Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020
Viðskipta
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Um leið og ég las bókina varð ég
gagntekin af henni, enda sterk sam-
tímasaga sem er að takast á við
spennandi viðfangsefni. Ég ýmist
grét eða hló þegar ég las hana og
hélt að lestri loknum sífellt áfram að
hugsa um persónur bókarinnar sem
eru mjög vel skrifaðar og djúpar.
Bókin er drifin áfram jafnt af per-
sónunum og sterkum kringum-
stæðum sem hentar mjög vel fyrir
kvikmyndaformið, “ segir Kristín
Eysteinsdóttir sem mun leikstýra
kvikmynd sem byggist á skáldsög-
unni Kokkáll eftir Dóra DNA.
Blaðamaður settist niður með Krist-
ínu, Dóra DNA og Steinari Loga
Nesheim, framleiðanda mynd-
arinnar, fyrr í vikunni eftir að þau
ásamt Pétri Má Ólafssyni, útgef-
anda Bjarts & Veraldar, höfðu skrif-
að undir samning um gerð kvik-
myndarinnar upp úr skáldsögunni
sem framleiðslufyrirtækið Polarama
framleiðir.
Fjallar um vestrænan sársauka
„Um leið og bókin kom út fór fólk
sem vildi skoða kvikmyndaréttinn
að hafa samband við mig. Þegar
Kristín hringdi í mig var augljóst að
hún brann langmest fyrir þessu
verkefni,“ segir Dóri DNA og bend-
ir á að sem höfundur hafi bókin hel-
tekið huga hans í hálft annað ár. „Af
þeim sökum vil ég auðvitað fá í verk-
efnið einhvern sem brennur jafn-
mikið fyrir þessu og ég,“ segir Dóri
DNA og viðurkennir að hann sjái
bókina ekki jafnskýrt fyrir sér sem
kvikmynd eins og Kristín. „En hún
sér það og ég treysti hennar mati.
Ég held að persónur og hugðarefni
bókarinnar eigi farveg að fólki. Hún
fjallar um vestrænan sársauka og
heim þar sem við erum sífellt að
leita að vatni til að slökkva þá elda
sem við höfum sjálf kveikt. Af þeim
sökum held ég að sagan tali beint
inn í hjarta margra,“ segir Dóri
DNA.
„Mig langar að framleiða sögur
sem ég brenn fyrir og þegar ég las
þessa bók sá ég strax að mig langaði
til að vera partur af þessu teymi.
Það draumur framleiðanda að fá
tækifæri til að vinna með Kristínu
og Dóra DNA,“ segir Steinarr Logi
framleiðandi sem stýrir hinu ný-
stofnaða framleiðslufyrirtæki Pol-
arama. Steinarr Logi hefur starfað
hjá Sagafilm og meðal annars séð
um framleiðslu sjónvarpsþáttanna
Thin Ice sem hefja göngu sína á
RÚV annað kvöld.
Krefjandi verkefni
„Það verður krefjandi verkefni
fyrir okkur að koma þessari sögu og
karakterum til skila á hvíta tjald-
inu,“ segir Steinarr Logi og Dóri
DNA tekur undir það. „Sagan gerist
í tveimur löndum, þ.e. Íslandi og
Bandaríkjunum, og á tveimur ólík-
um tímum, þ.e. í nútímanum og um
síðustu aldamót. Það hversu mikið
vægi ólík lönd og tímar fá hefur auð-
vitað áhrif á hvað myndin kostar að
endingu. Bókin er 334 síður og því
ljóst að það þarf að skera efniviðinn
niður,“ segir Dóri DNA og tekur
fram að hann sé feginn að þurfa ekki
að sjá um þann niðurskurð.
„Nú hefst þróunarvinnan við að
færa söguna úr einu listformi í ann-
að,“ segir Steinarr Logi og tekur
fram að hann sé sannfærður um að
Kokkáll muni tala sterkt til fleiri en
Íslendinga. „Ísland er ekki lengur
lokað mengi. Í dag er heimurinn
vettvangurinn sem verið er að þróa
fyrir og gæðakröfurnar eftir því. Við
vitum að við erum að fara að fram-
leiða kvikmynd sem á heima á
alþjóðamarkaði,“ segir Steinarr
Logi. „Það eina sem er séríslenskt í
bókinni er nöfnin og kennileitin. Ég
held að tilfinningarnar séu mjög al-
þjóðlegar, sérstaklega hér á Vestur-
löndum,“ bætir Dóri DNA við.
Kristín hefur góða reynslu af því
að leikstýra í leikhúsi og því liggur
beint við að spyrja hvernig það legg-
ist í hana að skipta um miðil og leik-
stýra sinni fyrstu kvikmynd. „Þetta
hefur lengi verið draumur hjá mér,
enda hefur mig langað til að endur-
nýja mig sem listamann og takast á
við nýjar áskoranir. Í grunninn
snýst þetta auðvitað um það sama,
að brenna fyrir sögunum sem mig
langar að segja og miðla þeim. En
ég hef lengi verið að leita að sögunni
sem mig langaði að segja og rétt-
aframleiðandanum. Ég lít á það sem
mikið tækifæri og áskorun að stíga
inn á þennan vettvang með leikhús-
reynsluna í farteskinu. Í grunninn
drífa persónurnar söguna áfram og
því kallar það á góða leikaraleik-
stjórn,“ segir Kristín og bætir við að
sér þyki líka spennandi að vinna í
öðru tempói en áður. „Sem leik-
hússtjóri hef ég stýrt leikhúsi þar
sem við frumsýnum 12 nýjar sýn-
ingar á ári með tilheyrandi hraða.
