, maki Peter Guðjón Petersen, f. 20.11. 1938, d. 2.8. 2017. Ólafur Benediktsson, f. 4.2. 1944, maki Ólöf Ragnhildur Ólafsdóttir, f. 18.1. 1949. Geir Benediktsson, f. 14.9. 1946. Benedikt átti fyrir 2 dætur, Magdalenu Margréti Benediktsdóttur Wood, f. 12.1. 1932, d. 18.4. 2019, og Ólöfu Ingibjörgu P. Benediktsdóttur, f. 11.4. 1933, d. 12.8. 2011. Eiginkona Kristins Jóns Reynis var Pálína Ágústa Jónsdóttir, húsfreyja í Reykja- vík, f. 7.8. 1937, d. 24.12. 2016, gift í Reykjavík 26.9. 1959. Foreldrar Pál- ínu voru Jón S. Jó- hannesson stórkaup- maður, f. 17.6. 1909, d. 11.9. 1989, og Katrín Skaptadóttir, f. 17.8. 1914, d. 9.10. 2013. Börn Kristins Jóns Reynis og Pálínu Ágústu eru: Katrín Helga Reynisdóttir, f. 29.11. 1959, maki Sigtryggur Harð- arson, f. 25.5. 1966. Börn þeirra eru Kristín Þórdís, f. 2.10. 1999, d. 18.11. 1999, Kristinn Þór, f. 10.11. 2002, og Hlynur Þór, f. 1.1. 2007. Sonur Katrínar er Kristján Páll Rafnsson, f. 16.12. 1978. Sambýliskona Kristjáns er Magdalena Szczotka, f. 25.11. 1982. Faðir Kristjáns er Rafn Haraldur Sigurðsson, f. 31.8. 1958. Dætur Kristjáns eru Sumarrós Lilja, f. 8.11. 2006, og Hólmfríður Katla, f. 5.4. 2008. Kristinn Jón Reynir vann ým- is störf á ævi sinni. Hjá Þ. Jóns- syni, Reykjavíkurborg, Jóni Jó- hannessyni & Co, Dún- og fiður- hreinsuninni, Loftorku, Bæjar- útgerð Reykjavíkur og síðast hjá Stokkseyrarbæ. Útförin fer fram frá Stokks- eyrarkirkju í dag, 15. febrúar 2020, kl. 13. Elsku besti pabbi minn. Ald- ur og annað virðist ekki skipta máli þegar að kveðjustund kemur. Alltaf er þetta jafn erf- itt. Ég var heppin að eiga þig fyrir pabba og börnin mín og barnabörn að eiga þig fyrir afa og langafa. Þrátt fyrir ekki svo einföld uppvaxtarár og ýmsa erfiðleika á lífsleiðinni var allt- af stutt í brosið og glaðværð þína. Ég ylja mér við góðar og skemmtilegar minningar. Öll ferðalögin sem farin voru með Seglagerðarvegavinnumanna- tjaldið. Það skipti ekki máli að vera með allt það nýjasta og besta. Þú bara lagaðir það og saumaðir botn í tjaldið, svo var skellt í bílaleigubíl og bara far- ið af stað. Það var aldrei leið- inlegt að hanga undir húddinu með þér og liggja yfir viðgerð- um á bílum. Svo var það þegar Lada station kom í hús, þá var nú maður minn farið um hverja helgi út og suður. Botnar, Laugarvatn, hringurinn, Akur- eyri og ég veit ekki hvað. Landafræðin í skólanum var svo miklu auðveldari og skemmtilegri. Allar skemmtilegu stundirn- ar á Stokkseyri og afa- og lang- ömmubörnin að dunda í skúrn- um, eða í garðinum og alltaf fannst þú þeim eitthvað til dundurs. Alltaf boðinn og búin að rétta hjálparhönd. Og harm- onikkan átti stóran þátt hjá þér og ekki leiddust manni þessi skipti sem farið var með ykkur mömmu, þá með fellihýsi og nikkan tekin fram og spilað. Natni þín við allt sem þú tókst þér fyrir hendur og vandvirkni skein í gegnum allt. Kirkjurnar sem þið mamma smíðuðuð og við gengum svo í hús og seld- um. Fyrst og fremst var það fjöl- skyldan þín sem skipti þig mestu máli. Þrátt fyrir erfið veikindi mömmu síðustu árin hennar veigraðir þú ekki fyrir þér að hugsa um hana og hjúkra heima við þrátt fyrir að vera orðinn mikill sjúklingur sjálfur. Nú tekur mamma fagnandi á móti þér í sumarlandinu. Það held ég að verði gaman hjá ykkur. Og þú færð kannski tækifæri til að hitta pabba þinn, bróður og elsku afastelp- una þína hana Kristínu. Sendu mér endilega skilaboð um hvernig öllum vegnar þarna hinum megin. Takk fyrir allt, elsku besti pabbi minn. Í minningarflóði, ég græt þig í hljóði, elsku pabbi minn góði. Þín elskandi dóttir Katrín Helga Reynisdóttir. Frá afastrákum og langafa- stelpum. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allar skemmtilegu og góðu stundirnar, hvort sem var hjá ykkur ömmu á Stokks- eyri, sumarbústaðaferðir, ferðalög eða heima á Kársnes- brautinni - takk fyrir allt. Kristinn Þór, Hlynur Þór, Sumarrós Lilja og Hólmfríður Katla. Kristinn Jón Reynir Kristinsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær frænka okkar og vinur, ELLA TRYGGVÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Ljósvallagötu 18, en bjó síðustu ár á elliheimilinu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, lést laugardaginn 25. janúar. Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við aðstandendur viljum koma til skila einlægu þakklæti til starfsfólks Grundar fyrir þá einstöku velvild og umhyggju sem þau sýndu henni! Ættingjar og vinir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUNNARSDÓTTIR frá Tobbakoti, Þykkvabæ, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 10. febrúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 19. febrúar klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir hlýja og góða umönnun. Kolbrún, Björn, Unnur, Hafdís makar, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.