Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi. Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm. Stærð lóðar er 11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og samþykkt deiluskipulag. Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangur.is, sími 820 6355 og palmar@thingvangur.is, sími 896 1116.. Veitingarými - salir – gistirými Tækifæri til frekari uppbyggingar á gistimöguleikum á svæðinu TIL SÖLU EÐA LEIGU HELLNAR GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Rekja má millilanda- siglingar Íslendinga allt þar til skömmu fyrir aldamótin 1800, þegar Ólafur Thorlacius á Bíldudal og Bjarni Sí- vertsen í Hafnarfirði hófu starfsemi og fluttu út fisk á skipum sínum. BILDAHL, skip Ólafs var fyrsta íslenska skipið sem siglir með saltfisk frá Íslandi til Spánar um aldamótin 1800 eða fyrir rúmum 200 árum. Kaupskipaeign Íslendinga á 19. öld var ekki mikil, hins vegar létu Danir og Norðmenn skrá flest hval- veiðiskip sín á Íslandi þó útgerðirnar væru erlendar. Eins og áður sagði má rekja baráttu okkar til að ná sigl- ingum heim til tíma Ólafs og Bjarna en lítið gerðist vegna áhugaleysis ráðamanna áratugina á eftir. Þremur árum eftir að Stýrimanna- skólinn í Reykjavík var stofnaður 1891 kom fyrsta gufuknúna vélskipið í millilandasiglingum til Ísafjarðar Á. Ásgeirsson, eign Ásgeirsverslunar sem markaði tímamót í siglingasögu okkar. Eftir það komst hreyfing á málið og skipum fjölgar lítillega í millilandasiglingum en við stofnun Eimskipafélagsins 1914 hófust reglu- legar siglingar frá Íslandi til Ameríku og Evrópu. Alþjóðlegar erlendar skipaskrár Norðmenn hófu að skrá skip sín er- lendis snemma á áttunda áratugnum til hagræðingar og brugðust norsk stjórnvöld þá við árið 1987 með því að setja á fót alþjóðlega skipaskrá NIS. Með því móti fengu þeir flest skipin aftur heim. Það sama átti við um Dani árið eft- ir, en þá hafði kaupskipafloti þeirra að mestu verið skráður erlendis. Færeyingar sett á fót sína alþjóðlegu skipaskrá 1991 og fjölgaði skipum hratt á skránni, m.a. okkar flutn- ingaskipum. Hvað hefur gerst hér á landi eftir aldamótin Síðasta kaupskipið hvarf af ís- lenskri skipaskrá 2004 eftir verulega fækkun síðasta áratug 20 aldar og sigldi það skip undir færeyskum fána, FAS allt þar til það var selt úr landi árið 2008. Öll skip íslensku skipa- félaganna mönnuð ís- lenskum farmönnum eru skráð í Færeyjum í dag. Hagsmunaaðilar, þ.e. stéttarfélög sjómanna, Samtök íslenskra kaup- skipaútgerða og samtök atvinnulífsins kölluðu eftir aðgerðum stjórn- valda, um það leyti sem síðasta skipið hvarf af íslensku skránni, sem átti að felast í samkeppnishæfu alþjóðlegu rekstrarumhverfi til að störf og þekk- ing héldust áfram hér á landi en hyrfu ekki á brott. Starfshópur, ekki sá fyrsti né síðasti, var skipaður af sam- gönguráðherra í samráði við þáver- andi fjármálaráðherra til að kanna stöðu málsins og í framhaldi voru lögð fram frumvörp til laga um alþjóðlega íslenska skipaskrá (IIS) og skattlagn- ingu útgerða. Til að gera langa sögu stutta, voru sett lög um IIS árið 2007 nr. 38 sem enn eru í gildi og önnur lög sama ár um skattlagningu kaup- skipaútgerðar nr. 86 en felld úr gildi 2011, þar sem þau uppfylltu því miður ekki reglur EES-réttar um ríkisað- stoð. Því næst kemur til sögunnar starfs- hópur skipaður af fjármála- og efna- hagsráðherra til að kanna lagaum- hverfi í kringum skráningu