Mér finnst ótrúlega spennandi að
stíga inn í þróunarferli sem tekur
nokkur ár. Eftir margra ára vinnu í
leikhúsinu finnst mér spennandi að
fara í annan rytma,“ segir Kristín.
Lengi verið aðdáandi Kristínar
„Ég treysti Kristínu ákaflega vel
fyrir þessu verkefni, því drama og
vinnan með leikurunum er númer
eitt. Reynslan sem Kristín býr yfir
sem leikstjóri og getan til að fara í
djúpa leikaravinnu er ómetanleg í
kvikmyndum,“ segir Dóri DNA og
ítrekar að hann ætli ekki að vera
með puttana í ferlinu. „Ég óttast
sjálfan mig ef ég væri eitthvað að
skipta mér af. Ég vel að treysta
þeim fullkomlega fyrir verkefninu
og þau gera sitt verk á sínum for-
sendum. Kristín og Steinarr eru
ekki að fara að myndskreyta mitt
verk heldur búa til sitt eigið verk,“
segir Dóri DNA.
„Sem framleiðandi er gríðarlega
spennandi og áhugavert að fá að
fara í þennan leiðangur með Krist-
ínu og bakka hana upp sem lista-
mann. Ég hef lengi verið aðdáandi
hennar og hef gríðarlega trú á
henni,“ segir Steinarr og bætir við
að sú ákvörðun að sækjast eftir rétt-
inum til að kvikmynda Kokkál hafi
verið sér auðveld þar sem bókin sé
„stórkostleg og Kristín hefur mikla
framtíð fyrir sér sem kvikmynda-
leikstjóri.“
Kristín mun sjálf vinna að þróun
handritsins í samvinnu við fleiri.
„Næsta skref er að fara í þá vinnu
og ákveða hvað við viljum leggja
áherslu á í dramatúrgískri nálgun
og uppbyggingu handritsins. Bókin
er allt í senn ástarsaga og þriller.
Hún fjallar líka um karlmennskuna,
tengsl og tengslaleysi, þörfina fyrir
að tilheyra öðrum og áhrif kynslóð-
anna á þá næstu. Mér finnst þetta
því mannleg og mikilvæg saga,“ seg-
ir Kristín að lokum.
Morgunblaðið/Eggert
Mannleg Þetta er „mannleg og mikilvæg saga,“ segir Kristín Eysteinsdóttir um Kokkál eftir Dóra DNA.
„Drama er númer eitt“
Samið um kvikmyndaréttinn á Kokkál eftir Dóra DNA Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir sinni
fyrstu kvikmynd Varð gagntekin af bókinni við lestur „Ég treysti Kristínu,“ segir Dóri DNA
Leikarinn, höfundurinn og trésmið-
urinn Nick Offerman verður með
uppistand í Háskólabíói 5. maí.
Offerman „er best þekktur fyrir hlut-
verk sitt sem hinn óborganlegi Ron
Swanson í hinum geysivinsælu grín-
þáttunum Parks & Recreation, sem
Karl Weathers í verðlaunaseríunni
Fargo og sem einn þáttastjórnenda
Making It á NBC,“ segir í tilkynningu
frá skipuleggjendum viðburðarins.
Þar kemur fram að Offerman hafi
skrifað „fjórar metsölubækur sem
trónuðu á New York Times metsölu-
listanum. Í frítíma sínum má finna
hann í tréverkstæði í Los Angeles þar
sem hann smíðar handgerða hluti
eins og húsgögn, kanó og ukulele.
Nick Offerman er nú að túra um
heiminn með nýju sýninguna sína, All
Rise, en hann fór með hana til 37
borga um Bandaríkin 2019. Um er að
ræða einstaka kvöldstund þar sem
málin eru rædd og létt dansspor eru
tekin sem fá þig til að flissa og hvetja
þig til að upplifa betri hlið mannkyns-
ins en þá sem við erum vön.“ Miðasala
hefst 20. febrúar kl. 10 en póstlista-
forsala hefst sólarhring fyrr.
Nick Offerman í Háskólabíói 5. maí
AFP
Hress Nick Offerman fyrr á árinu.
Átta af tíu höf-
undum sem til-
nefndir eru til
Viðurkenningar
Hagþenkis kynna
verk sín í Borgar-
bókasafninu,
Grófinni, í dag.
Dagskráin hefst
kl. 13 og stendur
til 14.30. Hver
höfundur hefur
tíu mínútur til að kynna verk sitt.
Höfundarnir koma fram í eftir-
talinni röð: Andri Snær Magnason,
Árni Einarsson, Árni Heimir Ingólfs-
son, Björk Ingimundardóttir, Hauk-
ur Arnþórsson, Margrét Tryggva-
dóttir, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
og Unnur Birna Karlsdóttir. Auk
þeirra eru tilnefndar Ragnheiður
Björk Þórsdóttir og Rósa Eggerts-
dóttir sem ekki áttu heimangengt.
Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt
viðurkenningu fyrir fræðirit, náms-
gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn-
is til almennings. Viðurkenningin
fyrir árið 2019 verður veitt í byrjun
mars og hlýtur verðlaunahöfund-
urinn 1.250.000 krónur að launum.
Tilnefndir höfundar kynna verk sín
Margrét
Tryggvadóttir