kaupskipa á Íslandi. Greinargerð skilað síðla árs 2014. Málið fer í einhvers konar dvala en umræðan heldur áfram á meðal farmanna og áhugamanna um málið. Loks eru lögð drög að verkefn- isáætlun um málið í heild sinni á síð- asta ári og sett á laggirnar sk. verk- efnisáætlun varðandi íslenska alþjóðlega skipaskrá – aðgerðir til að fjölga skráðum skipum undir íslensk- um fána. Þátttakendur að þessari áætlun eru frá ríkinu, fjármála- og efnahagsráðuneytið, félagsmálaráðu- neytið, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið og Samgöngu- stofa. Aðrir þátttakendur eru stéttarfélög sjómanna ásamt ASÍ, samtök verslunar og þjónustu og bæði íslensku skipafélögin, Eimskip og Samskip. Þannig er staða málsins í dag. Hvað svo? Það er ljóst að ekkert millilanda- skip mun sigla undir íslensku fána nema hér verði myndað rekstrar- umhverfi fyrir skipafélögin með sama hætti og gert er hjá frændþjóðum okkar í Skandinavíu. Hinar þjóðir Norðurlandanna gerðu á sínum tíma ráðstafanir til þess að halda skipum sínum undir eigin þjóðfána og má þar nefna að í Færeyjum eru skráð yfir 80 skip um þessar mundir og 679 skip voru skráð undir NIS í byrjun þessa árs. Skipafélög eru eðlilega að leita að hagstæðum skipaskrám á hverjum tíma og ef okkur ber gæfa til að setja hér á fót samkeppnishæfa skrá, þá sé ég því ekkert til fyrirstöðu að hingað gætu leitað fyrirtæki í skiparekstri og til landsins komi íslensk og erlend kaupskip. Áhafnir skipanna munu þá greiða tekjuskatt hingað til lands en ekki er- lendis og sjómennirnir verða starfs- menn íslensks félags. Einnig fær rík- ið skráningargjöld og tonnaskatt af skipum sem skráð eru í skrána. Ýmsa aðra jákvæða þætti mætti nefna svo sem afleidd störf og þess háttar og ekki er ósennilegt að aukin aðsókn í menntun sjómanna yrði líka raunin. Félagi skipstjórnarmanna er fyrst og fremst umhugað um íslenska far- mannastétt, að hún eflist og dafni, við höfum tækifæri til að snúa þeirri óheillaþróun við sem hófst seint á síð- ustu öld. Það er ekki eðlilegt fyrir sjálfstætt og fullvalda eyríki að ekki eitt einasta flutningaskip sé í millilandasiglingum undir þjóðfána okkar. Við höfum möguleika ef vilji er fyrir hendi, ekki síður en frændþjóðir okkar, til að setja hér á fót íslenska alþjóðlega skipaskrá. Íslensk stjórnvöld þurfa að setja reglur um skráningu og skattlagn- ingu sem eru samkeppnisfærar við nágrannaþjóðir okkar. Eins og áður sagði eru lög nr. 38/2007 enn í gildi sem þarfnast ekki mikilla breytinga en hins vegar þarf að setja nýjar regl- ur um skattlagningu kaupskipaút- gerða og verður það væntanlega eitt af forgangsverkefnum þeirra sem að málinu koma. Við skulum vona að okkur takist í þetta sinn að klára málið svo sómi sé að fyrir íslenska farmannastétt, far- skipaútgerðirnar og alla þá sem málið viðkemur. Íslensk alþjóðleg skipaskrá Eftir Pál Ægi Pétursson » Það er ekki eðlilegt fyrir sjálfstætt og fullvalda eyríki að ekki eitt einasta flutn- ingaskip sé í millilanda- siglingum undir þjóð- fána okkar. Páll Ægir Pétursson Höfundur er skipstjóri og starfs- maður hjá Félagi skipstjórnarmanna. Umræðan í kringum okkur snýst iðulega um heilsu okkar. Og ekki að furða, við heyrum af margvíslegum lífsstíls- sjúkdómum sem nú eru að verða að alvarlegu heilsufarsvandamáli. Í þessu samhengi er í tísku að fara í alls kon- ar pílagrímsferðir um heim allan, svo sem til Póllands og jafnvel all- ar götur til Asíu, í ein- hvers konar meðferðir sem eiga að skila þér hinu og þessu. Ekki ætla ég að hafa skoðun á því, nema hvað ég held að allir sem eru að gera eitthvað í sínum málum séu á réttri leið, svo mikið er víst. Ný- lega átti ég þess kost að dvelja ásamt konu minni um mánaðar- skeið á Heilsustofnun í Hveragerði, stundum kallað Hælið. Hugur minn til dvalar- innar var sá að leita lækninga við langvarandi streitu og kvíða undan- farinna ára. Ég varð þess var, þegar ég sagði félögum mínum frá ráða- gerðunum, að settur var upp undr- unarsvipur. Við nánari umræðu komu meðal annars fram spurningarnar: „Hvað ertu að gera þangað? Það er ekki hægt að borða matinn sem þar er á boðstólum! Er ekki bara bráðveikt fólk þarna?“ o.fl. o.fl. Hælið í Hveragerði er endurhæf- ingarstofnun sem hefur verið starf- rækt allar götur frá árinu 1955. Í dag ræður stofnunin yfir um 150 rúmum og eru um 120 rúm fyrir vistmenn sem dveljast þar að jafnaði um mán- aðarskeið. Eftirspurn eftir dvöl á stofnuninni er langt umfram framboð og yfirleitt þarf að bíða í nokkra mán- uði eftir vistun. Öll aðstaða á stofnun- inni miðast við að dvalargestir geti fundið aðhlynningu við sitt hæfi og eru sérfræðingar til ráðgjafar fyrir hvern og einn. Almennt fá dvalargest- ir hver sína dagskrá sem miðuð er við getu og heilsufar hvers og eins. Mark- miðið er auðvitað að þeir einstakling- ar sem þar dveljast nái betri færni og heilsu en þeir höfðu fyr- ir dvölina. Ég get stað- fest að Heilsustofnun getur ekki boðið upp á framandi ljóma heitra Asíulanda en aftur á móti er í boði hrein- ræktuð og fersk íslensk náttúra sem hingað til hefur verið talin boðleg. Um þessar mundir er hafinn undirbúningur að endurbótum á hælinu en hluti húsnæðisins er nokkuð kominn til ára sinna og elstu herbergi vistmanna til að mynda ekki með sérsalerni. Öll sameiginleg rými eru til mikillar fyrirmyndar enda sér maður að vist- menn una hag sínum vel og er margt í boði sem greinilega gleður mannsins hjarta. Á frí- stundum á kvöldin spila vistmenn pool, taka í spil, púsla, fara í borð- tennis og konur taka prjóna fram. Kvöldvök- ur eru vikulega á dag- skrá sem vistmenn skipuleggja sjálfir. Þeir hörðustu skella sér í tækjasalinn, sem alltaf er opinn, eða taka góðan sundsprett enda sundlaug til reiðu fyrir vistmenn. Mörgum finnst fæðið sem heilsu- stofnun býður vistmönnum upp á fá- brotið. Það er vissulega rétt að lögð er megináhersla á ferskt grænmeti en það er með ólíkindum hvað tekist hefur að þróa fjölbreytilega rétti úr grænmetinu einu saman. Lögð er mikil áhersla á að hafa grænmetis- réttina vel framreidda. Endrum og eins er fiskur á boðstólum en hvítur sykur sést ekki á borðum né nokkurt sætmeti. Kaffi er af skornum skammti og aðaláhersla lögð á te úr íslenskum jurtum. Skrif undirritaðs eru ekki hugsuð sem auglýsing fyrir Heilsustofnunina í Hveragerði en vissulega er tilgang- urinn að vekja athygli á því góða starfi sem þar fer fram og að Íslend- ingar séu meðvitaðir um þann kost sem þarna er í boði að öðrum stöðum ólöstuðum. Hvernig er heilsan? Eftir Sigurþór C. Guðmundsson Sigurþór Charles Guðmundsson » Öll aðstaða á stofnuninni miðast við að dvalargestir geti fundið að- hlynningu við sitt hæfi og eru sérfræðingar til ráðgjafar fyrir hvern og einn. Höfundur er endurskoðandi. sigurthorgudmundsson@gmail.com Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.